Flokksþing framsóknarflokksins
Auglýsing

Fleiri en einn aðili hefur lagt fram kvörtun eða kæru vegna for­manns­kosn­ing­anna í Fram­sókn­ar­flokknum sem fóru fram á flokks­þingi hans 2. októ­ber síð­ast­lið­inn. Frá þessu er greint á RÚV. Þar stað­festir Sveinn Hjörtur Guð­finns­son, for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, að fram­kvæmd for­manns­kjörs­ins hafi verið kærð. 

Í for­manns­kjör­inu sigr­aði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, þá sitj­andi for­mann, með rúm­lega 40 atkvæða mun. 

For­­manns­­kosn­­ing­­arnar á flokks­­þingi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins voru dramat­ísk­­ar. Eftir að til­­kynnt var um sigur Sig­­urðar Inga, og hann fór í pontu til að halda sig­­ur­ræðu, sat Sig­­mundur Davíð sem fast­­ast í sæti sínu. Hann gekk síðan út úr Háskóla­bíói, þar sem fund­­ur­inn fór fram, á meðan að Sig­­urður Ingi lauk ræðu sinn­i. 

Auglýsing

Sig­­mundur Davíð hefur síðar sagt að það hafi komið sér mjög á óvart að hafa tapað kosn­­ing­un­­um. Í við­tali við Reykja­vík Síð­­degis í síð­­­ustu viku sagð­ist hann hafa orðið vitni að und­ir­­­för­li, hann­aðri atburða­r­ás, enda­­­lausum spuna og algjörum skorti á prinsippum í aðdrag­anda og á flokks­­­þing­inu sjálfu. 

Hann hefur þó þver­­tekið fyrir að ætla í sér­­fram­­boð, þrátt fyrir áskor­­anir þar um, og ætlar að leiða lista Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi í kom­andi kosn­­ingum líkt og hann hefur fengið umboð til. 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None