Höft losuð og samkomulag við tryggingarfélög fellt úr gildi

Már Guðmundsson
Auglýsing

Sam­komu­lag sem Seðla­banki  Ís­lands gerði við erlend trygg­ing­ar­fé­lög haustið 2014 er fallið úr gildi þar sem losun hafta hefur gert það óþarft, en tekið var fram í sam­komu­lag­inu í upp­hafi að það myndi gilda svo lengi sem fjár­magns­höft væru lög­bund­in. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Seðla­bank­an­um.

Haustið 2014 gerði Seðla­banki Íslands sam­komu­lag við erlend trygg­inga­fé­lög um trygg­inga­samn­inga sem fela í sér sparnað erlend­is. Sam­komu­lagið gerði félög­unum kleift að við­halda óbreyttu samn­ings­sam­bandi við við­skipta­vini sína hér á landi án þess að það hefði nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfnuð Íslands. 

Þá var mark­miðið með sam­komu­lag­inu enn fremur að stuðla að jafn­ræði meðal aðila á sama mark­aði, segir í til­kynn­ingu Seðla­bank­ans.  Nú hefur verið losað um fjár­magns­höft­in, sem var ástæða sam­komu­lags­ins 2014, og fellur sam­komu­lagið við erlendu trygg­inga­fé­lögin því úr gildi. Seðla­bank­inn hefur heim­ilað erlendu trygg­inga­fé­lög­unum að flytja úr landi inn­stæður sem þau höfðu byggt upp í Seðla­bank­anum á grund­velli sam­komu­lags­ins, sam­tals að fjár­hæð 13,5 millj­ónir evra, eða sem nemur 1,6 millj­örðum króna miðað við núver­andi gengi.


AuglýsingMeira úr sama flokkiInnlent
None