Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga nú í kvöld. Þetta kemur fram á vef RÚV, en ekki hefur fengist uppgefið hvað felst í samningunum.
Fundað var í deilunni hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá því um mitt árið. Þetta er í þriðja sinn sem samninganefndin nær samningum við sveitarfélögin en í bæði skiptin hafa samningarnir verið felldir af kennurum í atkvæðagreiðslum.
Búið var að greina frá því að kennarar myndu margir ganga út úr skólum klukkan hálf eitt á morgun ef ekki væri búið að semja.
Síðasti samningur sem kennarar felldu í haust gerði ráð fyrir 9,5 prósenta hækkun á þremur árum og 80 þúsund króna annaruppbót tvisvar á ári.