Tyrkneski herinn er sagður í fréttum erlendra fjölmiðla, þar á meðal breska ríkisútvarpsins BBC, hafa tekið völdin víða í Tyrklandi. Þetta kom einnig fram í stuttri tilkynningu frá hernum á tyrknesku fréttastöðinni NTV.
Yfirvöld segja að þetta sé „ólögleg aðgerð“ og það þeir sem beri ábyrgð á henni fá þyngstu refsingu fyrir. Herinn hefur ítrekað í yfirlýsingum, að hann hafi steypt Recep Tayyip Erdogan forseta landsins af stóli, og fari nú með völdin.
Fréttir hafa borist af því í kvöld að herþotum hafi verið flogið í lágflugi yfir borginni. Ataturk-flugvöllurinn í Istanbúl hefur verið hertekinn og samgönguæðum í borginni hefur verið lokið af hernum. Lýst hefur verið yfir útgöngubanni, og lögregluþjónar verið handteknir.
Þá sjást skriðdrekar á götum úti, og meðal annars í nálægt við opinberar byggingar í Istanbúl.
Erdogan forseti ræddi við sjónvarpsstöð í Tyrklandi nú í kvöld, en hann er í sumarfríi við Svartahafið. Hann notaði forritið Facetime til þess að ræða við fjölmiðilinn, eins og sjá má hér að neðan. Hann hvatti Tyrki til þess að fara út á götur og sýna ríkisstjórninni stuðning. Ekkert vald væri eins sterkt og vald fólksins.