Krefjast tafarlausrar afturköllunar á ákvörðun kjararáðs

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð mótmæla ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum ráðamanna um tugi prósenta.

Launaþróun
Auglýsing

„Í lögum um kjara­ráð er ­skýrt kveðið á um að ráðið skuli ætíð taka til­lit til almennrar þró­un­ar kjara­mála á vinnu­mark­aði. Þetta ákvæði hefur ráðið að engu haft í úrskurði um ­þing­far­ar­kaup og í úrskurðum um laun emb­ætt­is­manna und­an­farið ár,“ segir í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráði, vegna ákvörð­unar kjara­ráðs um að hækka laun þing­manna, ráð­herra og for­seta Íslands um tugi pró­senta, en ákvörð­unin var tekin á kjör­dag, 29. októ­ber. Í ráð­inu sitja Jónas Þór Guð­munds­son, Óskar Bergs­son, Svan­hildur Kaaber, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son og Hulda Árna­dótt­ir.

Hags­muna­sam­tök á vinnu­mark­aði, bæði innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hjá hinu opin­bera og atvinnu­rek­end­um, hafa mót­mælt ákvörð­un­inni harð­lega, og hefur Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri kraf­ist þess að hún verði aft­ur­köll­uð.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að ákvörð­unin kjara­ráðs sé ekki í sam­ræmi við launa­þróun á vinnu­mark­aði. „Ákvörðun kjara­ráðs um ­launa­hækk­anir þing­manna og ráð­herra er í engu sam­hengi við almenna þróun á vinnu­mark­aði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma. Standi ákvörð­un­in er vinnu­mark­að­ur­inn settur í full­komið upp­nám með til­heyr­andi tjóni fyrir almenn­ing og atvinnu­líf,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. Þá er ítrekuð áskorun til Alþingis um að hafa ákvörð­unum kjara­ráðs.

„Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð Íslands skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörð­unum kjara­ráðs og leggja málið í sátta­ferli. Með því er bæði átt við úrskurði um þing­far­ar­kaup og laun ráð­herra sem og nýlega úrskurði um ríf­legar hækk­anir á laun­um emb­ætt­is­manna. Að öðrum kosti er borin von að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti hald­ið á­fram veg­ferð sinni um bætt vinnu­brögð við kjara­samn­inga­gerð, ferli sem kennt hefur verið við Salek,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Stór verk­efni í upp­námi

Umbætur á vinnu­mark­aði eru í til­kynn­ing­unni sagðar stærsta verk­efni nýrrar rík­is­stjórn­ar. Tak­ist stjórn­völdum ekki að upp­fylla ­for­sendur Salek-­sam­komu­lags­ins munu kjara­deilur raska efna­hags­legu jafn­vægi og standa í vegi fyrir öðrum mik­il­vægum upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um. „Lífs­kjara­bati síð­ustu ára á sér fá for­dæmi. Kaup­máttur launa hefur auk­ist um 20% á síð­ustu þremur árum. Á sama tíma hafa skuldir heim­ila, fyr­ir­tækja og hins opin­bera hafa lækkað hratt. ­Sterkur hag­vöxtur og hag­felldar ytri aðstæður hafa gert þessa þróun mögu­lega án ­nei­kvæðra áhrifa á verð­lag. Til að unnt verði að varð­veita þennan árangur þurfa ­launa­hækk­anir næstu ára að þró­ast í sam­ræmi við getu hag­kerf­is­ins til að standa undir þeim Á und­an­förnum árum hafa að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins lagt í mikla vinnu við end­ur­skipu­lagn­ingu á fyr­ir­komu­lagi kjara­samn­inga­gerð­ar. Grund­völlur þeirrar vinnu eru mark­mið um ­auk­inn stöð­ug­leika, lækkun vaxta og stöðugt verð­lag. Þannig má bæta kjör heim­il­anna og styrkja rekstr­ar­grund­völl íslenskra fyr­ir­tækja með heild­ar­hags­mun­i að leið­ar­ljósi. Nýlegar ákvarð­anir kjara­ráðs eru í full­kominni and­stöðu við þessa stefnu­mörk­un,“ segir enn frem­ur. 

Sam­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs verða laun for­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­ar­­kaup alþing­is­­manna verður 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­sæt­is­ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi verða 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­arra ráð­herra að með­­­töldu þing­far­­ar­­kaupi verða 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­lega 1,5 millj­­ónir en laun for­­seta voru tæpar 2,5 millj­­ón­­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None