Tveir vinstriflokkar ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum

Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Formenn eru bjartsýnir á komandi kosningar. Alls ætla 11 framboð að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Auglýsing

Nokkur ný fram­boð ætla að bjóða fram í öllum kjör­dæmum í næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Meðal þeirra eru Flokkur fólks­ins og Alþýðu­fylk­ing­in. Sú síð­ar­nefnda er reyndar ekki að bjóða fram í fyrsta sinn, en í síð­ustu kosn­ingum árið 2013 bauð flokk­ur­inn fram í Reykja­vík og hlaut 0,1 pró­sent atkvæða. 

„Ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg“

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir vinn­una vera að fara vel af stað. Fyrsti opni kynn­ing­ar­fund­ur­inn var hald­inn 1. júlí og nú sé sú vinna framundan að full­gera stefn­urnar og úrlausn­irn­ar. 

„Þetta er eini, sanni vel­ferð­ar­flokk­ur­inn sem er í boði í dag,“ segir Inga og bætir við að eng­inn annar flokkur boði alvöru vel­ferð­ar­sam­fé­lag. „Ekki einu sinni þessi upp­gjaf­ar-­Sam­fylk­ing sem ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg.“

Auglýsing

Inga segir Flokk fólks­ins ætla að koma í veg fyrir að nokk­urt barn verði svangt á Ísland­i. 

„Við erum að fá alveg ofboðs­lega góðar und­ir­tektir og fal­legar mót­tök­ur. Ég geri ekki annað en að búa til flokks­skír­teini og senda út á land og út um allt,“ segir hún. Raðað verður á lista í öllum kjör­dæm­um, en Inga furðar sig á því að engin tíma­setn­ing sé komin fyrir kosn­ing­arn­ar. 

„Það er frekar dap­urt,“ segir hún. „Við trúum því að þeir háu herr­ar, fjár­mála­ráð­herra og nýi for­sæt­is­ráð­herrann, standi við orð sín og það verði kosið í haust. Það verður skemmti­leg til­breyt­ing.“ 

Fjöldi sem kjósi VG af praktískum ástæðum

Alþýðu­fylk­ingin ætlar sér einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. Þor­valdur Þor­valds­son, for­maður flokks­ins, segir vinn­unni miða ágæt­lega. Upp­still­ing á lista sé komin vel áleiðis í flestum kjör­dæmum og von­ast sé til að birta lista upp úr næstu mán­að­ar­mót­u­m. 

Eins og áður segir hlaut Alþýðu­fylk­ingin ein­ungis 0,1 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Þor­valdur segir ýmis­legt öðru­vísi nú. 

„Smám saman sýnum við fram á að við erum ekki einnota fram­boð eins og sum önnur reyn­ast vera. Okkar til­vera byggir ekki á því að við viljum endi­lega inn á þing, heldur á  heil­steyptri stefnu­skrá sem við tökum alvar­lega,“ segir hann. „Við vitum um mik­inn fjölda innan VG sem segir að það sé meira sam­mála okkur heldur en sínum flokki, en kjósi VG frekar af praktískum ástæð­u­m.“ 

Alþýðu­fylk­ingin gengur út frá því að auk­inn ójöfn­uður og aukin fátækt stafi af mark­aðs­hyggju, mark­aðsvæð­ingu og kap­ít­al­ism­anum sem slík­um, að sögn Þor­vald­ar. „Ekki af sið­ferð­is­legum ástæðum eða vegna þess að það hafi óvart valist slæmir menn í for­yst­u,“ segir hann. „Við ætlum að taka vopnin af auð­vald­inu og segja skilið við hagn­að­ar­drifið fjár­mála­kerfi sem rænir hund­ruð millj­arða út úr hag­kerf­inu á ári. Við viljum nota þá í þágu fólks­ins.“ 

Ell­efu flokkar í fram­boði

Eins og staðan er í dag ætla alls ell­efu flokkar að bjóða fram fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Fyrir utan sitj­andi flokka, Alþýðu­fylk­ing­una og Flokk fólks­ins, ætla stjórn­mála­flokk­arnir Dögun, Íslenska þjóð­fylk­ingin og Við­reisn einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None