Stjórn Lindarhvols gerir athugasemdir við fréttaflutning

Lýsing
Auglýsing

Stjórn Lind­ar­hvols, eign­ar­halds­fé­lags utan um stöð­ug­leika­eignir rík­is­ins, segir að sala á hlut félags­ins í Klakka ehf., áður Exista, hafi að öllu leyti verið í sam­ræmi við reglur um starf­semi félags­ins og að gagn­sæi hafi að fullu verið tryggt í sölu­ferl­inu. Hlut­ur­inn var seldur til erlends vog­un­ar­sjóðs á 505 millj­ónir króna. Stjórnin gerir marg­hátt­aðar athuga­semdir við frétta­flutn­ing af söl­unni. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn Lind­ar­hvols.

Mikið hefur verið fjallað um sölu­ferlið á hlut Lind­ar­hvols í Klakka í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu und­an­farna daga. Í Frétta­blað­inu í dag var sagt frá því að aðrir bjóð­endur gruni að trún­að­ar­gögnum hafi verið lekið til þeirra sem stýra vog­un­ar­sjóðnum Burlington Loan Mana­gement, sem keypti hlut­inn í Klakka af rík­inu. Sömu aðilar telja að Magnús Schev­ing Thor­steins­son, for­stjóri Klakka, hafi gert til­boð í hlut­inn fyrir hönd BLM ehf., íslensks félags Burlington Loan Mana­gement, sem var fyrir stærsti eig­andi Klakka. Í blað­inu var einnig rætt við Sig­urð Val­týs­son, fram­kvæmda­stjóra félags í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­munds­sona sem átti þriðja hæsta til­boðið í hlut­inn, þar sem hann sagði stjórn­ar­hætti Lind­ar­hvols fyrir neðan allar hell­ur. Til­boð bræðranna, sem Kvika setti fram fyrir þá, var upp á 501 millj­ónir króna. Þeir voru aðall­eig­endur Klakka/Ex­ista á árum áður og Sig­urður var þá annar for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Í dag er helsta eign Klakka 100 pró­sent hlutur í fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ing­u. 

Ríkið seldi vog­un­­ar­­sjóði

Auglýsing

Stjórn Lind­­­ar­hvols, eign­­­ar­halds­­­­­fé­lags í eigu íslenska rík­­­is­ins, sam­­­þykkti í lok októ­ber að selja 17,7 pró­­­sent hlut rík­­­is­ins í Klakka, sem hét áður Exista, til vog­un­­­ar­­­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­­­gement. Eftir við­­­skiptin á Burlington um 75 pró­­­sent hlut í Klakka, en helsta eign félags­­­ins í dag er fjár­­­­­mögn­un­­­ar­­­fyr­ir­tækið Lýs­ing. Burlington, sem var einn umsvifa­­­mesti kröf­u­hafi föllnu bank­anna og keypti gríð­­­ar­­­legt magn af kröfum á þá á eft­ir­­­mark­aði fyrir lágar fjár­­­hæð­ir, greiddi líkt og áður sagði 505 millj­­­ónir króna fyrir hlut rík­­­is­ins í Klakka. 

Lind­­­ar­hvoll, sem tók við stöð­ug­­­leika­fram­lags­­­eignum rík­­­is­ins, aug­lýsti til sölu eignir í umsýslu félags­­­ins í lok sept­­­em­ber. Það vakti athygli, enda mán­uður í kosn­­­ingar þegar eign­­­irnar voru aug­lýstar til sölu. 

Burlington gerði öðrum hlut­höfum Klakka yfir­­­­­tökutil­­­boð. Smærri hlut­hafar, sem áttu hlut sem er verð­­­met­inn á undir 2.000 evr­­­­­ur, myndu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir myndu ganga að yfir­­­­­tökutil­­­boði Burlington Loan Mana­­­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­­­­­ur, um 248 þús­und krón­­­ur, í umsýslu­­­gjald fyrir að sjá um fram­­­sal á eign­­­ar­hlut­un­­­um. 

