Ólafur K. Ólafsson rannsakar kærur gegn Öldu Hrönn

Ólafur K. Ólafsson sýslumaður á Vesturlandi mun rannsaka tvær kærur gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, aðallögfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur starfað með yfirmanni Öldu, lögreglustjóranum Sigríði Björk Guðjónsdóttur

innanríkisráðuneytið
Auglýsing

Innanríkisráðuneytið hefur skipað Ólaf K. Ólafsson, sýslumann á Vesturlandi, til að fara með rannsókn á tveimur kærum gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, aðallögfræðingi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir innanríkisráðuneytið við Kjarnann. 

Tveir menn, sem voru til rannsóknar í LÖKE-málinu svokallaða, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot í starfi. Annar mannanna, Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður, var handtekinn og ákærður fyrir að fletta upp nöfnum 45 kvenna í málaskrá lögreglu í heimildarleysi og deila persónuupplýsingum þaðan með vinum sínum. Stærsti ákæruliðurinn var síðar felldur niður, en Gunnar var í Hæstarétti dæmdur fyrir að deila upplýsingum með þriðja aðila, en honum var ekki gerð refsing. Það voru upplýsingar um 13 ára dreng sem hann hafði haft afskipti af í starfi. 

Bæði embætti héraðssaksóknara og ríkissaksóknara lýstu sig vanhæf til meðferðar kæranna á hendur Öldu. Ráðherra þurfti því að setja annan löghæfan mann til að fara með málið, en það varð ljóst í apríl síðastliðnum. Nú hefur verið ákveðið að sá maður verði Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi. 

Auglýsing

Ólafur er sem fyrr segir sýslumaður á Vesturlandi. Hann og yfirmaður og náinn samstarfsmaður Öldu Hrannar, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, þekkjast og hafa unnið saman. Þau sátu til að mynda saman í starfshópi sem endurskoðaði lögreglunám í landinu og þau sátu í mörg ár saman í stjórn Lögreglustjórafélags Íslands. Ólafur var forveri Sigríðar Bjarkar í lögreglustjórastarfi á Suðurnesjum, en hann var settur í það embætti tímabundið árið 2008 áður en Sigríður Björk var ráðin þangað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None