Síldarvinnslan hagnast um 6,2 milljarða - 1,9 milljarðar í arð

Rekstur Síldarvinnslunnar hefur gengið vel undanfarin ár, og árið í fyrra var engin undantekning.

s--ld.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Síld­ar­vinnsl­unnar í fyrra nam 6,2 millj­örðum króna, og var ákveðið á aðal­fundi félags­ins í gær að greiða 15 millj­ónir Banda­ríkja­dala til hlut­hafa, en miðað við núver­andi gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal, nemur það um 1,9 millj­örðum króna.

Óhætt er að segja að Síld­ar­vinnslan standi afar vel fjár­hags­lega og má segja að árið í fyrra hafi verið í takt við afar gott gengi á síð­ustu árum, sem meðal ann­ars var til umfjöll­unar í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans árið 2014

Rekstr­ar­tekjur sam­stæð­unnar á árinu 2015 voru alls 27 millj­arðar króna og rekstr­ar­gjöld námu 18,9 millj­örðum króna. EBITDA var 8,2 millj­arðar króna. Fjár­magnsliðir voru jákvæðir um 410 millj­ónir króna. Hagn­aður sam­stæð­unnar fyrir reikn­aða skatta nam 7,6 millj­örðum króna. Reikn­aður tekju­skattur nam 1.420 millj­ónum króna og var hagn­aður árs­ins því 6,2 millj­arðar króna, eins og áður sagði.

Auglýsing

Á árinu 2015 greiddi Síld­ar­vinnslan og starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins 5,1 millj­arð króna til hins opin­bera. Greiddur tekju­skattur er 1.240 millj­ónir króna og veiði­gjöld voru tæp­lega 900 millj­ón­ir. Á meðal gjalda sem greidd voru á árinu eru 82 millj­ónir króna í stimp­il­gjöld vegna kaupa fyr­ir­tæk­is­ins á Beiti NK og 100 millj­ónir króna í kolefn­is- og raf­orku­gjald, segir í til­kynn­ingu félags­ins.

Sam­tals námu fjár­fest­ingar félags­ins 5,4 millj­örðum króna og voru þær þáttur í að auka verð­mæta­sköpun félags­ins ásamt því að bæta aðbúnað og öryggi starfs­manna. Helstu fjár­fest­ing­arnar voru kaup á nýju upp­sjáv­ar­veiði­skipi frá Dan­mörku, Beiti NK 123. Skipið var smíðað árið 2014 og ber 3.200 tonn. „Eins var haldið áfram á braut upp­bygg­ingar í upp­sjáv­ar­vinnslu félags­ins. Reist var við­bygg­ing austan við fisk­iðju­verið og er sú bygg­ing liður í að auka afköst vinnsl­unnar í 900 til 1.000 tonn á sól­ar­hring,“ segir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji er stærsti eigandi Síldarvinnslunnar.

Hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unnar störf­uðu 334 til sjós og lands um síð­ustu ára­mót. Launa­greiðslur félags­ins voru rúmar 4,1 millj­örðum króna á árinu 2015 en af þeim greiddu starfs­menn 1.370 millj­ónir í skatta, segir á vef Síld­ar­vinnsl­unnar

Heild­ar­eignir sam­stæð­unnar í árs­lok 2015 voru bók­færðar á 54,4 millj­arða króna. Veltu­fjár­munir voru bók­færðir á 9,1 millj­arða króna og skuldir og skuld­bind­ingar sam­stæð­unnar námu 20,7 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar í árs­lok var 33,7 millj­arðar króna. Í árs­lok var eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar 62 pró­sent.

Þar var stjórn félags­ins end­ur­kjörin að öðru leyti en því að Frey­steinn Bjarna­son hvarf úr henni en Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son var kjör­inn í hans stað. Frey­steini voru þökkuð góð störf í þágu Síld­ar­vinnsl­unnar en hann hefur átt sæti í stjórn­inni frá árinu 2005.

Eft­ir­talin voru kjörin í stjórn­ina á aðal­fund­inum í gær. Anna Guð­munds­dótt­ir, Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, Guð­mundur Rafn­kell Gísla­son, Ingi Jóhann Guð­munds­son og Þor­steinn Már Bald­vins­son. 

Helstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji (45% hlut­­ur), Gjögur (34%) og SÚN í Nes­­kaup­­stað (11%).

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None