Yfir­lýs­ing stjórnar Lind­ar­hvols í heild sinni:

Vegna umfjöll­unar um sölu á hlut og tengdum kröfum rík­is­sjóðs í Klakka ehf. í fjöl­miðl­um, telur stjórn Lind­ar­hvols ehf. nauð­syn­legt að koma eft­ir­far­andi á fram­færi til leið­rétt­ingar á rang­færslum og mis­skiln­ingi í þeim frétta­flutn­ingi.

Lind­ar­hvoll ehf. var stofnað til að ann­ast umsýslu, fulln­ustu og sölu á svoköll­uðum stöð­ug­leika­eignum á grund­velli ákvæðis til bráða­birgða III í lögum nr. 36/2001 um Seðla­banka Íslands (nán­ari upp­lýs­ingar er að finna hér: htt­p://lind­ar­hvoll­eign­ir.is/um-okk­ur/). Félagið fylgir við starf­rækslu sína þeim fyr­ir­mælum sem sett voru í ofan­greindu ákvæði til bráða­birgða og í samn­ingi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Reglur um starf­semi og starfs­hætti félag­ins voru settar á grund­velli þeirra fyr­ir­mæla. Á heima­síðu félags­ins má nálg­ast öll þessi gögn. Miklu skiptir að við störf félags­ins sé tryggt að við­höfð séu vönduð og fag­leg vinnu­brögð og að allt ferli við sölu og ráð­stöfun á þeim stöð­ug­leika­eignum sem hér um ræðir sé skýrt og ljóst.

Frá því Lind­ar­hvoll ehf. hóf starf­semi í apríl s.l. hefur sala eigna og greiðslu­flæði af stöð­ug­leika­eignum numið alls 34,7 millj­örðum króna. Sú aðferða­fræði sem beitt hefur verið við sölu þess­ara eigna hefur verið í fullu sam­ræmi við þær verk­lags­reglur sem félag­inu er gert að starfa eft­ir.

Sala á hlut og tengdum kröfum í Klakka ehf.

Hvað varðar sölu í Klakka ehf. telur stjórn Lind­ar­hvols ehf. að sölu­ferlið hafi full­nægt og farið að öllu leyti fram eftir ofan­greindum regl­um. Gagn­sæi hafi verið tryggt með því að sölu­ferlið var skýrt og ljóst og jafn­ræðis bjóð­enda hafi að fullu verið gætt:

  • Sölu­ferlið var öllum opið, það var aug­lýst opin­ber­lega og til­kynn­ing birt á heima­síðu félags­ins 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.
  • Öllum áhuga­sömum fjár­festum var boðið að senda inn skuld­bind­andi til­boð á því formi og með þeim fyr­ir­vörum sem hent­aði hverjum og einum fjár­festi.
  • Sölu­ferlið var eins opið, ein­falt og skýrt og mögu­legt er í slíku ferli. Það var ekki háð öðrum skil­yrðum en þeim að áhuga­samir bjóð­endur skil­uðu inn til­boðum sínum með raf­rænum hætti fyrir kl. 16.00, föstu­dag­inn 14. októ­ber 2016.
  • Þetta er venju­bundið fyr­ir­komu­lag í sam­bæri­legum sölu­ferlum en fyr­ir­komu­lagið ein­faldar til­boðs­gerð, auð­veldar erlendum sem inn­lendum aðilum að leggja fram til­boð. Ekki síst er með þeim hætti tryggt að það liggi fyrir raf­ræn stað­fest­ing þess efnis að til­boð hafi borist fyrir lok til­boðs­frests.
  • Engar athuga­semdir bár­ust varð­andi þetta fyr­ir­komu­lag fyrir lok til­boðs­frests.

Þrjú til­boð bár­ust raf­rænt fyrir lok til­boðs­frests­ins, frá þremur til­boðs­gjöf­um, á síð­ustu sex mín­útum áður en til­boðs­frestur rann út, sem hér seg­ir:

  • Hæsta til­boðið var að fjár­hæð kr. 505.000.161.
  • Næst hæsta til­boðið var að fjár­hæð kr. 502.000.000.
  • Þriðja hæsta til­boðið var að fjár­hæð kr. 500.950.431.

