Laun æðstu embættismanna hækkuð um hálfa milljón á mánuði

Guðni Th Jóhannesson
Auglýsing

Kjara­ráð hefur ákveðið að hækka laun for­seta Íslands, þing­far­ar­kaup alþing­is­manna og laun ráð­herra. Hækk­unin tekur gildi strax um mán­aða­mót­in.

Sam­kvæmt úrskurði kjara­ráðs verða laun for­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­ar­kaup alþing­is­manna verður 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­sæt­is­ráð­herra að með­töldu þing­far­ar­kaupi verða 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­arra ráð­herra að með­töldu þing­far­ar­kaupi verða 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­lega 1,5 millj­ónir en laun for­seta voru tæpar 2,5 millj­ón­ir.

Í kjara­ráði sitja Jónas Þór Guð­munds­son, sem jafn­framt er for­mað­ur, Óskar Bergs­son, Hulda Árna­dótt­ir, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son og Svan­hildur Kaaber.

AuglýsingFrá þessu er greint á vef RÚV en úrskurð­ur­inn hefur verið birtur á vef kjara­ráðs.

Í úrskurð­ar­orðum segir meðal ann­ars að mik­il­vægt sé að æðstu emb­ætt­is­menn séu fjár­hags­lega sjálf­stæð­ir. „Afar mik­il­vægt er að þjóð­kjörnir full­trúar séu fjár­hags­lega sjálf­stæðir og eng­um háð­ir. Störf þeirra eiga sér ekki skýra hlið­stæðu á vinnu­mark­aði enda eru þeir kjörnir til­ ­starfa í almennum kosn­ingum og þurfa að end­ur­nýja umboð sitt að minnsta kosti á fjög­urra ára fresti. For­seta Íslands, ráð­herrum og þing­mönnum hafa ekki verið ákvarð­að­ar­ ­sér­stakar greiðslur fyrir vinnu utan hefð­bund­ins dag­vinnu­tíma, þrátt fyrir að störf þeirra fari að hluta til fram utan hans,“ segir í úrskurð­in­um.

Sam­kvæmt þessu hækka laun for­sæt­is­ráð­herra og laun for­seta því um meira en hálfa milljón á mann á mán­uði, að því er segir í frétt RÚV. Laun for­set­ans hækka frá og með 1. nóv­em­ber en laun alþing­is­manna og ráð­herra frá og með 30. októ­ber. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None