kannabis
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin hefur ákveðið að 1500 danskir sjúk­lingar fái að taka þátt í sér­stöku til­rauna­verk­efni og nota kanna­bis í lækn­inga­skyni. Um það bil 200 Danir hafa um nokk­urra ára skeið fengið að nota kanna­bis til að lina þraut­ir, hrá­efnið hefur verið keypt frá fram­leið­anda í Þýska­landi en blandað og sett saman í apó­teki í Dan­mörku. Þýska fyr­ir­tækið getur ekki selt Dönum meira kanna­bis en það gerir nú þeg­ar. Dönsk heil­brigð­is­yf­ir­völd telja að árlega þurfi 350 til 400 kíló af kanna­bis til að þeir sjúk­lingar sem taka þátt í til­rauna­verk­efn­inu fái það magn sem þeir þurfa en verk­efnið á að hefj­ast 1. jan­úar 2018.

Margir kann­ast við þetta orð, kanna­bis, og þegar fjallað er um það í fjöl­miðlum teng­ist það oft­ast ólög­legri iðju, sölu, ræktun eða neyslu.

Kanna­bis er hins veg­ar ekki bara eitt­hvað eitt ef svo mætti segja enda ganga plantan og „af­urð­irn­ar“ undir ýmsum nöfnum t.d. hass, hamp­ur, mari­júana, gras, jóna o.fl. Skil­grein­ing­arnar eru þó nokkuð á reiki. Áður fyrr köll­uð­ust t.d af­urðir kanna­bis­plönt­unnar einu nafni hampur en í dag er orðið einkum notað um afurðir sem ekki tengj­ast vímu­efnum með neinum hætti. Flestir Íslend­ingar kann­ast lík­lega við Hamp­iðj­una, gam­alt og rót­gróið fyr­ir­tæki (stofnað 1934) sem fram­leiðir margs­konar vör­ur, einkum tengdar sjáv­ar­út­vegi. Hamp­iðjan not­aði einkum hamp í fram­leiðsl­una fyrstu ára­tug­ina en um 1960 tóku önnur efni við. 

Auglýsing

Kanna­bis hefur verið notað um aldir

Vís­inda­menn hafa lengi rann­sakað áhrif kanna­bis­plönt­unnar á manns­lík­amann en aldagamlar heim­ildir frá Kína og Ind­landi benda til að kanna­bis (hamp­ur) hafi verið notað í lækn­inga­skyni. Notk­un kanna­bis hefur löngum mætt mik­illi and­stöðu en á und­an­förnum árum hefur umræð­an hins­vegar breyst.  

Hol­lend­ingar hafa verið fram­ar­lega í rann­sóknum og notkun á kanna­bis til lækn­inga. Þar er kanna­bis fram­leitt undir ströngu eft­ir­liti, kallað lækn­andi kanna­bis.

Dönsk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa fal­ast eftir kaupum á efn­inu frá hol­lenska fram­leið­and­an­um, sem seg­ist ein­ungis geta selt Dönum 35 kíló á ári. ­Sem sé ein­ungis 10 pró­sent þess sem danskir sjúk­lingar þurfa á að halda. 

Bændur til­búnir ef leyfi fæst

Þegar það spurð­ist út að heil­brigð­is­yf­ir­völd væru í vand­ræðum með að útvega kanna­bis létu danskir bændur strax í sér heyra. Kváð­ust til­búnir að taka að sér þessa rækt­un. Tals­maður bænda­sam­tak­anna sagði að auk þess að fram­leiða fyrir heil­brigð­is­yf­ir­völd væru margir aðrir mögu­leikar í boði. „Kanna­bis­plantan er merki­legt fyr­ir­bæri sem æ fleiri hafa nú komið auga á,“ sagði tals­mað­ur­inn og nefndi bygg­inga­iðn­að­inn, snyrti­vöru­fram­leið­end­ur, bíla­fram­leið­endur og margt fleira. 

Vilja kanna­bis­ráð á Krist­jáns­borg

Bænda­sam­tökin hafa lagt til að danska þing­ið, Fol­ket­inget, skipi sér­stakt kanna­bis­ráð til að skipu­leggja fram­leiðslu og eft­ir­lit. Þeir bændur sem fá leyfi til fram­leiðsl­unnar verði að upp­fylla margs konar skil­yrð­i, einsog í öllum greinum land­bún­að­ar­ins. Margir þing­menn hafa tekið vel í þessa hug­mynd sem ennþá er á byrj­un­ar­stigi.

Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið,Liberal Alli­ance, sem á 13 full­trúa á danska þing­inu efnir í febr­úar næst­kom­andi til ráð­stefnu um rækt­un kanna­bis í Dan­mörku. Þangað koma sér­fræð­ingar frá mörgum lönd­um. Þessi ráð­stefna var löngu ákveðin og stendur ekki í beinu sam­bandi við til­rauna­verk­efni danskra heil­brigð­is­yf­ir­valda.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None