Fyrrverandi dómari ásakar sérstakan um vanhæfni eða óheiðarleika

herasdomur_14394583361_o.jpg
Auglýsing

Sverrir Ólafs­son, sem var sér­fróður með­dóm­ari í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í hinu svo­kall­aða Aur­um-­máli, segir að margt bendi til þess að annað hvort van­hæfni eða óheið­ar­leiki hafi átti sér stað hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara með til­liti til með­ferðar gagna í Aur­um-­mál­in­u. Sverrir spyr sig hvort að emb­ættið hafi verið að leyna gögnum í öðrum mik­il­vægum málum og segir að það verði að taka nýlegan áburð Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings sem ákærður hefur verið í fjölda hrun­mála, um slikt alvar­lega.

Það sé skoðun sumra að emb­ættið hafi sýnt af sér for­dæma­lausan ásetn­ing til að sak­fella banka­menn, hvað sem það kostar jafn­vel þótt það krefj­ist þess að ólög­legum vinnu­brögðum sé beitt. Ekki hafi skort á stuðn­ingi frá reiðri þjóð við þessi verk, sem virð­ist telja fang­elsun mik­il­væg­ari en rétt­mæt máls­með­ferð. „Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sak­fell­ingar í nokkrum banka- eða hrun­málum rang­ar, en að það sem skipti höf­uð­máli sé að réttir menn voru dæmd­ir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athuga­semd­ir.“

Þetta kemur fram í grein sem Sverrir skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Auglýsing

Er bróðir Ólafs Ólafs­sonar

Sverrir er bróðir Ólafs Ólafs­son­ar, sem hlaut þungan dóm í hinu svo­kall­aða Al Than­i-­máli. Hann var einn þeirra dóm­ara sem sýkn­aði Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­­stjóri Glitn­is, Magnús Arnar Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Glitn­is, og Bjarni Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi við­­skipta­­stjóri bank­ans í mál­inu sum­arið 2014.

Hann komst í kast­­ljós fjöl­miðla þegar hann gagn­rýndi emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara harð­­lega, eftir að Ólafur Þór Hauks­­son hafði látið hafa eftir sér að hann hefði gert athuga­­semdir við setu Sverris í fjöl­­skip­uðum dómi í Aur­um-­­mál­inu, ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs. Sverrir gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar Ólafs Þórs og sagði þær bera vott um örvænt­ingu til þess eins að veikja sýkn­u­­dóm­inn í mál­in­u. Í apríl í fyrra ómerkti Hæst­i­­réttur nið­­ur­­stöðu hér­­aðs­­dóms í Aur­um-­­mál­inu og vís­aði því aftur til hér­­aðs­­dóms á grund­velli þess að Sverrir hefði verið van­hæfur til að fjalla um það sökum skyld­leika við bróður sinn.

Áburður um óheið­ar­leg vinnu­brögð

Hreiðar Már, sem hefur hlotið nokkra dóma í hér­aði og Hæsta­rétti fyrir hrun­mál, kærði í byrjun ágúst starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara fyrir að hafa haldið mik­il­vægum sönn­un­ar­gögnum frá honum og öðrum sak­born­ingum í CLN-­mál­inu svo­kall­aða og þannig brotið gegn saka­mála­lög­um, lög­reglu­lögum og almennum hegn­ing­ar­lög­um. Hreiðar Már og með­sak­born­ingar hans voru sýkn­aðir í CLN-­mál­inu í jan­úar en þeirri nið­ur­stöðu hefur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Grein Sverris sem birt­ist í morgun er mjög hörð gagn­rýni á emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Hann gagn­rýnir harð­lega máls­með­ferð­ina í Aur­um-­mál­inu, þar sem hann sat sjálfur sem dóm­ari, og sér­stak­lega að ekki hafi verið lagt fram svo­kallað Damas-verð­mat sem hafi sýnt að virði fyr­ir­tæk­is­ins Aurum hafi verið í takti við það verð sem keypt var fyr­ir, en emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara taldi að hefðu verið sýnd­ar­við­skipti á allt of háu verði til að losa láns­fjár­magn út úr Glitni.

Þar spyr Sverrir sig m.a. hvort emb­ættið hafi kosið að leyna gögnum í öðrum mik­il­vægum mál­um. „Ef fram kemur áburður um slíkt, eins og núna frá Hreið­ari Má, verður að taka hann mjög alvar­lega í ljósi þess sem á undan er geng­ið. Þar sem margt bendir til að annað hvort, van­hæfi eða óheið­ar­leiki, hafa átt sér stað með til­liti til með­ferðar gagna í Aur­um-­mál­inu, er engan veg­inn hægt að úti­loka að slíkir atburðir hafi end­ur­tekið sig í öðrum mál­u­m.“

Ekki til þess fallið að auka virð­ingu fyrir rétt­ar­kerf­inu

Sverrir segir til­fellin þar sem áburður sé um óheið­ar­leg vinnu­brögð hjá emb­ætt­inu séu fleiri en þau sem hann nefnir í grein sinni. „Mér sýn­ist þetta vera alvar­leg van­ræksla af hálfu þeirra aðila sem ættu að veita ákæru­vald­inu aðhald og fylgj­ast með vinnu­brögðum þess. Nú er sú staða komin upp að önnur stofn­un, þ.e. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu, hefur sett máls­ferð nokk­urra dóms­mála undir smá­sjána og krafið íslensk stjórn­völd um svör við atriðum sem tengj­ast þeim.[...] Það er skoðun sumra að mögu­leg ástæða fyrir því sé for­dæma­laus ásetn­ingur ákæru­valds­ins að sak­fella banka­menn, hvað sem það kostar, og koma þeim á bak við lás og slá í eins mörg ár og mögu­legt er, jafn­vel þó það krefj­ist þess að beitt sé ólög­legum vinnu­brögð­um, eins og síma­hler­unum eða aft­ur­haldi mik­il­vægra gagna. Svo hefur heldur ekki skort á stuðn­ing frá reiðri þjóð, sem stundum virð­ist telja fang­elsun mik­il­væg­ari en rétt­mæta máls­með­ferð. Ég hef heyrt þá skoðun setta fram að ef til vill séu sak­fell­ingar í nokkrum banka- eða hrun­málum rang­ar, en að það sem skipti höf­uð­máli sé að réttir menn voru dæmd­ir. Maður trúir varla eigin eyrum þegar maður heyrir slíkar athuga­semd­ir.“

Hann segir að þrátt fyrir útbreidda andúð á banka­mönnum sé mik­il­vægt að hún yfir­bugi ekki virð­ing­una sem flestir vilji bera fyrir rétt­ar­kerfi lands­ins. „ Því miður virð­ist vera ýmis­legt í hátt­erni ákæru­valds­ins upp á síðkast­ið, sem er ekki til þess fallið að við­halda, hvað þá auka, virð­ingu fólks fyrir rétt­ar­kerf­inu í land­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None