Lýsing Gumma Ben að sigra heiminn

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um magnaða lýsingu Guðmundar Benediktssonar á lokasekúndunum í Ísland-Austuríki. Er hann költhetja Evrópumótsins?

Birkir Bjarnason og Arnór Ingvi Traustason fögnuðu ákaft í leikslok.
Birkir Bjarnason og Arnór Ingvi Traustason fögnuðu ákaft í leikslok.
Auglýsing

Mynd­bönd með lýs­ingu Guð­mundar Bene­dikts­son­ar, Gumma Ben, á því þegar Ísland komst í 2-1 gegn Aust­ur­ríki og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu fara nú eins og eldur í sinu um inter­net­ið. Gummi lýsti leiknum fyrir Sím­ann, sem setti inn mynd­bandið hér að neðan skömmu eftir að leiknum lauk. Margar millj­ónir manna hafa séð hin ýmsu mynd­bönd. 

Það leið ekki á löngu þar til stór­brotin lýs­ing Gumma fór á flug. 

Auglýsing

­Fjöl­miðlar um allan heim hafa svo gert lýs­ingu Gumma að frétta­efni. Hin risa­stóra vef­síða Buzz­feed segir við les­endur sína: „þú verður aldrei nokkurn tím­ann eins spenntur og þessi íslenski fót­bolta­lýsand­i“. 

Sports Ill­u­strated segir lýs­ing­una ótrú­lega. „Geðs­hrær­ing, gleði og röð háværra hljóða.“ Hjá CBS frétta­stof­unni í Banda­ríkj­unum er ein­fald­lega sagt að íslenski þul­ur­inn hafi misst vit­ið. „Ég hef ekki hug­mynd um hvað þessi maður er að segja, en það er stór­kost­legt hvort sem er.“ USA Today segir ein­fald­lega að Gummi hafi misst vitið og rödd­ina. „Allir á Íslandi voru spennt­ir, en kannski eng­inn meira en þessi lýsand­i.“ 

„Ef þú hlustar á lýs­ing­una á sig­ur­mark­inu hjá Arn­óri Trausta­syni, þá gæt­irðu haldið að Ísland hefði unnið heims­meist­ara­mót­ið,“ segir NY Daily News

Indian Express segir Gumma vera að eign­ast nýja aðdá­endur um allan heim eftir lýs­ing­una. Hún hafi verið „in­stant classic“ og Gummi er þar sagður vera „költ­hetja“ Evr­ópu­móts­ins. Sömu sögu segir ástr­alski fjöl­mið­ill­inn ABC

BBC, ESPN, Guar­di­an, Tel­egraph og Danska rík­is­sjón­varpið DR eru meðal þeirra sem hafa einnig fjallað um lýs­ing­una. 

Goal.com virð­ist hins vegar mögu­lega hafa mis­skilið eitt­hvað aðeins, en birtir stór­skemmti­legt mynd­band af íþrótta­f­rétta­mann­inum Hauki Harð­ar­syni fagna mark­inu ógur­lega en hefur lýs­ingu Gumma Ben und­ir. Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None