Kosning utan kjörfundar í forsetakosningunum hefur verið kærð til Hæstaréttar. Þrír karlmenn standa að kærunni, þeir Bjarni V. Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson. Þórólfur er kapteinn Pírata á Suðurnesjum og Björn Leví er varaþingmaður flokksins. Vísir greinir frá kærunni.
Þar segir að kæran snúi að þeim hluta utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem var gerð frá 30. apríl 2016 fram til 25. maí 2016, eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands, segir í tilkynningu.
Samkvæmt kærunni og Vísir greinir frá byggist kæran á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Listi yfir nöfn löglegra frambjóðenda var ekki birtur fyrr en 25. maí. Þremenningarnir segja í tilkynningu að það sé mikilvægt fyrir kjósendur að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þeir ráðstafa atkvæðum sínum á grundvelli traustra og lögmætra upplýsinga um hverjir séu raunverulegir og löglegir frambjóðendur í kosningunum, segir Vísir, sem vitnar í tilkynningu frá kærendum.