kannabis
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin hefur ákveðið að 1500 danskir sjúk­lingar fái að taka þátt í sér­stöku til­rauna­verk­efni og nota kanna­bis í lækn­inga­skyni. Um það bil 200 Danir hafa um nokk­urra ára skeið fengið að nota kanna­bis til að lina þraut­ir, hrá­efnið hefur verið keypt frá fram­leið­anda í Þýska­landi en blandað og sett saman í apó­teki í Dan­mörku. Þýska fyr­ir­tækið getur ekki selt Dönum meira kanna­bis en það gerir nú þeg­ar. Dönsk heil­brigð­is­yf­ir­völd telja að árlega þurfi 350 til 400 kíló af kanna­bis til að þeir sjúk­lingar sem taka þátt í til­rauna­verk­efn­inu fái það magn sem þeir þurfa en verk­efnið á að hefj­ast 1. jan­úar 2018.

Margir kann­ast við þetta orð, kanna­bis, og þegar fjallað er um það í fjöl­miðlum teng­ist það oft­ast ólög­legri iðju, sölu, ræktun eða neyslu.

Kanna­bis er hins veg­ar ekki bara eitt­hvað eitt ef svo mætti segja enda ganga plantan og „af­urð­irn­ar“ undir ýmsum nöfnum t.d. hass, hamp­ur, mari­júana, gras, jóna o.fl. Skil­grein­ing­arnar eru þó nokkuð á reiki. Áður fyrr köll­uð­ust t.d af­urðir kanna­bis­plönt­unnar einu nafni hampur en í dag er orðið einkum notað um afurðir sem ekki tengj­ast vímu­efnum með neinum hætti. Flestir Íslend­ingar kann­ast lík­lega við Hamp­iðj­una, gam­alt og rót­gróið fyr­ir­tæki (stofnað 1934) sem fram­leiðir margs­konar vör­ur, einkum tengdar sjáv­ar­út­vegi. Hamp­iðjan not­aði einkum hamp í fram­leiðsl­una fyrstu ára­tug­ina en um 1960 tóku önnur efni við. 

Auglýsing

Kanna­bis hefur verið notað um aldir

Vís­inda­menn hafa lengi rann­sakað áhrif kanna­bis­plönt­unnar á manns­lík­amann en aldagamlar heim­ildir frá Kína og Ind­landi benda til að kanna­bis (hamp­ur) hafi verið notað í lækn­inga­skyni. Notk­un kanna­bis hefur löngum mætt mik­illi and­stöðu en á und­an­förnum árum hefur umræð­an hins­vegar breyst.  

Hol­lend­ingar hafa verið fram­ar­lega í rann­sóknum og notkun á kanna­bis til lækn­inga. Þar er kanna­bis fram­leitt undir ströngu eft­ir­liti, kallað lækn­andi kanna­bis.

Dönsk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa fal­ast eftir kaupum á efn­inu frá hol­lenska fram­leið­and­an­um, sem seg­ist ein­ungis geta selt Dönum 35 kíló á ári. ­Sem sé ein­ungis 10 pró­sent þess sem danskir sjúk­lingar þurfa á að halda. 

Bændur til­búnir ef leyfi fæst

Þegar það spurð­ist út að heil­brigð­is­yf­ir­völd væru í vand­ræðum með að útvega kanna­bis létu danskir bændur strax í sér heyra. Kváð­ust til­búnir að taka að sér þessa rækt­un. Tals­maður bænda­sam­tak­anna sagði að auk þess að fram­leiða fyrir heil­brigð­is­yf­ir­völd væru margir aðrir mögu­leikar í boði. „Kanna­bis­plantan er merki­legt fyr­ir­bæri sem æ fleiri hafa nú komið auga á,“ sagði tals­mað­ur­inn og nefndi bygg­inga­iðn­að­inn, snyrti­vöru­fram­leið­end­ur, bíla­fram­leið­endur og margt fleira. 

Vilja kanna­bis­ráð á Krist­jáns­borg

Bænda­sam­tökin hafa lagt til að danska þing­ið, Fol­ket­inget, skipi sér­stakt kanna­bis­ráð til að skipu­leggja fram­leiðslu og eft­ir­lit. Þeir bændur sem fá leyfi til fram­leiðsl­unnar verði að upp­fylla margs konar skil­yrð­i, einsog í öllum greinum land­bún­að­ar­ins. Margir þing­menn hafa tekið vel í þessa hug­mynd sem ennþá er á byrj­un­ar­stigi.

Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið,Liberal Alli­ance, sem á 13 full­trúa á danska þing­inu efnir í febr­úar næst­kom­andi til ráð­stefnu um rækt­un kanna­bis í Dan­mörku. Þangað koma sér­fræð­ingar frá mörgum lönd­um. Þessi ráð­stefna var löngu ákveðin og stendur ekki í beinu sam­bandi við til­rauna­verk­efni danskra heil­brigð­is­yf­ir­valda.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None