600 flóttabörn drukknað í Miðjarðarhafi á árinu

greece-migration-rescue-operation_20433263366_o.jpg
Auglýsing

Að minnsta kosti 600 flótta­börn hafa lát­ist á þessu ári við að reyna að kom­ast yfir Mið­jarð­ar­hafið í leit a betra lífi í Evr­ópu. Barna­heill – Save the Children hafa tekið saman gögn sem sýna að tvö börn hafa að með­al­tali lát­ist eða horfið á hverjum degi frá upp­hafi árs til loka sept­em­ber­mán­að­ar. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Barna­heill­um.

Töl­urnar eru birtar í til­efni af því að í dag eru þrjú ár liðin frá því að rúm­lega 300 flótta­menn og hæl­is­leit­endur lét­ust í sjó­slysi við strendur ítölsku eyj­ar­innar Lampedusa. 

Auglýsing

Meira en 3.500 manns hafa lát­ist í Mið­jarð­ar­haf­inu það sem af er árinu, næstum 600 fleiri en á sama tíma­bili á síð­asta ári. Rúm­lega 20.600 flótta­börn hafa komið til Ítalíu frá upp­hafi þessa árs, af þeim eru 18.400 ein á ferð. 

„Það er óásætt­an­legt að tvö börn lát­ist eða hverfi á hverjum ein­asta degi í Mið­jarð­ar­hafi. Alþjóða­sam­fé­lagið getur ekki haldið áfram að líta fram­hjá þeim hörm­ungum sem þar eiga sér stað. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, hvort sem það er hér á Íslandi eða ann­ars staðar þar sem þau eru á flótta undan ömur­legum aðstæð­u­m,” segir Erna Reyn­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla – Save the Children á Íslandi. 

„Í dag minn­umst við 368 flótta­manna sem týndu lífi sínu í til­raun til að kom­ast í öruggt skjól í Evr­ópu. Fyrir þremur árum lof­uðu evr­ópu­leið­togar því að aldrei aftur myndi þetta ger­ast þegar myndir af skips­flak­inu og lík­kistum voru birtar í fjöl­miðlum sem vöktu heims­at­hygli. En síðan þá hafa meira en 10.400 menn, konur og börn týnd lífi eða horfið við að reyna að kom­ast sjó­leið­ina til Evr­ópu,” segir Kevin Watk­ins, fram­kvæmda­stjóri Save the Children Í Bret­landi, í til­kynn­ing­unni.

Barna­heill – Save the Children hafa unnið að hjálp­ar­starfi við strendur Ítalíu í rúm­lega átta ár, þar sem áhersla hefur verið lögð á að hjálpa börnum sem eru ein á ferð að fá þá hjálp sem þau þurfa. Í byrjun sept­em­ber tóku sam­tökin í notkun björg­un­ar­skipið Vos Hestia sem gert er út frá Sikiley og er ætlað að bjarga flótta­fólki og hæl­is­leit­endum í neyð á Mið­jarð­ar­hafi. 

Skipið hefur nú þegar bjargað meira en 600 manns í neyð, þar af 85 börnum sem sum eru yngri en fimm ára að aldri. 

Söfn­un­ar­sími Barna­heilla fyrir sýr­lensk börn er 904-1900 fyrir 1.000 krón­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None