Trump reynir að semja sig frá málsóknum vegna svika

Þrátt fyrir að hafa unnið kosningasigur í Bandaríkjunum stendur Donald J. Trump enn í stórræðum vegna svika í tengslum við Trump University.

trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sem nú er að raða saman stjórn­ar­liði sínu í Hvíta hús­inu, er langt komin með að ná sáttum í máli fyrr­ver­andi nem­enda Trump Uni­versity gegn hon­um, og er talið að hann muni þurfa að greiða 25 millj­ónir Banda­ríkja­dala vegna þessa, eða sem nemur um þremur millj­örðum króna. 

Sam­kvæmt frá­sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC í dag, þá hafa lög­menn Trumps sótt það stíft að und­an­förnu að ná sáttum í mál­inu, en máls­með­ferð í dóm­sal hefst í einu mál­inu 28. nóv­em­ber í San Diego, að óbreyttu.

Málið snýst um það, að nem­endur sem greiddu á bil­inu 28 til 35 þús­und Banda­ríkja­dali í skóla­gjöld, telja sig hafa verið svikna þar sem ekk­ert af því stóðst sem aug­lýst var þegar Trump Uni­versity aug­lýsti nám­skeið skól­ans árið 2005.

Auglýsing

Sér­stak­lega bein­ast spjótin að aug­lýs­ingum þar sem tekið var fram að Trump myndi sýna nem­endum galdra­brögðin að baki árangri á fast­eigna­mark­aði. Í stað þess að fá inn­sýn í „gald­ra­na“ hjá Trump, þá fengu nem­endur að horfa á fyr­ir­lestra þar sem Trump fór yfir við­skipta­feril sinn, og veldið sem hann tók við af for­eldrum sín­um. 

Engin dýpt var að baki nám­skeiðum skól­ans, og var hann strax gagn­rýndur harð­lega fyrir að vera yfir­borðs­kenndur og svik­sam­legur í sinni nálgun að háskóla­starf­in­u. 

Trump Uni­versity hætti allri starf­semi árið 2010, og hefur Eric Schneiderman, sak­sókn­ari í New York, sagt að skól­inn hafi verið „svika­mylla frá upp­hafi til enda“. Hann hefur leitt mál­sóknir gegn Trump vegna starf­sem­innar hjá Trump Uni­versity.



Trump sagð­ist aðspurður í júní síð­ast­liðnum reikna með að semja um mál­ið, og eins og áður sagði, þá greindi BBC frá því í dag að Trump og lög­menn hans reyndu nú til þrautar að semja um mál­ið.

Upp­fært: New York Times hefur greint frá því, að Don­ald Trump hafi í dag sam­þykkt að greiða 25 millj­ónir Banda­ríkja­dala til þeirra sem voru að leita réttar síns, vegna svika Trump Uni­versity. Mál­sókn­irnar eru því úr sög­unni og mál­unum lok­ið. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None