Tveir vinstriflokkar ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum

Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Formenn eru bjartsýnir á komandi kosningar. Alls ætla 11 framboð að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, eru bæði bjartsýn á að flokkar þeirra njóti brautargengi í komandi kosningum.
Auglýsing

Nokkur ný fram­boð ætla að bjóða fram í öllum kjör­dæmum í næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Meðal þeirra eru Flokkur fólks­ins og Alþýðu­fylk­ing­in. Sú síð­ar­nefnda er reyndar ekki að bjóða fram í fyrsta sinn, en í síð­ustu kosn­ingum árið 2013 bauð flokk­ur­inn fram í Reykja­vík og hlaut 0,1 pró­sent atkvæða. 

„Ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg“

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir vinn­una vera að fara vel af stað. Fyrsti opni kynn­ing­ar­fund­ur­inn var hald­inn 1. júlí og nú sé sú vinna framundan að full­gera stefn­urnar og úrlausn­irn­ar. 

„Þetta er eini, sanni vel­ferð­ar­flokk­ur­inn sem er í boði í dag,“ segir Inga og bætir við að eng­inn annar flokkur boði alvöru vel­ferð­ar­sam­fé­lag. „Ekki einu sinni þessi upp­gjaf­ar-­Sam­fylk­ing sem ætl­aði að reisa skjald­borg en reisti bara gjald­borg.“

Auglýsing

Inga segir Flokk fólks­ins ætla að koma í veg fyrir að nokk­urt barn verði svangt á Ísland­i. 

„Við erum að fá alveg ofboðs­lega góðar und­ir­tektir og fal­legar mót­tök­ur. Ég geri ekki annað en að búa til flokks­skír­teini og senda út á land og út um allt,“ segir hún. Raðað verður á lista í öllum kjör­dæm­um, en Inga furðar sig á því að engin tíma­setn­ing sé komin fyrir kosn­ing­arn­ar. 

„Það er frekar dap­urt,“ segir hún. „Við trúum því að þeir háu herr­ar, fjár­mála­ráð­herra og nýi for­sæt­is­ráð­herrann, standi við orð sín og það verði kosið í haust. Það verður skemmti­leg til­breyt­ing.“ 

Fjöldi sem kjósi VG af praktískum ástæðum

Alþýðu­fylk­ingin ætlar sér einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. Þor­valdur Þor­valds­son, for­maður flokks­ins, segir vinn­unni miða ágæt­lega. Upp­still­ing á lista sé komin vel áleiðis í flestum kjör­dæmum og von­ast sé til að birta lista upp úr næstu mán­að­ar­mót­u­m. 

Eins og áður segir hlaut Alþýðu­fylk­ingin ein­ungis 0,1 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um. Þor­valdur segir ýmis­legt öðru­vísi nú. 

„Smám saman sýnum við fram á að við erum ekki einnota fram­boð eins og sum önnur reyn­ast vera. Okkar til­vera byggir ekki á því að við viljum endi­lega inn á þing, heldur á  heil­steyptri stefnu­skrá sem við tökum alvar­lega,“ segir hann. „Við vitum um mik­inn fjölda innan VG sem segir að það sé meira sam­mála okkur heldur en sínum flokki, en kjósi VG frekar af praktískum ástæð­u­m.“ 

Alþýðu­fylk­ingin gengur út frá því að auk­inn ójöfn­uður og aukin fátækt stafi af mark­aðs­hyggju, mark­aðsvæð­ingu og kap­ít­al­ism­anum sem slík­um, að sögn Þor­vald­ar. „Ekki af sið­ferð­is­legum ástæðum eða vegna þess að það hafi óvart valist slæmir menn í for­yst­u,“ segir hann. „Við ætlum að taka vopnin af auð­vald­inu og segja skilið við hagn­að­ar­drifið fjár­mála­kerfi sem rænir hund­ruð millj­arða út úr hag­kerf­inu á ári. Við viljum nota þá í þágu fólks­ins.“ 

Ell­efu flokkar í fram­boði

Eins og staðan er í dag ætla alls ell­efu flokkar að bjóða fram fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Fyrir utan sitj­andi flokka, Alþýðu­fylk­ing­una og Flokk fólks­ins, ætla stjórn­mála­flokk­arnir Dögun, Íslenska þjóð­fylk­ingin og Við­reisn einnig að bjóða fram í öllum kjör­dæm­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None