Í dag, 10. ágúst 2016, voru atkvæði talin um kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands annar vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hins vegar, sem undirritaður var þann 24. júní síðastliðinn.
Samningurinn var felldur, en 66,4 prósent sögðu nei í atkvæðagreiðslu. Um þriðjungur samþykkti samninginn en auðir seðlar og ógildir voru tveir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands.
Á kjörskrá voru 1739 sjómenn og af þeim kusu 670 eða 38,5% þeirra sem voru á kjörskrá.
Auglýsing