Bandarískir bankamenn beita fjármálaráðherrann þrýstingi

Í bréfi sem skrifað var til Jacob Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er hann hvattur til að beita sér fyrir því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gangi hratt og vel.

Bretland hættir í ESB
Auglýsing

Helstu hags­muna­gæslu­sam­tök banda­rískra banka­manna hafa skrifað fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Jacob Lew, bréf og hvatt hann til þess að reyna að beita sér fyrir því, að útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu gangi hratt og vel fyrir sig. 

Þetta kemur fram í frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC. Í bréf­inu lýsa nokkur helstu sam­tök fjár­mála­geirans í Banda­ríkj­unum yfir áhyggjum sínum vegna þess að þau telja að útgangan, þegar hún verður form­lega að veru­leika, muni hafa mikil áhrif á heims­bú­skap­inn og ekki síst fjár­mála­geir­ann. Störf muni hverfa og nei­kvæð áhrif verði mikil og var­an­leg. 

Sam­tökin sem um ræðir eru Amer­ican Bankers Associ­ation, The Fin­ancial Services For­um, The Fin­ancial Services Round­ta­ble and The Securities Industry and Fin­ancial Markets Associ­ation.

Auglýsing

Bankarnir á Wall Street hafa áhyggjur af Brexit.

Í bréf­inu eru sér­stak­lega talin upp fjögur atriði, sem Lew er beðin um að hafa bak við eyrað, þegar þjóðir heims, bæði í Evr­ópu­sam­band­inu og utan þess, fara að ræða um næstu Brex­it-skref og kort­leggja mögu­leg áhrif. 

1. Við­ræður um útgöngu verði gagn­sæj­ar.

2. Hlut­hafar úr við­skipta­líf­inu verði hafðir með í ráðum og til ráð­gjaf­ar.

3. Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið geri með sér sam­komu­lag sem sé í sam­ræmi við alþjóð­lega staðla.

4. Óvissu verði eytt eða hún minnkum eins og mögu­lega er hægt.

Við­ræður um hvenær Bret­land mun yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið eru ekki hafnar og raunar leikur vafi á því hvenær þær munu gera það. Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að rík­is­stjórn hennar muni beita sér fyrir því að hafa allt uppi á borðum og stefna að útgöngu eins hratt og mögu­legt er. Það verði þó gert á for­sendum Bret­lands, fremur en Evr­ópu­sam­bands­ins. 

For­ystu­fólk Evr­ópu­sam­bands­ins hefur hins vegar ítrekað að nauð­syn­legt sé fyrir Breta að eyða óvissu um mál­ið, og flýta ferl­inu enn meira. Ekki sé eftir neinu að bíða. Bret­land eigi að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, eins hratt og mögu­legt er, fyrst það er vilji lands­manna og rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None