Prófkjör Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fóru fram í fimm kjördæmum. Mjög hallar á hlut kvenna á listum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Karlar hrepptu fyrsta sætið í öllum prófkjörunum. Samþykktur framboðslisti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi var einnig kunngjörður um helgina.
Samfylkingin hélt þrjú prófkjör; eitt í Reykjavík fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður, annað í Suðvesturkjördæmi og það þriðja í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hélt prófkjör í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.
Helstu tíðindin urðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem Ragheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og oddviti flokksins í kjördæminu á yfirstandandi kjörtímabili, hafnaði í fjórða sæti. Hún hafði sóst eftir að leiða listann eins og þrír aðrir.
Prófkjör Sjálfstæðisflokks
Suðurkjördæmi
- Páll Magnússon
- Ásmundur Friðriksson
- Vilhjálmur Árnason
- Ragheiður Elín Árnadóttir
- Unnur Brá Konráðsdóttir
Ítarlegar niðurstöður á vef flokksins
Suðvesturkjördæmi
- Bjarni Benediktsson
- Jón Gunnarsson
- Óli Björn Kárason
- Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
- Bryndís Haraldsdóttir
- Karen Elísabet Halldórsdóttir
Ítarlegar niðurstöður á vef flokksins
Prófkjör Samfykingarinnar
Suðvesturkjördæmi
- Árni Páll Árnason
- Margrét Gauja Magnúsdóttir
- Sema Erla Serdar
- Guðmundur Ari Sigurjónsson
Reykjavíkurkjördæmin
- Össur Skarphéðinsson
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
- Eva Baldursdóttir
- Helgi Hjörvar
- Valgerður Bjarnadóttir
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
- Auður Alfa Ólafsdóttir
- Steinunn Ýr Einarsdóttir
Norðvesturkjördæmi
- Guðjón S. Brjánsson
- Inga Björk Bjarnadóttir
Vinstri græn
Suðurkjördæmi – uppstilling
- Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
- Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
- Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
- Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
- Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
- Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
- Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
- Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
- Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
- Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
- Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi, Selfossi.
- Ida Løn, framhaldsskólakennari, Ölfusi.
- Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði.
- Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri, Ölfusi.
- Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfoss.
- Jónas Höskuldsson, öryggisvörður, Vestmannaeyjar.
- Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
- Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík.
- Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.