Tveir vinstriflokkar ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum

Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Formenn eru bjartsýnir á komandi kosningar. Alls ætla 11 framboð að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Auglýsing

Nokkur ný fram­boð ætla að bjóða fram í öllum kjör­dæmum í næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Meðal þeirra eru Flokkur fólks­ins og Alþýðu­fylk­ing­in. Sú síð­ar­nefnda er reyndar ekki að bjóða fram í fyrsta sinn, en í síð­ustu kosn­ingum árið 2013 bauð flokk­ur­inn fram í Reykja­vík og hlaut 0,1 pró­sent atkvæða. 

„Ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg“

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir vinn­una vera að fara vel af stað. Fyrsti opni kynn­ing­ar­fund­ur­inn var hald­inn 1. júlí og nú sé sú vinna framundan að full­gera stefn­urnar og úrlausn­irn­ar. 

„Þetta er eini, sanni vel­ferð­ar­flokk­ur­inn sem er í boði í dag,“ segir Inga og bætir við að eng­inn annar flokkur boði alvöru vel­ferð­ar­sam­fé­lag. „Ekki einu sinni þessi upp­gjaf­ar-­Sam­fylk­ing sem ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg.“

Auglýsing

Inga segir Flokk fólks­ins ætla að koma í veg fyrir að nokk­urt barn verði svangt á Ísland­i. 

„Við erum að fá alveg ofboðs­lega góðar und­ir­tektir og fal­legar mót­tök­ur. Ég geri ekki annað en að búa til flokks­skír­teini og senda út á land og út um allt,“ segir hún. Raðað verður á lista í öllum kjör­dæm­um, en Inga furðar sig á því að engin tíma­setn­ing sé komin fyrir kosn­ing­arn­ar. 

„Það er frekar dap­urt,“ segir hún. „Við trúum því að þeir háu herr­ar, fjár­mála­ráð­herra og nýi for­sæt­is­ráð­herrann, standi við orð sín og það verði kosið í haust. Það verður skemmti­leg til­breyt­ing.“ 

Fjöldi sem kjósi VG af praktískum ástæðum

Alþýðu­fylk­ingin ætlar sér einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. Þor­valdur Þor­valds­son, for­maður flokks­ins, segir vinn­unni miða ágæt­lega. Upp­still­ing á lista sé komin vel áleiðis í flestum kjör­dæmum og von­ast sé til að birta lista upp úr næstu mán­að­ar­mót­u­m. 

Eins og áður segir hlaut Alþýðu­fylk­ingin ein­ungis 0,1 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Þor­valdur segir ýmis­legt öðru­vísi nú. 

„Smám saman sýnum við fram á að við erum ekki einnota fram­boð eins og sum önnur reyn­ast vera. Okkar til­vera byggir ekki á því að við viljum endi­lega inn á þing, heldur á  heil­steyptri stefnu­skrá sem við tökum alvar­lega,“ segir hann. „Við vitum um mik­inn fjölda innan VG sem segir að það sé meira sam­mála okkur heldur en sínum flokki, en kjósi VG frekar af praktískum ástæð­u­m.“ 

Alþýðu­fylk­ingin gengur út frá því að auk­inn ójöfn­uður og aukin fátækt stafi af mark­aðs­hyggju, mark­aðsvæð­ingu og kap­ít­al­ism­anum sem slík­um, að sögn Þor­vald­ar. „Ekki af sið­ferð­is­legum ástæðum eða vegna þess að það hafi óvart valist slæmir menn í for­yst­u,“ segir hann. „Við ætlum að taka vopnin af auð­vald­inu og segja skilið við hagn­að­ar­drifið fjár­mála­kerfi sem rænir hund­ruð millj­arða út úr hag­kerf­inu á ári. Við viljum nota þá í þágu fólks­ins.“ 

Ell­efu flokkar í fram­boði

Eins og staðan er í dag ætla alls ell­efu flokkar að bjóða fram fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Fyrir utan sitj­andi flokka, Alþýðu­fylk­ing­una og Flokk fólks­ins, ætla stjórn­mála­flokk­arnir Dögun, Íslenska þjóð­fylk­ingin og Við­reisn einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None