Landsliðið bauð dreng sem svikinn var um miða að hitta sig í gærkvöldi

Íslenska landsliðið hyllir áhorfendur sína eftir að hafa lokið keppni á EM. Margir sem keyptu miða af íslenskum þriðja aðila komust ekki á leikinn og þeir sem gerðu það horfðu flestir á þessi fagnaðarlæti frá hinum enda stúkunnar.
Íslenska landsliðið hyllir áhorfendur sína eftir að hafa lokið keppni á EM. Margir sem keyptu miða af íslenskum þriðja aðila komust ekki á leikinn og þeir sem gerðu það horfðu flestir á þessi fagnaðarlæti frá hinum enda stúkunnar.
Auglýsing

Níu ára dreng­ur, sem ætl­aði að sjá leik Íslands og Frakk­lands á EM í París á sunnu­dag með föður sín­um, fékk ekki mið­anna sem greitt hafði verið fyrir og komst þar af leið­andi ekki inn á völl­inn. Vinur föður hans fannst fara ósann­gjarnt að börn væru svikin með þessum hætti og setti í sam­band við Hannes Þór Hall­dórs­son, lands­liðs­mark­mann, með það í huga að gera eitt­hvað fyrir dreng­inn. Úr varð að hann kom og hitti lands­liðs­menn­ina þar sem þeir snæddu með eig­in­konum sínum og kærustum eftir heim­kom­una í gær og fékk hann auk þess árit­aðan bolta. 

Faðir drengs­ins setti inn stöðu­upp­færslu á Face­book-­svæði sem kall­ast „Ferða­grúbba fyrir EM 2016“ á sunnu­dags­kvöld þar sem hann lýsti reynslu feðganna. Þar sagði hann að kvöld­ið, sem hefði átt að vera ynd­is­leg stund með níu ára drengnum hans, hefði breyst í martröð þar sem þeir hefðu ekki fengið mið­ana sem þeir hefði verið lofað og búið var að greiða fyr­ir. Ástæðan var sú að Björn Stein­bekk, sem hafði selt feðg­unum og fjöl­mörgum öðrum miða langt yfir opin­beru sölu­verði knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA), gat ekki afhent þá þegar á hólm­inn kom. 

Óskar Páll Elfars­son, vinur föður drengs­ins, setti síðan inn stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem hann greindi frá því að honum hefði þótt „hrika­lega ósann­gjarnt að svíkja börn svona illa.“ Á Vísi kemur fram að hann hafi í kjöl­farið sent skila­boð á Hannes Þór Hall­dórs­son og úr hafi orðið að drengnum var boðið að koma og hitta lands­liðs­hetj­urnar í gær­kvöldi þar sem hluti liðs­ins árit­aði einnig bolta og færði honum að gjöf. Óskar

Auglýsing

Mið­arnir komu ekki frá UEFA

Athafna­mað­ur­inn Björn Stein­bekk seldi á fjórða hund­ruð Íslend­ingum miða á leik íslenska liðs­ins gegn Frakk­landi á sunnu­dag. Mjög illa gekk að afhenda mið­anna þegar komið var til Par­ísar og á end­anum fengu nokkrir tugir Íslend­ing­ar, meðal ann­ars nokkur börn, ekki miða þrátt fyrir að hafa verið búnir að borga fyrir þá hátt verð. Margir þeirra sem fengu miða hjá Birni voru mjög ósáttir með þá þar sem að mið­arnir voru ekki á þeim svæðum vall­ar­ins sem lofað hafði verið heldur sat fólk sem ferð­að­ist saman á víð og dreif um stúk­una Frakk­lands­meg­in. 

Björn hélt því fram við RÚV í gær að hann hafi verið blekktur af starfs­manna miða­sölu UEFA sem hafi lofað honum 400 miðum til sölu. Hann sendi tölvu­póst sem honum hafði borist á frétta­stofu RÚV til að und­ir­byggja mál sitt. Tölvu­póst­ur­inn er und­ir­rit­aður af „Nicole“. Þegar íslenskir fjöl­miðlar höfðu sam­band við UEFA fékkst þar stað­fest að engin Nicole starfi fyrir miða­sölu sam­bands­ins og að mið­arnir sem Björn seldi hafi ekki komið frá því. 

Í Morg­un­blað­inu í dag kemur fram að Björn ætli sér að end­ur­greiða þeim sem telja sig eiga kröfu til hans og að hann hafi tekið frá upp­hæð til þess. 

Í fjölda­pósti sem Björn sendi frá sér til þeirra sem voru sviknir um miða seg­ir: „Vil byrja á að biðj­ast afsök­unar á hvernig fyrir málum er kom­ið. Hins­vegar veit ég að það skiptir litlu hvað ég segi heldur miklu frekar að gripið sé til aðgerða og ábyrgð sýnd í verki. Forum Lög­menn hafa tekið að sér að ann­ast öll sam­skipti varð­andi kröfur vegna end­ur­greiðslu á mið­um. Á sama tíma hefur Forum lög­menn tekið við, til varð­veislu, á meðan þetta mál verður leyst, fjár­hæð sem ég tel að sam­svari þeim miða­fjölda sem ekki fékkst afhent­ur.“

Á meðal þeirra sem keyptu miða af Birni voru með­limir í Tólf­unni, stuðn­ings­manna­sveit íslenska lands­liðs­ins, sem höfðu ferð­ast til Frakk­lands með styrkjum frá íslenskum fyr­ir­tækjum til að taka þátt í að stýra stuðn­ingi við íslenska lands­lið­ið. Í Morg­un­blað­inu segir að nokkrir þeirra hafi ekki náð að sjá leik­inn og aðrir sátu annað hvort einir eða langt frá íslensku stuðn­ings­mönn­un­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None