Fidel Castro, sem var leiðtogi Kúbu í næstum hálfa öld, er látinn, 90 ára að aldri. Frá þessu var greint í kvöld. Bróðir hans Raul tók við stjórnartaumunum árið 2008, en Fidel hafði glímt við veikindi í langan tíma.
Grein var frá dauða hans í sjónvarpsávarpi á Kúbu.
Auglýsing
Fidel Castro var forsætisráðherra á Kúbu frá 1959 til 1976 en tók síðan við sem þjóðarleiðtogi og forseti til ársins 2008. Samanlagður valdatími hans var því 49 ár.
Það var bróðir hans Raul sem greindi þjóðinni frá því að Fidel væri látinn.