Krefjast tafarlausrar afturköllunar á ákvörðun kjararáðs

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð mótmæla ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum ráðamanna um tugi prósenta.

Launaþróun
Auglýsing

„Í lögum um kjara­ráð er ­skýrt kveðið á um að ráðið skuli ætíð taka til­lit til almennrar þró­un­ar kjara­mála á vinnu­mark­aði. Þetta ákvæði hefur ráðið að engu haft í úrskurði um ­þing­far­ar­kaup og í úrskurðum um laun emb­ætt­is­manna und­an­farið ár,“ segir í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráði, vegna ákvörð­unar kjara­ráðs um að hækka laun þing­manna, ráð­herra og for­seta Íslands um tugi pró­senta, en ákvörð­unin var tekin á kjör­dag, 29. októ­ber. Í ráð­inu sitja Jónas Þór Guð­munds­son, Óskar Bergs­son, Svan­hildur Kaaber, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son og Hulda Árna­dótt­ir.

Hags­muna­sam­tök á vinnu­mark­aði, bæði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá hinu opin­bera og atvinnu­rek­end­um, hafa mót­mælt ákvörð­un­inni harð­lega, og hefur Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri kraf­ist þess að hún verði aft­ur­köll­uð.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að ákvörð­unin kjara­ráðs sé ekki í sam­ræmi við launa­þróun á vinnu­mark­aði. „Ákvörðun kjara­ráðs um ­launa­hækk­anir þing­manna og ráð­herra er í engu sam­hengi við almenna þróun á vinnu­mark­aði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma. Standi ákvörð­un­in er vinnu­mark­að­ur­inn settur í full­komið upp­nám með til­heyr­andi tjóni fyrir almenn­ing og atvinnu­líf,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Þá er ítrekuð áskorun til Alþingis um að hafa ákvörð­unum kjara­ráðs.

„Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð Íslands skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörð­unum kjara­ráðs og leggja málið í sátta­ferli. Með því er bæði átt við úrskurði um þing­far­ar­kaup og laun ráð­herra sem og nýlega úrskurði um ríf­legar hækk­anir á laun­um emb­ætt­is­manna. Að öðrum kosti er borin von að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti hald­ið á­fram veg­ferð sinni um bætt vinnu­brögð við kjara­samn­inga­gerð, ferli sem kennt hefur verið við Salek,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Stór verk­efni í upp­námi

Umbætur á vinnu­mark­aði eru í til­kynn­ing­unni sagðar stærsta verk­efni nýrrar rík­is­stjórn­ar. Tak­ist stjórn­völdum ekki að upp­fylla ­for­sendur Salek-­sam­komu­lags­ins munu kjara­deilur raska efna­hags­legu jafn­vægi og standa í vegi fyrir öðrum mik­il­vægum upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um. „Lífs­kjara­bati síð­ustu ára á sér fá for­dæmi. Kaup­máttur launa hefur auk­ist um 20% á síð­ustu þremur árum. Á sama tíma hafa skuldir heim­ila, fyr­ir­tækja og hins opin­bera hafa lækkað hratt. ­Sterkur hag­vöxtur og hag­felldar ytri aðstæður hafa gert þessa þróun mögu­lega án ­nei­kvæðra áhrifa á verð­lag. Til að unnt verði að varð­veita þennan árangur þurfa ­launa­hækk­anir næstu ára að þró­ast í sam­ræmi við getu hag­kerf­is­ins til að standa undir þeim Á und­an­förnum árum hafa að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins lagt í mikla vinnu við end­ur­skipu­lagn­ingu á fyr­ir­komu­lagi kjara­samn­inga­gerð­ar. Grund­völlur þeirrar vinnu eru mark­mið um ­auk­inn stöð­ug­leika, lækkun vaxta og stöðugt verð­lag. Þannig má bæta kjör heim­il­anna og styrkja rekstr­ar­grund­völl íslenskra fyr­ir­tækja með heild­ar­hags­mun­i að leið­ar­ljósi. Nýlegar ákvarð­anir kjara­ráðs eru í full­kominni and­stöðu við þessa stefnu­mörk­un,“ segir enn frem­ur. 

Sam­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs verða laun for­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­ar­­kaup alþing­is­­manna verður 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­sæt­is­ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi verða 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­arra ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi verða 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­lega 1,5 millj­­ónir en laun for­­seta voru tæpar 2,5 millj­­ón­­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla mætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None