Katrín tilbúin að leiða fimm flokka ríkisstjórn

7DM_0080_raw_1817.JPG
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vill mynda fimm flokka rík­is­stjórn frá miðju og til vinstri. Hún væri reiðu­búin til að leiða slíka stjórn. Hún er búin að funda með for­seta Íslands þar sem hún sagði honum þetta. Að öðru leiti vill hún lítið tjá sig um fund sinn við for­set­ann. 

„Við erum til­búin til að taka þátt í og jafn­vel leiða fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri...Þetta væri minn fyrsti kost­ur, að mynda slíka stjórn,“ sagði Katrín við fjöl­miðla á Bessa­stöðum eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhann­essyni for­seta Íslands. 

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bjarni var fyrstur for­manna til að hitta for­set­ann á Bessa­stöðum í morg­un. Hann sagði við fjöl­miðla eftir fund þeirra að hann væri bjart­sýnn á að geta myndað þriggja flokka stjórn. Hann sagð­ist gera ráð fyrir því að heyra frá for­set­anum á næstu dög­um. 

Auglýsing

For­menn flokk­anna funda allir með for­set­anum í dag, en nú eru Píratar á fundi með hon­um. Næst kemur Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og svo Bene­dikt Jóhann­es­son. Þá fer Ótt­arr Proppé á fund for­set­ans og loks Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða um 50 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá skipafélagi Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None