Ingibjörg kaupir í Högum fyrir 600 milljónir

Ingibjörg Pálmadóttir
Auglýsing

Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og langstærsta hluthafa fjölmiðlafyrirtækisins 365, hefur keypt tæplega eitt prósent hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins á um 600 milljónir króna. Kaupin fóru fram í gegnum félagið SM Investments, en eini hluthafi þess er annað félag á vegum Ingibjargar. Frá þessu er greint íDV í dag.

Krúnudjásnin í Högum eru annars vegar Bónus-keðjan og hins vegar Hagkaup. Jón Ásgeir og fjölskylda hans stofnuðu Bónus á sínum tíma og faðir Ingibjargar stofnaði Hagkaup. Fyrirtækin tvö runnu svo saman  á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir bankahrun voru Hagar í eigu Baugs, sem aftur var í eigu fjárfestingafélagsins Gaums. Það félag var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Baugssamstæðan var ein sú skuldsettasta á Íslandi þegar hrunið reið yfir haustið 2008. Þann 11. mars 2009, nítján árum og ellefu mánuðum eftir opnun fyrstu Bónusverslunarinnar, synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur Baugi um áframhaldandi greiðslustöðvun og í kjölfarið var óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Við gjaldþrot Baugs tapaðist stærsti hluti veldisins sem þeir feðgar, Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans, höfðu byggt upp. Högum, sem héldu á innlendum verslunarrekstri fjölskyldunnar, hafði reyndar verið skotið út úr Baugi sumarið 2008 og fyrirtækið fært inn í Gaum.

Á endanum yfirtók Arion banki fyrirtækið og seldi nýjum eigendum. Hagar urðu svo fyrsta fyrirtækið sem skráð var á markað á Íslandi eftir bankahrunið. Í dag er það að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem eiga um helming hlutafjár. Hagar keyptu nýverið lyfjasölufyrirtækið Lyfju af íslenska ríkinu á 6,7 milljarða króna. 

Auglýsing

Í DV í dag kemur fram að eini stjórnarmaður SM Investments sé Jón Skaftason. Hann er nánasti samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og starfar fyrir fjárfestingafélagið South Molton Capital, sem áður hét Guru Capital. Það félag kom fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu, en Kjarninn greindi frá því í aprílað félagið Guru Invest S.A.  sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og er með heimilisfesti í Panama, hafi fjármagnað fjöldamörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None