Ingibjörg kaupir í Högum fyrir 600 milljónir

Ingibjörg Pálmadóttir
Auglýsing

Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og langstærsta hluthafa fjölmiðlafyrirtækisins 365, hefur keypt tæplega eitt prósent hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins á um 600 milljónir króna. Kaupin fóru fram í gegnum félagið SM Investments, en eini hluthafi þess er annað félag á vegum Ingibjargar. Frá þessu er greint íDV í dag.

Krúnudjásnin í Högum eru annars vegar Bónus-keðjan og hins vegar Hagkaup. Jón Ásgeir og fjölskylda hans stofnuðu Bónus á sínum tíma og faðir Ingibjargar stofnaði Hagkaup. Fyrirtækin tvö runnu svo saman  á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir bankahrun voru Hagar í eigu Baugs, sem aftur var í eigu fjárfestingafélagsins Gaums. Það félag var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Baugssamstæðan var ein sú skuldsettasta á Íslandi þegar hrunið reið yfir haustið 2008. Þann 11. mars 2009, nítján árum og ellefu mánuðum eftir opnun fyrstu Bónusverslunarinnar, synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur Baugi um áframhaldandi greiðslustöðvun og í kjölfarið var óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Við gjaldþrot Baugs tapaðist stærsti hluti veldisins sem þeir feðgar, Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans, höfðu byggt upp. Högum, sem héldu á innlendum verslunarrekstri fjölskyldunnar, hafði reyndar verið skotið út úr Baugi sumarið 2008 og fyrirtækið fært inn í Gaum.

Á endanum yfirtók Arion banki fyrirtækið og seldi nýjum eigendum. Hagar urðu svo fyrsta fyrirtækið sem skráð var á markað á Íslandi eftir bankahrunið. Í dag er það að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem eiga um helming hlutafjár. Hagar keyptu nýverið lyfjasölufyrirtækið Lyfju af íslenska ríkinu á 6,7 milljarða króna. 

Auglýsing

Í DV í dag kemur fram að eini stjórnarmaður SM Investments sé Jón Skaftason. Hann er nánasti samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og starfar fyrir fjárfestingafélagið South Molton Capital, sem áður hét Guru Capital. Það félag kom fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu, en Kjarninn greindi frá því í aprílað félagið Guru Invest S.A.  sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og er með heimilisfesti í Panama, hafi fjármagnað fjöldamörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None