Guðni Th. Jóhannesson leiðir samkvæmt fyrstu tölum forsetakosninganna. Þegar talin hafa verið 67.048 atkvæði er Guðni með 37,7 prósent atkvæða og Halla Tómasdóttir með 29,9 prósent. Davíð Oddsson er með 13,2 prósent atkvæða og Andri Snær Magnason 14,0 prósent. Ekki hefur verið tilkynnt um fyrstu tölur úr öllum kjördæmum.
Búið er að tilkynna um fyrstu tölur í öllum sex kjördæmum. Þau eru Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður, norðausturkjördæmi, norðvesturkjördæmi, suðurkjördæmi og suðvesturkjördæmi. Guðni nýtur mest fylgis í öllum kjördæmum. Munurinn á Höllu og Guðna er minnstur í suðurkjördæmi.
Fylgi Andra Snæs er lang mest í Reykjavík. Í Reykjavík norður hefur hann 24,0 prósent taldra atkvæða. Í könnunum hefur Andri Snær mælst með álíka mikið fylgi og Davíð Oddsson. Sú virðist vera raunin samkvæmt fyrstu tölum í öllum kjördæmum nema í Reykjavík norður.
Alls eru 245.004 manns á kjörskrá.
Hægt er að skoða nýjustu tölur uppfærðar í rauntíma á kosningavef RÚV.