Íslenskir ráðamenn bregðast við Brexit

Utanríkisráðherra segir jákvætt að leyfa fólki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og úrsögn Breta úr ESB geti líka styrkt samkeppnisstöðu. Bjarni Benediktsson segir aðild Íslands að ESB nú enn fjarlægari hugmynd.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það sé alltaf jákvætt að leyfa fólki að kjósa, sama hver niðurstaðan verður.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það sé alltaf jákvætt að leyfa fólki að kjósa, sama hver niðurstaðan verður.
Auglýsing

Útflutningur til Bretlands getur dregist saman og breskum ferðamönnum fækkað hér á landi eftir að Bretar tóku þá ákvörðun að segja sig úr Evrópusambandinu (ESB). Pundið hefur verið í frjálsu falli í morgun. Þetta sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra í fréttum RÚV í gærkvöld þegar þjóðaratkvæðagreiðslan stóð yfir. 

Á Bylgjunni í morgun sagði Lilja að þó að fólk hefði miklar áhyggjur af stöðu mála megi ekki gleyma því að samkeppnisstaða geti líka styrkst með úrsögn. Það sé jákvætt að gefa fólki tækifæri á að kjósa. 

„Það varð ákveðið bil á milli hins venjulega manns og ESB, maður sér hvernig atkvæðin dreifast,“ sagði hún. „Það er landsbyggðin sem vill ekki vera í ESB.“

Auglýsing

Lilja sagði á RÚV í gær að búið væri að vinna hagsmunamat í utanríkisráðuneytinu og kortleggja möguleikana sem eru uppi hvernig Ísland kemur út hvað varðar úrsögn Bretlands. 

Aðild Íslands nú enn fjarlægari hugmynd

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir við MBL.is í morgun að í ljósi tíðindanna sé aðild Íslands að ESB nú enn fjarlægari hugmynd en áður. Hann segir tíðindin stór og pólitísk, ekki bara fyr­ir Bretlandi held­ur fyr­ir Evr­ópu­sam­vinn­una alla. 

„Þetta er mjög lýs­andi fyr­ir það sem hef­ur verið að ger­ast und­an­far­in ár þar sem við höf­um séð átök milli þess arms inn­an Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar sem hef­ur viljað stöðugt meiri samruna og dýpri sam­vinnu og  hinna, sem hafa verið að sækja mjög í sig veðrið bæði í Evr­ópuþings­kosn­ing­un­um en líka í flokkapóli­tík ein­stakra aðild­ar­landalanda, sem hafa sagt hingað og ekki lengra og telja rík­in hafa gengið of langt í sam­vinn­unni. Þetta byrjaði sem friðar- og toll­viðskipta­sam­band og að mati margra á að halda sig við þann kjarna sam­vinn­unn­ar og hætta að skipta sér of af dag­legu lífi fólks,“ segir Bjarni við MBL. 

Nauðsynlegt að semja upp á nýtt

Í samtali við Kjarnann í vikunni benti Lilja á að Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands, enda fari um tíu prósent af öllum útflutningi til Bretlands og 20 prósent af öllum erlendum ferðamönnum hér koma þaðan. 

„Við munum tryggja að við munum fá sambærileg viðskiptakjör og við nú þegar búum við,“ segir Lilja. „Mikilvægi Bretlands í alþjóðaviðskiptum er svo mikið þannig að ESB og lönd utan þess munu aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“  

Sigmundur hefur alltaf haft áhyggjur af ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, setti stöðufærslu á Facebook síðu sína í nótt þar sem hann sagði okkur lifa á sögulegum tímum og hann hafi lengi haft áhyggjur af ESB.  

ALDREI SPURNING: Sigmundur Davíð sendi Snapchat frá Frakklandi þar sem hann fylgdist með niðurstöðum talningar frá Bretlandi. „Frá því að ég hóf að fylgjast með stjórnmálum hef ég haft áhyggjur af Evrópusambandinu (áður Evrópubandalaginu), eðli þess og þróun. Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Hann sagðist þó hafa haft mestar áhyggjur af veru Breta í ESB og landið hafi aldrei passað inn í sambandið. 

Það skiptir alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald og samruna Evrópusambandsins en að um leið takist að standa vörð um samvinnu Evrópulanda. Þar getur Ísland gegnt mikilvægu hlutverki.

Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB. Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None