Landsliðið bauð dreng sem svikinn var um miða að hitta sig í gærkvöldi

Íslenska landsliðið hyllir áhorfendur sína eftir að hafa lokið keppni á EM. Margir sem keyptu miða af íslenskum þriðja aðila komust ekki á leikinn og þeir sem gerðu það horfðu flestir á þessi fagnaðarlæti frá hinum enda stúkunnar.
Íslenska landsliðið hyllir áhorfendur sína eftir að hafa lokið keppni á EM. Margir sem keyptu miða af íslenskum þriðja aðila komust ekki á leikinn og þeir sem gerðu það horfðu flestir á þessi fagnaðarlæti frá hinum enda stúkunnar.
Auglýsing

Níu ára dreng­ur, sem ætl­aði að sjá leik Íslands og Frakk­lands á EM í París á sunnu­dag með föður sín­um, fékk ekki mið­anna sem greitt hafði verið fyrir og komst þar af leið­andi ekki inn á völl­inn. Vinur föður hans fannst fara ósann­gjarnt að börn væru svikin með þessum hætti og setti í sam­band við Hannes Þór Hall­dórs­son, lands­liðs­mark­mann, með það í huga að gera eitt­hvað fyrir dreng­inn. Úr varð að hann kom og hitti lands­liðs­menn­ina þar sem þeir snæddu með eig­in­konum sínum og kærustum eftir heim­kom­una í gær og fékk hann auk þess árit­aðan bolta. 

Faðir drengs­ins setti inn stöðu­upp­færslu á Face­book-­svæði sem kall­ast „Ferða­grúbba fyrir EM 2016“ á sunnu­dags­kvöld þar sem hann lýsti reynslu feðganna. Þar sagði hann að kvöld­ið, sem hefði átt að vera ynd­is­leg stund með níu ára drengnum hans, hefði breyst í martröð þar sem þeir hefðu ekki fengið mið­ana sem þeir hefði verið lofað og búið var að greiða fyr­ir. Ástæðan var sú að Björn Stein­bekk, sem hafði selt feðg­unum og fjöl­mörgum öðrum miða langt yfir opin­beru sölu­verði knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu (UEFA), gat ekki afhent þá þegar á hólm­inn kom. 

Óskar Páll Elfars­son, vinur föður drengs­ins, setti síðan inn stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem hann greindi frá því að honum hefði þótt „hrika­lega ósann­gjarnt að svíkja börn svona illa.“ Á Vísi kemur fram að hann hafi í kjöl­farið sent skila­boð á Hannes Þór Hall­dórs­son og úr hafi orðið að drengnum var boðið að koma og hitta lands­liðs­hetj­urnar í gær­kvöldi þar sem hluti liðs­ins árit­aði einnig bolta og færði honum að gjöf. Óskar

Auglýsing

Mið­arnir komu ekki frá UEFA

Athafna­mað­ur­inn Björn Stein­bekk seldi á fjórða hund­ruð Íslend­ingum miða á leik íslenska liðs­ins gegn Frakk­landi á sunnu­dag. Mjög illa gekk að afhenda mið­anna þegar komið var til Par­ísar og á end­anum fengu nokkrir tugir Íslend­ing­ar, meðal ann­ars nokkur börn, ekki miða þrátt fyrir að hafa verið búnir að borga fyrir þá hátt verð. Margir þeirra sem fengu miða hjá Birni voru mjög ósáttir með þá þar sem að mið­arnir voru ekki á þeim svæðum vall­ar­ins sem lofað hafði verið heldur sat fólk sem ferð­að­ist saman á víð og dreif um stúk­una Frakk­lands­meg­in. 

Björn hélt því fram við RÚV í gær að hann hafi verið blekktur af starfs­manna miða­sölu UEFA sem hafi lofað honum 400 miðum til sölu. Hann sendi tölvu­póst sem honum hafði borist á frétta­stofu RÚV til að und­ir­byggja mál sitt. Tölvu­póst­ur­inn er und­ir­rit­aður af „Nicole“. Þegar íslenskir fjöl­miðlar höfðu sam­band við UEFA fékkst þar stað­fest að engin Nicole starfi fyrir miða­sölu sam­bands­ins og að mið­arnir sem Björn seldi hafi ekki komið frá því. 

Í Morg­un­blað­inu í dag kemur fram að Björn ætli sér að end­ur­greiða þeim sem telja sig eiga kröfu til hans og að hann hafi tekið frá upp­hæð til þess. 

Í fjölda­pósti sem Björn sendi frá sér til þeirra sem voru sviknir um miða seg­ir: „Vil byrja á að biðj­ast afsök­unar á hvernig fyrir málum er kom­ið. Hins­vegar veit ég að það skiptir litlu hvað ég segi heldur miklu frekar að gripið sé til aðgerða og ábyrgð sýnd í verki. Forum Lög­menn hafa tekið að sér að ann­ast öll sam­skipti varð­andi kröfur vegna end­ur­greiðslu á mið­um. Á sama tíma hefur Forum lög­menn tekið við, til varð­veislu, á meðan þetta mál verður leyst, fjár­hæð sem ég tel að sam­svari þeim miða­fjölda sem ekki fékkst afhent­ur.“

Á meðal þeirra sem keyptu miða af Birni voru með­limir í Tólf­unni, stuðn­ings­manna­sveit íslenska lands­liðs­ins, sem höfðu ferð­ast til Frakk­lands með styrkjum frá íslenskum fyr­ir­tækjum til að taka þátt í að stýra stuðn­ingi við íslenska lands­lið­ið. Í Morg­un­blað­inu segir að nokkrir þeirra hafi ekki náð að sjá leik­inn og aðrir sátu annað hvort einir eða langt frá íslensku stuðn­ings­mönn­un­um. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None