Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hefur skilað stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Þetta sagði hún fréttamönnum rétt í þessu að loknum fundi þeirra. Katrín sagði stöðuna augljóslega vera snúna.
Gagnvart fólkinu í landinu er staða okkar allra að þrengjast,“ sagði Katrín. Allir flokkar hafi talað um það hvaða ríkisstjórnir þeir vildu helst mynda og nú væru þau búin að fá tækifæri til að reyna fyrir okkur í því. „Stjórnmálaflokkarnir þurfa að fara að ræða það innan sinna raða hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum eða líta út fyrir rammann,“ sagði hún einnig.
Flokkarnir þyrftu að hugsa út fyrir kassann og skoða möguleikann á því að mynda minnihlutastjórn. „Það er ekkert útilokað í stöðunni núna,“ sagði hún um það. Það væri eitt þess sem flokkarnir þyrfti að skoða hver fyrir sig.
Hún sagði alla hafa farið af heilum hug inn í stjórnarmyndunarviðræðurnar sem flokkur hennar leiddi. Það hafi hins vegar legið fyrir að flokkarnir væru ólíkir.