Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og fjölmiðlamaður, mun leiða framboðslista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 29. október. Tillaga uppstillingarnefndar flokksins var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag.
Ari Trausti gaf kost á sér til embættis forseta Íslands árið 2012 en fékk ekki brautargengi; hlaut 8,64 prósent atkvæða. Hann er einna þekktastur fyrir dagskrárgerð sína í sjónvarpi um náttúru Íslands, jarðfræði og fjallamennsku.
Annað sæti listans skipar Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi. Í þriðja sæti er Daníel E. Arnarson, háskólanemi úr Hafnarfirði.
Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 hlutu Vinstri græn 5,9 prósent atkvæða úr Suðurkjördæmi. Það var dræmasta kosning flokksins sé miðað við önnur kjördæmi. Á landsvísu hlaut flokkurinn 10,9 prósent atkvæða í kosningunum. Enginn þingmaður Vinstri grænna á yfirstandandi kjörtímabili kemur úr Suðurkjördæmi.
Framboðslistinn í heild sinni
- Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
- Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
- Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
- Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
- Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
- Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
- Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
- Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
- Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
- Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
- Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi, Selfossi.
- Ida Løn, framhaldsskólakennari, Ölfusi.
- Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði.
- Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri, Ölfusi.
- Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfoss.
- Jónas Höskuldsson, öryggisvörður, Vestmannaeyjar.
- Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
- Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík.
- Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.