Ríflega 20 prósent eigna lífeyrissjóða erlendis

Um 40 prósent af eignum íslenskra lífeyrissjóða liggur í verðtryggðum innlendum skuldabréfum. Sjóðirnir eiga ríflega 140 milljarða eignir í gegnum hlutdeildarskírteini í fjárfestingasjóðum hér á landi.

Dönsk króna
Auglýsing

Heild­ar­eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða námu 3.325 millj­örðum króna í byrjun októ­ber mán­aðar en það er minnkun frá mán­uð­inum á undan upp á 0,3 pró­sent. Um 21 pró­sent af eignum sjóð­anna eru í erlendum verð­bréf­um, eða sem nemur um 724 millj­örðum króna.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir eru nú 24 tals­ins en þeim hefur fækkað nokkuð á und­an­förnum árum. Í dag tekur Birta líf­eyr­is­sjóður til starfa, en hann varð til við sam­ein­ingu Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins og Stafa líf­eyr­is­sjóðs­ins. Heild­ar­eignir sjóðs­ins nema ríf­lega 310 millj­örðum króna, eða sem nemur tæp­lega tíu pró­sent af íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Virkir sjóð­fé­lagar eru um átján þús­und.

Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna nema um 2.607 millj­örðum króna, sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands. Inn­lán sjóð­anna námu 119 millj­örðum í lok sept­em­ber á þessu ári en um ára­mótin voru þau rúm­lega 150 millj­arð­ar. Þau hafa því dreg­ist saman um ríf­lega 30 millj­arða á fyrstu níu mán­uðum þessa árs.

Auglýsing

Um 1.300 millj­arðar í eigna­safni líf­eyr­is­sjóð­anna liggur í verð­tryggðum skulda­bréfum og 545 millj­arðar í inn­lendum hluta­bréf­um. Þar af eru ríf­lega 140 millj­arðar í gegnum hluta­deild­ar­skír­teini í fjár­fest­inga­sjóð­um.

Útlán og eigna­leigu­samn­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna námu sam­tals 223 millj­örðum króna í lok sept­em­ber en um síð­ustu ára­mót var upp­hæðin fyrir þennan eigna­flokk 179 millj­arð­ar. Aukn­ingin er því umtals­verð, eða sem nemur 44 millj­örðum króna.

Erlendu eign­irnar eru að lang­mestu leyti í hlut­deild­ar­skír­teinum í hluta­bréfa­sjóðum og síðan í beinni hluta­bréfa­eign. Sam­tals voru ríf­lega 100 millj­arðar í hluta­bréfum í lok sept­em­ber á þessu ár, en 596 millj­arðar í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóð­um. Frá því um ára­mót hafa eignir í erlendri mynt dreg­ist saman um tíu millj­arða króna, og má gera ráð fyrir að geng­is­styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu erlendu við­skipta­myntum spila þar inn í.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fossinn Drynjandi í Hvalá.
Kalla eftir nýju umhverfismati fyrir Hvalárvirkjun
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None