Guðni Th.: Það gæti reynst snúið að mynda ríkisstjórn

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, nýkjör­inn for­seti Íslands, segir að það gæti reynst snúið að mynda nýja rík­is­stjórn eftir næstu þing­kosn­ing­ar. For­set­inn ákveði hver skuli fyrst spreyta sig á myndun slíkrar að loknum kosn­ingum og það þurfi ekki endi­lega að vera leið­togi stærsta flokks­ins á þingi eða þess stjórn­mála­afls sem unnið hafi mest á. „Það þarf ein­fald­lega að vera byggt á mati for­set­ans.“ Þetta kemur fram í við­tali við Guðna Th. í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir Guðni Th. að miðað við skoð­ana­kann­anir bendi allt til þess að sitj­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks missi sinn meiri­hluta og verði að biðj­ast lausn­ar. Þá þurfi að mynda nýja rík­is­stjórn og teikn séu á lofti um það að fylgið muni skipt­ast jafnt og dreifast víða. „Og þá liggur í hlut­ar­ins eðli að það gæti reynst snúið að mynda nýja rík­is­stjórn.“

Píratar eru stærstir - Stjórn­ar­flokk­arnir með undir 35 pró­sent

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings eru Píratar sem stendur stærsti flokkur lands­ins með 28,3 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur mælst stærstur nokkuð óslitið frá byrjun árs 2015. Nýtt stjórn­mála­afl, Við­reisn, hefur sótt tölu­vert fylgi á und­an­förnum vikum og mælist nú með 8,2 pró­sent. Þá hefur fylgi Vinstri grænna auk­ist umtals­vert í eft­ir­leik Wintris-­máls­ins og flokk­ur­inn mælist með 16,5 pró­sent fylgi. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, og ný fram­boð, hafa að jafn­aði verið að mæl­ast með 60-65 pró­senta sam­eig­in­legt fylgi um nokkuð langt skeið.

Auglýsing

Stjórn­ar­flokk­arnir tveir mæl­ast hins vegar báðir tölu­vert undir kjör­fylgi sínu. Um 24 pró­sent kjós­enda segj­ast fylgja Sjálf­stæð­is­flokknum og hefur fylgi við flokk­inn minnkað í und­an­förnum könn­unum eftir að hafa tekið kipp upp á við snemm­sum­ars. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk 24,4 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2013, mælist nú með tíu pró­sent fylgi og hefur verið á þeim slóðum ansi langi. Því er fylgi stjórn­ar­flokk­anna sam­tals ein­ungis 34 pró­sent, en þeir fengu 51,1 pró­sent í kosn­ing­unum 2013. Sú nið­ur­staða tryggði þeim 38 af 63 þing­mönn­um. 

Gæti skapað sér óvin­sældir á fyrstu metr­unum

Guðni Th. segir að hann geri sér grein fyrir því að hann gæti skapað sér óvin­sældir strax á fyrstu metrum for­seta­tíðar sinnar - Guðni Th. tekur við emb­ætt­inu í ágúst en þing­kosn­ingar eru fyr­ir­hug­aðar í októ­ber - ef hann veitir ekki stærsta flokknum stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð. „Ég geri mér líka grein fyrir því að ég þarf að læra. Allir for­setar hafa þurft tíma til að fóta sig, læra inn á emb­ættið og það gerir verkið kannski ekki auð­veld­ara að hefja leik­inn á því sem gæti reynst snúið stjórn­ar­mynd­un­ar­þref. En kannski fer það svo að flokk­arnir nái fljótt og örugg­lega að koma sér saman um ein­hvers konar rík­is­stjórn. Þannig að ég geng bjart­sýnn og glaður til þess leiks, geri mér grein fyrir því að það gæti reynt á mig, en á hinn bóg­inn gæti líka farið svo að ég verði að mestu leyti áhorf­and­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None