Guðni vill ekki launahækkun og mun ekki þiggja hana

7DM_0588_raw_1865.JPG
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, seg­ist ekki hafa beðið um launa­hækkun og hann þurfi ekki launa­hækk­un. „Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þess­ari ákvörðun og taki það í sínar hendur og ég myndi sætta mig full­kom­lega við þær lykt­ir,“ sagði Guðni Th. á blaða­manna­fundi sínum að loknum fundi með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Þar ræddi hann um ákvörðun Kjara­ráðs um að hækka laun hans, líkt og ráð­herra og alþing­is­manna. 

„Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni bara alls ekki í minn vasa,“ sagði for­set­inn. Hann var þá spurður hvert hækk­unin myndi renna. Hann spurði þá fjöl­miðla­menn hvort hann þyrfti að greina frá því. „Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa sem gortir sig af því?“ 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir það vel koma til greina að þingið grípi inn í ákvörðun Kjara­ráðs. „Ég hef fullan skiln­ing á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að ger­ast á almennum vinnu­mark­að­i.“ 

Hann sagði að mögu­lega væri nauð­syn­legt í ljósi aðstæðna að Alþingi grípi inn í og stöðvi launa­hækk­an­ir. Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál þá þyki honum nauð­syn­legt að reynt verði að skapa grund­völl fyrir var­an­lega lausn á þessum mál­um. Hans skoðun væri sú að aðeins þeir sem ekki geti samið um kjör sín eigi að heyra undir Kjara­ráð. Hann vilji að lögum um Kjara­ráð verði breytt með mjög rót­tækum hætti, og þessi mál séu ekki í nægi­lega góðum far­vegi eins og er. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None