Fyrrverandi dómari ásakar sérstakan um vanhæfni eða óheiðarleika

herasdomur_14394583361_o.jpg
Auglýsing

Sverrir Ólafs­son, sem var sér­fróður með­dóm­ari í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í hinu svo­kall­aða Aur­um-­máli, segir að margt bendi til þess að annað hvort van­hæfni eða óheið­ar­leiki hafi átti sér stað hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara með til­liti til með­ferðar gagna í Aur­um-­mál­in­u. Sverrir spyr sig hvort að emb­ættið hafi verið að leyna gögnum í öðrum mik­il­vægum málum og segir að það verði að taka nýlegan áburð Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings sem ákærður hefur verið í fjölda hrun­mála, um slikt alvar­lega.

Það sé skoðun sumra að emb­ættið hafi sýnt af sér for­dæma­lausan ásetn­ing til að sak­fella banka­menn, hvað sem það kostar jafn­vel þótt það krefj­ist þess að ólög­legum vinnu­brögðum sé beitt. Ekki hafi skort á stuðn­ingi frá reiðri þjóð við þessi verk, sem virð­ist telja fang­elsun mik­il­væg­ari en rétt­mæt máls­með­ferð. „Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sak­fell­ingar í nokkrum banka- eða hrun­málum rang­ar, en að það sem skipti höf­uð­máli sé að réttir menn voru dæmd­ir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athuga­semd­ir.“

Þetta kemur fram í grein sem Sverrir skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Auglýsing

Er bróðir Ólafs Ólafs­sonar

Sverrir er bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem hlaut þungan dóm í hinu svo­kall­aða Al Than­i-­máli. Hann var einn þeirra dóm­ara sem sýkn­aði Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi við­­skipta­­stjóri bank­ans í mál­inu sum­arið 2014.

Hann komst í kast­­ljós fjöl­miðla þegar hann gagn­rýndi emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara harð­­lega, eftir að Ólafur Þór Hauks­­son hafði látið hafa eftir sér að hann hefði gert athuga­­semdir við setu Sverris í fjöl­­skip­uðum dómi í Aur­um-­­mál­inu, ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs. Sverrir gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar Ólafs Þórs og sagði þær bera vott um örvænt­ingu til þess eins að veikja sýkn­u­­dóm­inn í mál­in­u. Í apríl í fyrra ómerkti Hæst­i­­réttur nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms í Aur­um-­­mál­inu og vís­aði því aftur til hér­­aðs­­dóms á grund­velli þess að Sverrir hefði verið van­hæfur til að fjalla um það sökum skyld­leika við bróður sinn.

Áburður um óheið­ar­leg vinnu­brögð

Hreiðar Már, sem hefur hlotið nokkra dóma í hér­aði og Hæsta­rétti fyrir hrun­mál, kærði í byrjun ágúst starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara fyrir að hafa haldið mik­il­vægum sönn­un­ar­gögnum frá honum og öðrum sak­born­ingum í CLN-­mál­inu svo­kall­aða og þannig brotið gegn saka­mála­lög­um, lög­reglu­lögum og almennum hegn­ing­ar­lög­um. Hreiðar Már og með­sak­born­ingar hans voru sýkn­aðir í CLN-­mál­inu í jan­úar en þeirri nið­ur­stöðu hefur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Grein Sverris sem birt­ist í morgun er mjög hörð gagn­rýni á emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Hann gagn­rýnir harð­lega máls­með­ferð­ina í Aur­um-­mál­inu, þar sem hann sat sjálfur sem dóm­ari, og sér­stak­lega að ekki hafi verið lagt fram svo­kallað Damas-verð­mat sem hafi sýnt að virði fyr­ir­tæk­is­ins Aurum hafi verið í takti við það verð sem keypt var fyr­ir, en emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara taldi að hefðu verið sýnd­ar­við­skipti á allt of háu verði til að losa láns­fjár­magn út úr Glitni.

Þar spyr Sverrir sig m.a. hvort emb­ættið hafi kosið að leyna gögnum í öðrum mik­il­vægum mál­um. „Ef fram kemur áburður um slíkt, eins og núna frá Hreið­ari Má, verður að taka hann mjög alvar­lega í ljósi þess sem á undan er geng­ið. Þar sem margt bendir til að annað hvort, van­hæfi eða óheið­ar­leiki, hafa átt sér stað með til­liti til með­ferðar gagna í Aur­um-­mál­inu, er engan veg­inn hægt að úti­loka að slíkir atburðir hafi end­ur­tekið sig í öðrum mál­u­m.“

Ekki til þess fallið að auka virð­ingu fyrir rétt­ar­kerf­inu

Sverrir segir til­fellin þar sem áburður sé um óheið­ar­leg vinnu­brögð hjá emb­ætt­inu séu fleiri en þau sem hann nefnir í grein sinni. „Mér sýn­ist þetta vera alvar­leg van­ræksla af hálfu þeirra aðila sem ættu að veita ákæru­vald­inu aðhald og fylgj­ast með vinnu­brögðum þess. Nú er sú staða komin upp að önnur stofn­un, þ.e. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu, hefur sett máls­ferð nokk­urra dóms­mála undir smá­sjána og krafið íslensk stjórn­völd um svör við atriðum sem tengj­ast þeim.[...] Það er skoðun sumra að mögu­leg ástæða fyrir því sé for­dæma­laus ásetn­ingur ákæru­valds­ins að sak­fella banka­menn, hvað sem það kostar, og koma þeim á bak við lás og slá í eins mörg ár og mögu­legt er, jafn­vel þó það krefj­ist þess að beitt sé ólög­legum vinnu­brögð­um, eins og síma­hler­unum eða aft­ur­haldi mik­il­vægra gagna. Svo hefur heldur ekki skort á stuðn­ing frá reiðri þjóð, sem stundum virð­ist telja fang­elsun mik­il­væg­ari en rétt­mæta máls­með­ferð. Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sak­fell­ingar í nokkrum banka- eða hrun­málum rang­ar, en að það sem skipti höf­uð­máli sé að réttir menn voru dæmd­ir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athuga­semd­ir.“

Hann segir að þrátt fyrir útbreidda andúð á banka­mönnum sé mik­il­vægt að hún yfir­bugi ekki virð­ing­una sem flestir vilji bera fyrir rétt­ar­kerfi lands­ins. „ Því miður virð­ist vera ýmis­legt í hátt­erni ákæru­valds­ins upp á síðkast­ið, sem er ekki til þess fallið að við­halda, hvað þá auka, virð­ingu fólks fyrir rétt­ar­kerf­inu í land­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None