Síldarvinnslan hagnast um 6,2 milljarða - 1,9 milljarðar í arð

Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár, og árið í fyrra var engin undantekning.

s--ld.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Síld­ar­vinnsl­unnar í fyrra nam 6,2 millj­örðum króna, og var ákveðið á aðal­fundi félags­ins í gær að greiða 15 millj­ónir Banda­ríkja­dala til hlut­hafa, en miðað við núver­andi gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal, nemur það um 1,9 millj­örðum króna.

Óhætt er að segja að Síld­ar­vinnslan standi afar vel fjár­hags­lega og má segja að árið í fyrra hafi verið í takt við afar gott gengi á síð­ustu árum, sem meðal ann­ars var til umfjöll­unar í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans árið 2014

Rekstr­ar­tekjur sam­stæð­unnar á árinu 2015 voru alls 27 millj­arðar króna og rekstr­ar­gjöld námu 18,9 millj­örðum króna. EBITDA var 8,2 millj­arðar króna. Fjár­magnsliðir voru jákvæðir um 410 millj­ónir króna. Hagn­aður sam­stæð­unnar fyrir reikn­aða skatta nam 7,6 millj­örðum króna. Reikn­aður tekju­skattur nam 1.420 millj­ónum króna og var hagn­aður árs­ins því 6,2 millj­arðar króna, eins og áður sagði.

Auglýsing

Á árinu 2015 greiddi Síld­ar­vinnslan og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins 5,1 millj­arð króna til hins opin­bera. Greiddur tekju­skattur er 1.240 millj­ónir króna og veiði­gjöld voru tæp­lega 900 millj­ón­ir. Á meðal gjalda sem greidd voru á árinu eru 82 millj­ónir króna í stimp­il­gjöld vegna kaupa fyr­ir­tæk­is­ins á Beiti NK og 100 millj­ónir króna í kolefn­is- og raf­orku­gjald, segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Sam­tals námu fjár­fest­ingar félags­ins 5,4 millj­örðum króna og voru þær þáttur í að auka verð­mæta­sköpun félags­ins ásamt því að bæta aðbúnað og öryggi starfs­manna. Helstu fjár­fest­ing­arnar voru kaup á nýju upp­sjáv­ar­veiði­skipi frá Dan­mörku, Beiti NK 123. Skipið var smíðað árið 2014 og ber 3.200 tonn. „Eins var haldið áfram á braut upp­bygg­ingar í upp­sjáv­ar­vinnslu félags­ins. Reist var við­bygg­ing austan við fisk­iðju­verið og er sú bygg­ing liður í að auka afköst vinnsl­unnar í 900 til 1.000 tonn á sól­ar­hring,“ segir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji er stærsti eigandi Síldarvinnslunnar.

Hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unnar störf­uðu 334 til sjós og lands um síð­ustu ára­mót. Launa­greiðslur félags­ins voru rúmar 4,1 millj­örðum króna á árinu 2015 en af þeim greiddu starfs­menn 1.370 millj­ónir í skatta, segir á vef Síld­ar­vinnsl­unnar

Heild­ar­eignir sam­stæð­unnar í árs­lok 2015 voru bók­færðar á 54,4 millj­arða króna. Veltu­fjár­munir voru bók­færðir á 9,1 millj­arða króna og skuldir og skuld­bind­ingar sam­stæð­unnar námu 20,7 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar í árs­lok var 33,7 millj­arðar króna. Í árs­lok var eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar 62 pró­sent.

Þar var stjórn félags­ins end­ur­kjörin að öðru leyti en því að Frey­steinn Bjarna­son hvarf úr henni en Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son var kjör­inn í hans stað. Frey­steini voru þökkuð góð störf í þágu Síld­ar­vinnsl­unnar en hann hefur átt sæti í stjórn­inni frá árinu 2005.

Eft­ir­talin voru kjörin í stjórn­ina á aðal­fund­inum í gær. Anna Guð­munds­dótt­ir, Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son, Ingi Jóhann Guð­munds­son og Þor­steinn Már Bald­vins­son. 

Helstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji (45% hlut­­ur), Gjögur (34%) og SÚN í Nes­­kaup­­stað (11%).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None