Síminn hefur ekki keypt ljósvakamiðla 365 og viðræður standa ekki yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.
Tilkynningin var send út í tilefni af fullyrðingum á vef Eiríks Jónssonar. Þar sagði hann að samkvæmt áreiðanlegum heimildum hans hefði Síminn keypt ljósvakahluta 365, það er Stöð 2, Bylgjuna og aðrar sjónvarps- og útvarpsstöðvar.
Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé skráð félag á hlutabréfamarkaði með upplýsingastefnu í samræmi við þá stöðu sína. „Fyrirtækið tjáir sig því ekki um getgátur og orðróm. Vegna fullyrðinga á opinberum vettvangi í dag viljum við hins vegar taka fram að Síminn hefur ekki keypt ljósvakamiðla 365. Viðræður standa ekki yfir.“
Auglýsing