Vinnuhópar skipaðir – vísbendingar um árangur viðræðna strax eftir helgi

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist vænta þess að það muni skýr­ast strax eftir helgi hvort það muni ganga að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð­ar. Ekki ríkir mikil bjart­sýni um að þessir flokkar muni ná saman um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Morg­un­blaðið segir frá því í dag að nú verði skip­aðir starfs­hópar innan þess­ara þriggja flokka til þess að hefja form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður og setja saman drög að stjórn­ar­sátt­mála. For­menn þess­ara flokka hitt­ust síð­degis í gær og ákváðu að láta á það reyna með form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum hvort hægt væri að mynda rík­is­stjórn þess­ara flokka, áður en Bjarni myndi skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu aftur til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands.

Fram hefur komið að helsti ásteyt­ing­ar­steinn í við­ræðum þess­ara flokka mun vera mál­efni aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki viljað efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eins og Við­reisn og Björt fram­tíð hafa farið fram á. Mála­miðlun í þeim efnum verður hugs­an­lega að Alþingi fái málið til með­ferðar en í Morg­un­blað­inu í dag segir að Sjálf­stæð­is­menn vilji heldur að málið verði þings­ins frekar er rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Málið yrði þá tekið fyrir í lok kjör­tíma­bils­ins.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að það myndi skýr­ast strax eftir helgi hvort form­legar við­ræður myndu skila árangri. Ekki eru allir innan Bjartar fram­tíðar eða Við­reisnar á eitt sáttir með að hefja form­legar við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Frétta­blaðið hefur eftir Óttarri Proppé að ástæða þess að Björt fram­tíð gangi til slíkra við­ræðna sé að „við eygjum von á því að ein­hver mögu­leiki [sé] að ræða málin og ná góðum umbót­u­m.“ Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, tekur í sama streng og seg­ist vona að þetta muni ganga sem allra best.

Ef form­legar við­ræður þess­ara flokka fara út um þúfur er talið næsta víst að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái næst form­legt tæki­færi til þess að spreyta sig á að mynda rík­is­stjórn. Katrín hefur staðið fast á því að Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn greini á um of veiga­mikla hluti til þess að geta starfað saman í rík­is­stjórn. Þess vegna hefur því verið spáð að Katrín myndi reyna að mynda rík­is­stjórn yfir miðj­una og til vinstri, sé hinn klass­íski póli­tíski kvarði not­að­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None