Ekkert verður af því að fimm flokka ríkisstjórn verður mynduð undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri-grænna, en stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand í dag, samkvæmt heimildum Kjarnans.
Þetta varð ljóst eftir fund fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar sem hófst klukkan rétt rúmlega fimm.
Katrín hefur þegar tilkynnt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, um að viðræðunum sé lokið.
Auglýsing
Fréttin verður uppfærð.