Innri endurskoðandi birtir niðurstöður vegna Panamaskjala og Júlíusar í ágúst

Búist er við niðurstöðum úttektar innri endurskoðanda borgarinnar vegna Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, í ágúst. Áliti vegna Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur var skilað í gær. Hún snýr nú aftur til starfa í borgarstjórn.

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftir fjórtán ára starf þegar nafn hans kom upp í Panamaskjölunum.
Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftir fjórtán ára starf þegar nafn hans kom upp í Panamaskjölunum.
Auglýsing

Innri end­ur­skoð­andi og reglu­vörður Reykja­vík­ur­borgar skila áliti um Júl­íus Vífil Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í ágúst. Hallur Sím­on­ar­son, innri end­ur­skoð­andi, og Gísli Hlíð­berg Guð­munds­son reglu­vörður skil­uðu áliti vegna Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dóttur til for­sætis­nefndar borg­ar­stjórnar í gær.

Ítar­leg úttekt vegna Panama­skjal­anna

Ástæða úttekt­ar­innar eru tengsl borg­ar­full­trú­anna við aflands­fé­lög, en nöfn þeirra beggja komu fram í Panama­skjöl­unum sem Kast­ljós og Reykja­vík Media fjöll­uðu um þann 3. apríl síð­ast­lið­inn. For­sætis­nefnd borg­ar­stjórnar fór fram á að farið yrði yfir það hvort þau höfðu fylgt settum reglum varð­and hags­muna­skrán­ingu.

Auglýsing

Júl­­íus Víf­ill  stofn­aði aflands­­fé­lag í Panama árið 2014. Það mál vatt tölu­vert upp á sig, en fyrst sagði Júl­­íus að um hefði verið að ræða fyr­ir­tæki utan um eft­ir­­launa­­sjóð sinn. Syst­k­ini hans stigu þó fram í kjöl­farið og sögðu að um væri að ræða líf­eyr­is­­sjóð for­eldra þeirra og sök­uðu hann um að fela hann fyrir þeim. Júl­­íus sak­aði syst­k­ini sín á móti um að hafa dregið að sér fé. 

Skráði ekki þrjú íslensk félög

Nið­ur­staða í máli Svein­bjargar Birnu er í meg­in­at­riðum sú að hún hafi ekki gerst brot­leg þegar hún skráði ekki tvö aflands­fé­lög sem hún tengd­ist, 7CALL­IN­VEST INC. og ICE 1 CORP INC., þar sem búið var að afskrá félög­in. Henni bar hins vegar að skrá tvö íslensk félög, Imm­oIce ehf og Lög­mönnum Hamra­borg 12, þar sem hún situr í stjórn beggja og er fram­kvæmda­stjóri Imm­oIce ehf. og stofn­andi Tailor Made Iceland ehf sem hét áður P10 ehf.

Hún skráði félögin þrjú sem fjár­hags­lega tengda aðila á árinu 2014 í sam­ræmi við ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipti þegar hún var skráð sem frum­inn­herji hjá Reykja­vík­ur­borg eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014. Skoð­unin leiddi í ljós að ekk­ert sem bendir til þess að Svein­björg Birna hafi gerst sek um inn­herja­svik.

Fór ekki á svig við lög

Meg­in­nið­ur­staðan er sú að Svein­björg fór ekki á svig við stjórn­sýslu­lög eða lög um verð­bréfa­við­skipti og leið­bein­ingar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar um. Hins vegar var ekki farið að ákvæðum reglna um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa og trún­að­ar­störfum utan borg­ar­stjórnar, varð­andi félögin sem hún á hlut í hér á landi.

Svein­björg sendi frá sér yfir­lýs­ingu í dag þar sem hún hugð­ist snúa aftur til starfa, en hún tók sér leyfi frá störfum á meðan úttektin stóð yfir. Júl­íus Víf­ill sagði hins vegar af sér og eins og áður segir er búist er við nið­ur­stöðum í máli hans í ágúst.

Nafn Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kom einnig fram í Panama­skjöl­un­um, en ekki þótti ástæða til að skoða hennar þátt frekar þar sem tölu­vert er síðan hún hætti sem borg­ar­full­trúi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None