Bændasamtökin segja Brúneggjamálið óafsakanlegt

Sindri Sigurgeirsson , formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson , formaður Bændasamtaka Íslands.
Auglýsing

Bænda­sam­tök Íslands (BÍ) for­dæma illa með­ferð á dýrum og segja að það valdið von­brigðum að heyra af slæmum aðbún­aði varp­hænsna hjá eggja­fram­leið­and­anum Brú­neggjum ehf. á síð­ustu árum. „Undir yfir­skini vist­vænnar fram­leiðslu, þar sem fólki er talin trú um að vel­ferð varp­hænsnanna sé tryggð, virð­ast neyt­endur hafa verið blekktir um ára­bil. Þetta er óaf­sak­an­legt og er harm­að.[...]Þær myndir sem birt­ust lands­mönnum í Kast­ljós­þætt­inum í gær­kvöldi voru slá­andi og bera búskapnum á við­kom­andi eggja­búum slæmt vitni. Bænda­sam­tökin telja að málið sé for­dæma­laust og hér sé um ein­stakt til­vik að ræða eins og fram kom í við­tali við for­stjóra Mat­væla­stofn­unar í Kast­ljós­þætt­in­um.“ Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­unum sem Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður BÍ, skrifar und­ir. 

Í Kast­­ljós-þætti sem sýndur var í gær­­kvöldi var fjallað var um for­­dæma­­laus afskipti Mat­væla­­stofn­unar af eggja­­búum Brú­­neggja. Í þætt­inum kom fram að Brú­­negg hefði, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. 

Kast­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­­stofn­unnar af Brú­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hefur í tæpan ára­tug haft upp­­lýs­ingar um að Brú­­negg upp­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­ur. Atvinn­u­­vega­ráðu­­neytið hafði líka þessar upp­­lýs­ing­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Auglýsing

Fyrir ári síðan hafi staðið til að taka yfir vörslu á hænum Brú­­neggja vegna ítrek­aðra brota á lögum um með­­­ferð dýra, meðal ann­­ars með því að vera með allt of marga fugla í eggja­hús­­um. Til að koma í veg fyrir vörslu­­svipt­ing­una þurftu Brú­­negg að slátra um 14 þús­und fugl­­um.

Fjórar versl­ana­keðj­ur, þar á meðal tvær stærstu lág­vöru­versl­ana­keðjur lands­ins, hafa ákveðið að hætta að selja vörur Brú­neggja í kjöl­far umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Yfir­lýs­ing Bænda­sam­taka Íslands í heild: 

Í Kast­ljósi Rík­is­sjón­varps­ins í gær­kvöldi var fjallað um mál­efni eggja­fram­leið­and­ans Brú­neggja ehf. Þar kom meðal ann­ars fram að fyr­ir­tækið hefur ekki sinnt aðfinnslum Mat­væla­stofn­unar með full­nægj­andi hætti vegna athuga­semda um aðbúnað dýra. Skort hefur á við­eig­andi ráð­staf­anir til að mæta kröfum sem gerðar eru til eggja­fram­leið­enda. Auk þess hefur Brú­negg ehf. notað merki vist­væns land­bún­aðar þrátt fyrir að reglu­gerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síð­an.

Bænda­sam­tök Íslands for­dæma illa með­ferð á dýrum enda hafa sam­tökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur land­bún­aður sé til fyr­ir­myndar hvað varðar dýra­vel­ferð og góðan aðbún­að. Það veldur von­brigðum að heyra af slæmum aðbún­aði varp­hænsna hjá eggja­fram­leið­and­anum Brú­neggjum ehf. á síð­ustu árum. Undir yfir­skini vist­vænnar fram­leiðslu, þar sem fólki er talin trú um að vel­ferð varp­hænsnanna sé tryggð, virð­ast neyt­endur hafa verið blekktir um ára­bil. Þetta er óaf­sak­an­legt og er harm­að.

Ný lög um vel­ferð dýra tóku gildi í árs­byrjun 2014. Í þeim eru mjög fram­sæknar reglur um vel­ferð dýra og fylgja inn­leið­ingu þeirra miklar áskor­anir fyrir land­bún­að­inn. Lögin og reglu­gerðir sem á þeim byggja gera rík­ari kröfur til aðbún­aðar búfjár en áður hefur tíðkast. Mark­miðið er að tryggja vel­ferð og heil­brigði dýra með góðri með­ferð, umsjá og aðbún­aði.

Bænda­sam­tökin hafa áður lýst yfir mik­il­vægi þess að eft­ir­lit sé gott með þeim sem stunda land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu og farið sé eftir lögum og reglum í hví­vetna. Mat­væla­stofnun hefur á síð­ustu árum þróað eft­ir­lits­kerfi og hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregð­ast við slæmri með­höndlun dýra. Hlut­verk stofn­un­ar­innar er að gæta þess að mál líkt og fjallað var um í Kast­ljós­inu komi ekki upp. Það vekur upp spurn­ingar af hverju mál geta velkst um í kerf­inu jafn­vel um ára­bil og lítið sé aðhafst. Mik­il­vægt er að tryggja að mál sem þetta end­ur­taki sig ekki.

Reglu­gerð um vist­væna fram­leiðslu var felld brott 1. nóv­em­ber 2015. Var það gert að til­lögu  starfs­hóps á vegum ráðu­neyt­is­ins, sem Bænda­sam­tökin áttu m.a. full­trúa í. Þetta starf og nið­ur­staða þess var kynnt aðild­ar­fé­lögum BÍ á sínum tíma.

Þær myndir sem birt­ust lands­mönnum í Kast­ljós­þætt­inum í gær­kvöldi voru slá­andi og bera búskapnum á við­kom­andi eggja­búum slæmt vitni. Bænda­sam­tökin telja að málið sé for­dæma­laust og hér sé um ein­stakt til­vik að ræða eins og fram kom í við­tali við for­stjóra Mat­væla­stofn­unar í Kast­ljós­þætt­in­um.

Virð­ing­ar­fyllst, Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður BÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None