Bændasamtökin segja Brúneggjamálið óafsakanlegt

Sindri Sigurgeirsson , formaður Bændasamtaka Íslands.
Sindri Sigurgeirsson , formaður Bændasamtaka Íslands.
Auglýsing

Bænda­sam­tök Íslands (BÍ) for­dæma illa með­ferð á dýrum og segja að það valdið von­brigðum að heyra af slæmum aðbún­aði varp­hænsna hjá eggja­fram­leið­and­anum Brú­neggjum ehf. á síð­ustu árum. „Undir yfir­skini vist­vænnar fram­leiðslu, þar sem fólki er talin trú um að vel­ferð varp­hænsnanna sé tryggð, virð­ast neyt­endur hafa verið blekktir um ára­bil. Þetta er óaf­sak­an­legt og er harm­að.[...]Þær myndir sem birt­ust lands­mönnum í Kast­ljós­þætt­inum í gær­kvöldi voru slá­andi og bera búskapnum á við­kom­andi eggja­búum slæmt vitni. Bænda­sam­tökin telja að málið sé for­dæma­laust og hér sé um ein­stakt til­vik að ræða eins og fram kom í við­tali við for­stjóra Mat­væla­stofn­unar í Kast­ljós­þætt­in­um.“ Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­unum sem Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður BÍ, skrifar und­ir. 

Í Kast­­ljós-þætti sem sýndur var í gær­­kvöldi var fjallað var um for­­dæma­­laus afskipti Mat­væla­­stofn­unar af eggja­­búum Brú­­neggja. Í þætt­inum kom fram að Brú­­negg hefði, að mati stofn­un­­ar­inn­­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. 

Kast­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­­stofn­unnar af Brú­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hefur í tæpan ára­tug haft upp­­lýs­ingar um að Brú­­negg upp­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­ur. Atvinn­u­­vega­ráðu­­neytið hafði líka þessar upp­­lýs­ing­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Auglýsing

Fyrir ári síðan hafi staðið til að taka yfir vörslu á hænum Brú­­neggja vegna ítrek­aðra brota á lögum um með­­­ferð dýra, meðal ann­­ars með því að vera með allt of marga fugla í eggja­hús­­um. Til að koma í veg fyrir vörslu­­svipt­ing­una þurftu Brú­­negg að slátra um 14 þús­und fugl­­um.

Fjórar versl­ana­keðj­ur, þar á meðal tvær stærstu lág­vöru­versl­ana­keðjur lands­ins, hafa ákveðið að hætta að selja vörur Brú­neggja í kjöl­far umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Yfir­lýs­ing Bænda­sam­taka Íslands í heild: 

Í Kast­ljósi Rík­is­sjón­varps­ins í gær­kvöldi var fjallað um mál­efni eggja­fram­leið­and­ans Brú­neggja ehf. Þar kom meðal ann­ars fram að fyr­ir­tækið hefur ekki sinnt aðfinnslum Mat­væla­stofn­unar með full­nægj­andi hætti vegna athuga­semda um aðbúnað dýra. Skort hefur á við­eig­andi ráð­staf­anir til að mæta kröfum sem gerðar eru til eggja­fram­leið­enda. Auk þess hefur Brú­negg ehf. notað merki vist­væns land­bún­aðar þrátt fyrir að reglu­gerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síð­an.

Bænda­sam­tök Íslands for­dæma illa með­ferð á dýrum enda hafa sam­tökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur land­bún­aður sé til fyr­ir­myndar hvað varðar dýra­vel­ferð og góðan aðbún­að. Það veldur von­brigðum að heyra af slæmum aðbún­aði varp­hænsna hjá eggja­fram­leið­and­anum Brú­neggjum ehf. á síð­ustu árum. Undir yfir­skini vist­vænnar fram­leiðslu, þar sem fólki er talin trú um að vel­ferð varp­hænsnanna sé tryggð, virð­ast neyt­endur hafa verið blekktir um ára­bil. Þetta er óaf­sak­an­legt og er harm­að.

Ný lög um vel­ferð dýra tóku gildi í árs­byrjun 2014. Í þeim eru mjög fram­sæknar reglur um vel­ferð dýra og fylgja inn­leið­ingu þeirra miklar áskor­anir fyrir land­bún­að­inn. Lögin og reglu­gerðir sem á þeim byggja gera rík­ari kröfur til aðbún­aðar búfjár en áður hefur tíðkast. Mark­miðið er að tryggja vel­ferð og heil­brigði dýra með góðri með­ferð, umsjá og aðbún­aði.

Bænda­sam­tökin hafa áður lýst yfir mik­il­vægi þess að eft­ir­lit sé gott með þeim sem stunda land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu og farið sé eftir lögum og reglum í hví­vetna. Mat­væla­stofnun hefur á síð­ustu árum þróað eft­ir­lits­kerfi og hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregð­ast við slæmri með­höndlun dýra. Hlut­verk stofn­un­ar­innar er að gæta þess að mál líkt og fjallað var um í Kast­ljós­inu komi ekki upp. Það vekur upp spurn­ingar af hverju mál geta velkst um í kerf­inu jafn­vel um ára­bil og lítið sé aðhafst. Mik­il­vægt er að tryggja að mál sem þetta end­ur­taki sig ekki.

Reglu­gerð um vist­væna fram­leiðslu var felld brott 1. nóv­em­ber 2015. Var það gert að til­lögu  starfs­hóps á vegum ráðu­neyt­is­ins, sem Bænda­sam­tökin áttu m.a. full­trúa í. Þetta starf og nið­ur­staða þess var kynnt aðild­ar­fé­lögum BÍ á sínum tíma.

Þær myndir sem birt­ust lands­mönnum í Kast­ljós­þætt­inum í gær­kvöldi voru slá­andi og bera búskapnum á við­kom­andi eggja­búum slæmt vitni. Bænda­sam­tökin telja að málið sé for­dæma­laust og hér sé um ein­stakt til­vik að ræða eins og fram kom í við­tali við for­stjóra Mat­væla­stofn­unar í Kast­ljós­þætt­in­um.

Virð­ing­ar­fyllst, Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður BÍ.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None