Poppstjarnan, sendiherrann og skartgripahönnuðurinn frá Úsbekistan

Gulnara Karimova
Auglýsing

Guln­ara Karimova er engin venju­leg athafna­kona. Þessi 44 ára þús­und­þjala­smiður lauk dokt­ors­prófi árið 2001 en ári áður kláraði hún meist­ara­nám í Harvard. Sex árum síðar varð hún­ að­stoð­arutan­rík­is­ráð­herra Ús­bekistan, fasta­full­trúi lands­ins hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum og seinna sendi­herra á Spáni. Sú stað­reynd að faðir hennar var for­seti Úsbekistan hafði vafa­laust áhrif á það að hún hlaut jafn skjótan frama og raun ber vitni.

En nú er haf­inn darrað­ar­dans í Tash­kent, höf­uð­borg Úsbekistan, vegna þess að pabbi henn­ar Gulnöru er dáinn. Islam Karimov var ein­ræð­is­herra í tæpa þrjá ára­tugi eða allt frá því fyrir stofnun sjálf­stæðs ríkis Úsbeka í kjöl­far falls Sov­ét­ríkj­anna. Úsbekistan er fjöl­menn­asta ríki mið Asíu með um 30 millj­ónir íbúa. Lega þess er hern­að­ar­lega mik­il­væg. Birgða­stöðvar Banda­ríkja­hers eru í land­inu og voru þær nýttar í stríð­inu í Afganist­an. Stjórnin í Tash­kent er harð­hent og upp­lýs­inga­gjöf ógagn­sæ. Leyni­þjón­ustan og valda­klíkur í höf­uð­borg­inni fara með mikil völd. Þegar þegnar mót­mæla rík­is­stjórn­inni er brugð­ist hart við og hafa and­stæð­ingar stjórn­valda verið soðnir lif­andi

Guln­ara var áður álitin krón­prinsessa Úsbekistan og hugs­an­legur arf­taki föður síns. En ljóst er að lík­urnar á for­seta­emb­ætti í föð­ur­arf eru afar litlar nú þar sem hún hefur verið í stofu­fang­elsi ásamt dóttur sinni síðan 2014. Hópur sænskra rann­sókn­ar­blaða­manna komst að því að sænsk-finnska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­ið Telia Sonera hefði borgað um 400 milj­ónir dala í mútu­greiðslur til aðila tengd­um Gulnöru. Málið er enn þann dag í dag stærsta mútu­mál í sögu Norð­ur­landa. 

Auglýsing

Islam Karimov var einræðisherra í Úsbekistan í tæpa þrjá áratugi. Mynd: EPA.Það mál var eitt margra spill­ing­ar­mála sem rakin hafa verið til henn­ar. Verstu til­fellin voru á fjar­skipta­mark­aði Úsbekistan en hún kúg­aði erlenda fjár­festa sem vildu þar inn um stjarn­fræði­lega háar upp­hæð­ir. Einnig á hún að hafa lekið upp­lýs­ingum sem komu illa við æðstu ­stjórn­ar­menn lands­ins. Eftir ótrú­legan feril settu þeir hana á bak við lás og slá. Hann fékk heila­blóð­fall nýverið eftir að hafa skálað við úsbeska Ólymp­íu­fara í vodka eftir að þeir síð­ar­nefndu komu heim frá Ríó.

Shavkat Mirzi­yoyev for­sæt­is­ráð­herra hefur verið skip­aður starf­andi for­set­i. Hann er þekktur fyrir að nota hnef­ana frekar en heil­ann til að ná sínum málum fram. Hann er sagður vera nátengdur áhrifa­miklum rúss­neskum millj­arða­mær­ing­um. Enn fremur er hann æðsti yfir­maður land­bún­að­ar­geirans í land­in­u, þ.á.m. hins mik­il­væga bómull­ar­týnslu­geira þar sem ásak­anir um almenna þrælkun og barna­þrælkun hafa komið fram. 

Lík­legt er að yfir­mað­ur SNB leyni­þjón­ust­unn­ar í land­in­u, Rustam Inoyatov, hafi gefið grænt ljós á arf­tak­ann. Leynilög­reglu­for­ing­inn á víst nægi­lega vand­ræða­legar upp­lýs­ingar um flesta hátt setta stjórn­mála­menn í land­inu til að geta haft áhrif á þá. Rustam leiddi hand­tök­una á Gulnöru Karimovu for­seta­dóttur og nokk­urra banda­manna henn­ar. Hand­takan hefði aldrei átt sér stað nema með sam­þykki fyrr­ver­andi for­seta og föður henn­ar. 

Eftir að hún lenti í stofu­fang­elsi tókst henni að leka hand­skrif­uð­u­m bréfum til BBC. Þar kom meðal ann­ars fram að unnusti hennar hafi verið dreg­inn á hár­inu með bundið fyrir augun á meðan hand­tök­unni stóð. Í bréf­unum segir hún einnig frá því hvernig hún hafi áttað sig á bágri aðstöðu sam­borg­ara sinna á meðan fang­els­is­vist­inni stóð. En slíkar upp­götv­anir munu varla að vekja ­með­aumkun hjá nein­um. 

Úr jarðaför Islam Karimov. Mynd: EPAGuln­ara var mikil félags­vera. Banda­ríska sendi­ráðið lýsti henni sem hötuð­ustu mann­eskj­unni í Ús­bekistan. Hún víl­aði það ekki fyrir sér að baða sig í sviðs­ljós­inu. Hún samdi og flutti dæg­ur­lög undir sviðsnafn­inu Googoosha og tók upp krassandi tón­list­ar­mynd­bönd m.a. í dúett með Ger­ard Depar­dieu

Þrátt fyrir að vera ríkt af auð­lindum þá er efna­hagur Úsbekistan bág­bor­inn. Ríkið er eitt ein­angr­að­asta og strang­asta alræð­is­ríki heims. Helstu atvinnu­grein­arnar eru bómull­ar­vinnsla, gull­námu­gröftur og jarð­gas. Fyrir utan að eiga landa­mæri að Afganistan þá eru Rúss­land og Kína ekki langt und­an. Þróun stjórn- og efna­hags­mála þar mun ekki fara fram­hjá þessum stór­veldum né heldur Banda­ríkj­unum sem horft hefur í gegnum fingur sér varð­andi stöðu mann­rétt­inda­mála í land­in­u. 

Þar sem harður kerfis­karl mun taka við for­seta­kefl­inu af harð­stjóra sem ríkti í land­inu í 27 ár er lík­legt að aðstæður íbúa lands­ins muni lítið breyt­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None