Síldarvinnslan hagnast um 6,2 milljarða - 1,9 milljarðar í arð

Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár, og árið í fyrra var engin undantekning.

s--ld.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Síld­ar­vinnsl­unnar í fyrra nam 6,2 millj­örðum króna, og var ákveðið á aðal­fundi félags­ins í gær að greiða 15 millj­ónir Banda­ríkja­dala til hlut­hafa, en miðað við núver­andi gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal, nemur það um 1,9 millj­örðum króna.

Óhætt er að segja að Síld­ar­vinnslan standi afar vel fjár­hags­lega og má segja að árið í fyrra hafi verið í takt við afar gott gengi á síð­ustu árum, sem meðal ann­ars var til umfjöll­unar í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans árið 2014

Rekstr­ar­tekjur sam­stæð­unnar á árinu 2015 voru alls 27 millj­arðar króna og rekstr­ar­gjöld námu 18,9 millj­örðum króna. EBITDA var 8,2 millj­arðar króna. Fjár­magnsliðir voru jákvæðir um 410 millj­ónir króna. Hagn­aður sam­stæð­unnar fyrir reikn­aða skatta nam 7,6 millj­örðum króna. Reikn­aður tekju­skattur nam 1.420 millj­ónum króna og var hagn­aður árs­ins því 6,2 millj­arðar króna, eins og áður sagði.

Auglýsing

Á árinu 2015 greiddi Síld­ar­vinnslan og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins 5,1 millj­arð króna til hins opin­bera. Greiddur tekju­skattur er 1.240 millj­ónir króna og veiði­gjöld voru tæp­lega 900 millj­ón­ir. Á meðal gjalda sem greidd voru á árinu eru 82 millj­ónir króna í stimp­il­gjöld vegna kaupa fyr­ir­tæk­is­ins á Beiti NK og 100 millj­ónir króna í kolefn­is- og raf­orku­gjald, segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Sam­tals námu fjár­fest­ingar félags­ins 5,4 millj­örðum króna og voru þær þáttur í að auka verð­mæta­sköpun félags­ins ásamt því að bæta aðbúnað og öryggi starfs­manna. Helstu fjár­fest­ing­arnar voru kaup á nýju upp­sjáv­ar­veiði­skipi frá Dan­mörku, Beiti NK 123. Skipið var smíðað árið 2014 og ber 3.200 tonn. „Eins var haldið áfram á braut upp­bygg­ingar í upp­sjáv­ar­vinnslu félags­ins. Reist var við­bygg­ing austan við fisk­iðju­verið og er sú bygg­ing liður í að auka afköst vinnsl­unnar í 900 til 1.000 tonn á sól­ar­hring,“ segir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji er stærsti eigandi Síldarvinnslunnar.

Hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unnar störf­uðu 334 til sjós og lands um síð­ustu ára­mót. Launa­greiðslur félags­ins voru rúmar 4,1 millj­örðum króna á árinu 2015 en af þeim greiddu starfs­menn 1.370 millj­ónir í skatta, segir á vef Síld­ar­vinnsl­unnar

Heild­ar­eignir sam­stæð­unnar í árs­lok 2015 voru bók­færðar á 54,4 millj­arða króna. Veltu­fjár­munir voru bók­færðir á 9,1 millj­arða króna og skuldir og skuld­bind­ingar sam­stæð­unnar námu 20,7 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar í árs­lok var 33,7 millj­arðar króna. Í árs­lok var eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar 62 pró­sent.

Þar var stjórn félags­ins end­ur­kjörin að öðru leyti en því að Frey­steinn Bjarna­son hvarf úr henni en Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son var kjör­inn í hans stað. Frey­steini voru þökkuð góð störf í þágu Síld­ar­vinnsl­unnar en hann hefur átt sæti í stjórn­inni frá árinu 2005.

Eft­ir­talin voru kjörin í stjórn­ina á aðal­fund­inum í gær. Anna Guð­munds­dótt­ir, Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son, Ingi Jóhann Guð­munds­son og Þor­steinn Már Bald­vins­son. 

Helstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji (45% hlut­­ur), Gjögur (34%) og SÚN í Nes­­kaup­­stað (11%).

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None