Skiptir engu máli að forseti sé ekki í þjóðkirkjunni

7DM_1559_raw_1522.JPG
Auglýsing

Það er ekk­ert atriði að for­seti Íslands sé ekki í þjóð­kirkj­unni, segir verð­andi for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son. Það sé trú­frelsi á Íslandi sem sé varið í stjórn­ar­skrá. „For­seti á að geta staðið utan trú­fé­laga kjósi hann það. Hann á að geta verið í hvaða trú­fé­lagi sem er. Ég mun rækja mínar skyldur gagn­vart kirkj­unni eins og vera ber þrátt fyrir að ég standi utan trú­fé­laga, og er þar mjög sáttur við guð og menn,“ sagði Guðni í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Hann var þar spurður um ummæli bisk­ups Íslands, Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, um að það væri affara­sæl­ast að for­seti Íslands væri í þjóð­kirkj­unni, ekki síst þar sem for­set­inn eigi að vera vernd­ari kirkj­unn­ar. 

Guðni sagði fara vel á með honum og Agn­esi og hann ótt­ist ekk­ert í þessum efn­um. Það trufli hann heldur ekki neitt að þjóð­kirkj­unni þætti affara­sæl­ast að for­set­inn væri í kirkj­unni. „Eitt orð er affara­sælast, annað er nauð­syn­leg­t,“ sagði Guðn­i. 

Auglýsing

Hafði ekki ímynd­un­ar­afl í þorska­stríðsum­ræð­una

Guðni ræddi einnig um kosn­inga­bar­átt­una sem er nýlok­ið. Hann segir það hafa hrein­lega sést á honum hvað hann hafi verið orð­inn þreyttur undir lok bar­átt­unn­ar. Hann hafi líka flaskað á því að halda í það að vera hann sjálf­ur, og hafi aðeins farið í annan ham. „Ég hætti að vera ég sjálf­ur,“ sagði hann og að hann hafi frekar farið að hugsa um hvað hann ætti að segja heldur en að segja það sem honum bjó í brjósti. Nú þyrfti hann að fá tíma til að setja sig inn í emb­ættið og finna sig í því að feta veg­inn á milli þess að „virða ramma emb­ætt­is­ins og mitt tak­mark og skyldu að vera þetta sam­ein­ing­arafl, en um leið samt ekki ganga inn í ein­hvern annan ham. Þetta er vand­ratað.“ 

Þá sagði Guðni að hann hefði verið búinn undir það að ýmis­legt, þar á meðal störf hans, yrði dregið inn í kosn­inga­bar­átt­una, en það hafi komið honum „inni­lega á óvart“ að þorska­stríðin hafi verið þar á með­al. „Ég hafði bara ekki ímynd­un­ar­afl til að halda að þorska­stríðin yrðu um skeið mál mál­anna í for­seta­kosn­ing­unum 2016.“ Honum hafi stundum þótt gengið full­langt í því að bein­línis snúa út úr og slíta úr sam­hengi. Hann sagði „suma fjöl­miðla“ hafa gert það, en þegar Helgi Seljan þátta­stjórn­andi nefndi Morg­un­blaðið sér­stak­lega þá sam­sinnti Guðni því. 

Umræðan um fávísan lýð og sveita­fólk kom úr fyr­ir­lestri sem hann hélt í Háskól­anum á Bif­röst, þar sem hann vitn­aði í nem­anda sinn. Guðni sagði sér hafa fund­ist lélegt hvernig haldið var á því máli. Hann tók samt fram að honum hafi þótt virð­ing­ar­vert hvernig Davíð Odds­son, for­seta­fram­bjóð­andi og rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, hafi brugð­ist við úrslit­un­um. 

Guðni sagð­ist nefni­lega halda að þessar kosn­ingar og kosn­inga­bar­átta hafi leitt það í ljós, og beindi orðum sínum til þeirra sem hyggi á kosn­inga­bar­áttu í alþing­is­kosn­ingum í haust, að nei­kvæð bar­átta skili frekar litlu. „Haldið ykkur frekar við það að benda á ykkar eigin sjón­ar­mið og stefnu­mál og þá mun ykkur vel farn­ast.“ 

Umræða um breyt­ingar á for­seta­skrif­stofu væg­ast sagt skrýtin

Ýjað hefur verið að því, meðal ann­ars í Orð­inu á göt­unni á Eyj­unni, að Guðni gæti tekið kosn­inga­stjór­ann Frið­jón Frið­jóns­son með sér til for­seta­emb­ætt­is­ins, þá mögu­lega sem for­seta­rit­ara. Guðni sagði ekk­ert til í neinum svona vanga­velt­um. Honum hafi þótt þessi frétt, eða umræða, „dá­lítið skrýt­in, væg­ast sag­t.“ 

„Það er ein­vala lið á skrif­stofu for­seta Íslands. Ég gæti ekki hugsað mér metri menn en vinna þarna. Þeir eru hoknir af reynslu, vin­gjarn­leg­ir, við­ræðu­góð­ir, fúsir til aðstoð­ar,“ sagði Guðni meðal ann­ar­s. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None