Bjarni Benediktsson
Auglýsing

„Mín fyrstu skref verða að eiga sam­töl við for­menn ann­arra flokka, og ég mun reyna að nýta tím­ann vel,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Bessa­stöðum að loknum fundi hans með for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­essyn­i. 

Hann sagði eðli­legt að það taki tíma að ná sam­an, sér­stak­lega þegar fyrir liggi að ekki sé hægt að mynda tveggja flokka stjórn. „Ég er ekki með neina fyr­ir­fram gefna nið­ur­stöðu og ekki neina val­kosti fyr­ir­fram.“ Hann sagði að eftir því sem dag­arnir líði verði menn aðeins afslapp­aðri. Honum hafi þótt skrýtið að flokkar hafi lýst yfir að vilji væri til breið­ara sam­starfs en svo væru menn svo upp­teknir af því að úti­loka hvern ann­an. Hann sagð­ist hins vegar bjart­sýnn á að hægt væri að líta til lengri tíma inn í fram­tíð­ina. 

Hann var spurður um mögu­leik­ann á stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar og sagði það aug­ljós­lega einn mögu­leik­ann í stöð­unni. „Gall­inn við þann mögu­leika er hversu knappur meiri­hluti það er,“ en flokk­arnir þrír hafa 32 þing­menn sam­an­lag­t. 

Auglýsing

Bjarni sagð­ist ekki úti­loka Fram­sókn­ar­flokk­inn í sínum við­ræð­um, það komi alveg til greina að flokk­ur­inn eigi aðild að rík­is­stjórn. Hann hafi átt mjög gott sam­starf við for­ystu flokks­ins. „Það er fullur vilji til að ræða við Fram­sókn­ar­flokk­inn.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None