Þar sem aðili, sem kveðst hafa gert til­boð í fyrr­nefnda hluti og tengdar kröfur í Klakka ehf., hefur komið fram í fjöl­miðlum er rétt að upp­lýsa um að nafn hans eða félags í hans eigu eða umsjón var hvorki til­boðs­gjafi né kom fram með neinum hætti í þeim til­boðum sem skilað var fyrir lok til­boðs­frests.

Í sam­ræmi við reglur félags­ins um sölu eigna fór stjórn Lind­ar­hvols ehf. yfir hvert og eitt til­boð sem barst innan til­boðs­frests.  Stjórn lagði mat á fram­lögð til­boð á grund­velli þeirra fyr­ir­mæla sem reglur félags­ins gera ráð fyrir við slíkt mat. Að mat­inu loknu tók stjórn Lind­ar­hvols ehf. þá ákvörðun að taka hæsta til­boð­inu, sem var frá BLM fjár­fest­ingum ehf. Með söl­unni var því að öllu leyti full­nægt því meg­in­mark­miði við sölu eigna á grund­velli ofan­greindra fyr­ir­mæla að leggja eigi áherslu á hag­kvæmni með því að leitað skuli hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­irnar í opnu sölu­ferli.

Strax og afstaða stjórnar Lind­ar­hvols ehf. lá fyrir var þeim aðil­um, sem skil­uðu inn skuld­bind­andi til­boðum innan til­boðs­frests, til­kynnt um hvort til­boði við­kom­andi yrði tekið eða ekki. Lögð er áhersla á að til­kynna eins fljótt og mögu­legt er um nið­ur­stöðu sölu­ferla á heima­síðu félags­ins. Tíma­setn­ing til­kynn­ingar ræðst af eðli þess sölu­ferlis sem um ræð­ir. Ræðst það m.a. af hags­munum félags­ins af því að tryggja að end­an­legur skuld­bind­andi samn­ingur liggi fyr­ir. Nið­ur­staða sölu­ferl­is­ins var birt með til­kynn­ingu á heima­síðu Lind­ar­hvols þann 11. nóv­em­ber sl.

Meðal stöð­ug­leika­eigna sem fram­seldar voru rík­is­sjóði voru eign­ar­hlutir í félögum af ýmsum toga.  Stjórn Lind­ar­hvols ehf. telur nauð­syn­legt að benda á að umsýsla með slíkum eignum felst meðal ann­ars í því að til­nefna full­trúa til stjórn­ar­setu. Það er mat stjórnar Lind­ar­hvols ehf. að um fylli­lega sam­ræm­an­leg hlut­verk sé að ræða að sitja í stjórnum fyrir hönd rík­is­sjóðs og veita jafn­framt ráð­gjöf um sölu þeirrar eign­ar. Í báðum til­vikum er við­kom­andi að gæta hags­muna rík­is­sjóðs og engra ann­arra.

Stjórn Lind­ar­hvols ehf. tekur allar ákvarð­anir varð­andi umsýslu, ráð­stöfun og sölu ein­stakra eigna í umsýslu félags­ins. Lind­ar­hvoll ehf. hefur ráðið sér­fræð­inga til að ann­ast ráð­gjafa­störf og fram­kvæmd sölu­ferla en aðkoma ráð­gjafa við sölu­ferli á eignum í umsýslu félags­ins snýr ein­ungis að þeim þáttum að halda utan um sölu­ferlið á hverjum tíma

Stjórn félags­ins vill ítreka að við sölu­ferlið var hags­muna rík­is­sjóðs gætt í hví­vetna, tryggður var fullur trún­aður við sölu­ferlið og farið var eftir reglum Lind­ar­hvols ehf. að öllu leyti.

 

Stjórn Lind­ar­hvols ehf.

Þór­hallur Ara­son, stjórn­ar­for­maður

Ása Ólafs­dótt­ir, með­stjórn­andi

Haukur C. Bene­dikts­son, með­stjórn­andi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None