Vinnuhópar skipaðir – vísbendingar um árangur viðræðna strax eftir helgi

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Bjarni Benediktsson hefur formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands og ætlar nú að reyna að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist vænta þess að það muni skýr­ast strax eftir helgi hvort það muni ganga að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð­ar. Ekki ríkir mikil bjart­sýni um að þessir flokkar muni ná saman um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Morg­un­blaðið segir frá því í dag að nú verði skip­aðir starfs­hópar innan þess­ara þriggja flokka til þess að hefja form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður og setja saman drög að stjórn­ar­sátt­mála. For­menn þess­ara flokka hitt­ust síð­degis í gær og ákváðu að láta á það reyna með form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum hvort hægt væri að mynda rík­is­stjórn þess­ara flokka, áður en Bjarni myndi skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu aftur til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands.

Fram hefur komið að helsti ásteyt­ing­ar­steinn í við­ræðum þess­ara flokka mun vera mál­efni aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­bandið en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ekki viljað efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eins og Við­reisn og Björt fram­tíð hafa farið fram á. Mála­miðlun í þeim efnum verður hugs­an­lega að Alþingi fái málið til með­ferðar en í Morg­un­blað­inu í dag segir að Sjálf­stæð­is­menn vilji heldur að málið verði þings­ins frekar er rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Málið yrði þá tekið fyrir í lok kjör­tíma­bils­ins.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að það myndi skýr­ast strax eftir helgi hvort form­legar við­ræður myndu skila árangri. Ekki eru allir innan Bjartar fram­tíðar eða Við­reisnar á eitt sáttir með að hefja form­legar við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Frétta­blaðið hefur eftir Óttarri Proppé að ástæða þess að Björt fram­tíð gangi til slíkra við­ræðna sé að „við eygjum von á því að ein­hver mögu­leiki [sé] að ræða málin og ná góðum umbót­u­m.“ Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, tekur í sama streng og seg­ist vona að þetta muni ganga sem allra best.

Ef form­legar við­ræður þess­ara flokka fara út um þúfur er talið næsta víst að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái næst form­legt tæki­færi til þess að spreyta sig á að mynda rík­is­stjórn. Katrín hefur staðið fast á því að Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn greini á um of veiga­mikla hluti til þess að geta starfað saman í rík­is­stjórn. Þess vegna hefur því verið spáð að Katrín myndi reyna að mynda rík­is­stjórn yfir miðj­una og til vinstri, sé hinn klass­íski póli­tíski kvarði not­að­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None