Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hefur boðað fulltrúa Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar á fund á morgun klukkan 13.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstoðarmanni Katrínar, Lísu Kristjánsdóttur.
Í tilkynningunni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að fundurinn standi í rúmar tvær klukkustundir, en að honum loknum mun þingflokkur Vinstri grænna funda.
Auglýsing
Katrín hefur sagt að hún vildi láta reyna á fimm flokka ríkisstjórn þessara flokka, og hefur fundað með fulltrúum allra flokka í þinghúsinu eftir að hún fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á miðvikudag.