Vinnuhópar skipaðir – vísbendingar um árangur viðræðna strax eftir helgi

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist vænta þess að það muni skýr­ast strax eftir helgi hvort það muni ganga að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð­ar. Ekki ríkir mikil bjart­sýni um að þessir flokkar muni ná saman um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Morg­un­blaðið segir frá því í dag að nú verði skip­aðir starfs­hópar innan þess­ara þriggja flokka til þess að hefja form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður og setja saman drög að stjórn­ar­sátt­mála. For­menn þess­ara flokka hitt­ust síð­degis í gær og ákváðu að láta á það reyna með form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum hvort hægt væri að mynda rík­is­stjórn þess­ara flokka, áður en Bjarni myndi skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu aftur til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands.

Fram hefur komið að helsti ásteyt­ing­ar­steinn í við­ræðum þess­ara flokka mun vera mál­efni aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki viljað efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eins og Við­reisn og Björt fram­tíð hafa farið fram á. Mála­miðlun í þeim efnum verður hugs­an­lega að Alþingi fái málið til með­ferðar en í Morg­un­blað­inu í dag segir að Sjálf­stæð­is­menn vilji heldur að málið verði þings­ins frekar er rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Málið yrði þá tekið fyrir í lok kjör­tíma­bils­ins.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að það myndi skýr­ast strax eftir helgi hvort form­legar við­ræður myndu skila árangri. Ekki eru allir innan Bjartar fram­tíðar eða Við­reisnar á eitt sáttir með að hefja form­legar við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Frétta­blaðið hefur eftir Óttarri Proppé að ástæða þess að Björt fram­tíð gangi til slíkra við­ræðna sé að „við eygjum von á því að ein­hver mögu­leiki [sé] að ræða málin og ná góðum umbót­u­m.“ Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, tekur í sama streng og seg­ist vona að þetta muni ganga sem allra best.

Ef form­legar við­ræður þess­ara flokka fara út um þúfur er talið næsta víst að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái næst form­legt tæki­færi til þess að spreyta sig á að mynda rík­is­stjórn. Katrín hefur staðið fast á því að Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn greini á um of veiga­mikla hluti til þess að geta starfað saman í rík­is­stjórn. Þess vegna hefur því verið spáð að Katrín myndi reyna að mynda rík­is­stjórn yfir miðj­una og til vinstri, sé hinn klass­íski póli­tíski kvarði not­að­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None