ESB gæti krafið UKIP um endurgreiðslu tuga milljóna

Nigel Farage í Brexit-baráttunni
Auglýsing

Breski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn UKIP verður að öllum lík­indum beð­inn um að end­ur­greiða Evr­ópu­sam­band­inu 173 þús­und evr­ur, sem sam­svarar tæp­lega 21 milljón króna, sem flokk­ur­inn fékk í styrki frá sam­band­inu. Til við­bótar við það mun flokk­ur­inn ekki fá ríf­lega 500 þús­und evra styrk sem hann átti von á. Ástæðan er sú að flokk­ur­inn er sak­aður um að hafa mis­notað almanna­fé. Guar­dian greinir frá þessu.

Banda­lag um beint lýð­ræði í Evr­ópu (e. Alli­ance for Direct Democracy in Europe) er banda­lag undir stjórn UKIP og það fékk þessa fjár­muni í styrki. Evr­ópu­þing­menn frá Þýska­landi og Frakk­landi til­heyra líka banda­lag­inu. Ný skýrsla frá end­ur­skoðun Evr­ópu­þings­ins leiðir í ljós að UKIP hafi varið fjár­munum frá Evr­ópu­sam­band­inu í skoð­ana­kann­anir og grein­ingar á kjör­dæmum í Bret­landi þar sem flokk­ur­inn von­að­ist til að fá sæti í þing­kosn­ing­unum þar í landi. Meðal kjör­dæmanna var Thanet South, kjör­dæmið þar sem for­mað­ur­inn Nigel Farage reyndi að ná þing­sæt­i. 

Féð var einnig notað til að gera skoð­ana­kann­anir á við­horfi almenn­ings til þess að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið, mán­uðum áður en kosn­inga­bar­áttan í Brexit hófst. 

Auglýsing

„Þetta var ekki í þágu Evr­ópu­flokks­ins, sem má hvorki taka þátt í lands­kosn­ingum né þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir í skýrsl­unni. Kjör­dæmin sem skoð­ana­kann­anir hafi verið gerðar í sýni að kann­an­irnar voru í þágu UKIP í þing­kosn­ing­unum í Bret­landi. Kjör­dæmin hafi mörg verið talin nauð­syn­leg fyrir góða nið­ur­stöðu flokks­ins í kosn­ingum og fyrir útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Breski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn neitar því að hafa mis­notað féð og seg­ist hafa farið eftir regl­um. Banda­lagið um beint lýð­ræði mun að öllum lík­indum verða gjald­þrota án styrkj­anna sem nú á að taka af því. Það bætir á fjár­hags­vand­ræði UKIP, sem eru tals­verð. Það mun líka koma niður á öðrum flokkum sem eiga aðild að banda­lag­in­u. 

Á mánu­dag­inn fer skýrslan fyrir leið­toga á Evr­ópu­þing­inu. Ef þeir sam­þykkja hana fær banda­lagið mánuð til að gera áætlun um bætta fjár­hags­stjórn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None