Ríflega 20 prósent eigna lífeyrissjóða erlendis

Um 40 prósent af eignum íslenskra lífeyrissjóða liggur í verðtryggðum innlendum skuldabréfum. Sjóðirnir eiga ríflega 140 milljarða eignir í gegnum hlutdeildarskírteini í fjárfestingasjóðum hér á landi.

Dönsk króna
Auglýsing

Heild­ar­eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða námu 3.325 millj­örðum króna í byrjun októ­ber mán­aðar en það er minnkun frá mán­uð­inum á undan upp á 0,3 pró­sent. Um 21 pró­sent af eignum sjóð­anna eru í erlendum verð­bréf­um, eða sem nemur um 724 millj­örðum króna.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir eru nú 24 tals­ins en þeim hefur fækkað nokkuð á und­an­förnum árum. Í dag tekur Birta líf­eyr­is­sjóður til starfa, en hann varð til við sam­ein­ingu Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins og Stafa líf­eyr­is­sjóðs­ins. Heild­ar­eignir sjóðs­ins nema ríf­lega 310 millj­örðum króna, eða sem nemur tæp­lega tíu pró­sent af íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Virkir sjóð­fé­lagar eru um átján þús­und.

Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna nema um 2.607 millj­örðum króna, sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands. Inn­lán sjóð­anna námu 119 millj­örðum í lok sept­em­ber á þessu ári en um ára­mótin voru þau rúm­lega 150 millj­arð­ar. Þau hafa því dreg­ist saman um ríf­lega 30 millj­arða á fyrstu níu mán­uðum þessa árs.

Auglýsing

Um 1.300 millj­arðar í eigna­safni líf­eyr­is­sjóð­anna liggur í verð­tryggðum skulda­bréfum og 545 millj­arðar í inn­lendum hluta­bréf­um. Þar af eru ríf­lega 140 millj­arðar í gegnum hluta­deild­ar­skír­teini í fjár­fest­inga­sjóð­um.

Útlán og eigna­leigu­samn­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna námu sam­tals 223 millj­örðum króna í lok sept­em­ber en um síð­ustu ára­mót var upp­hæðin fyrir þennan eigna­flokk 179 millj­arð­ar. Aukn­ingin er því umtals­verð, eða sem nemur 44 millj­örðum króna.

Erlendu eign­irnar eru að lang­mestu leyti í hlut­deild­ar­skír­teinum í hluta­bréfa­sjóðum og síðan í beinni hluta­bréfa­eign. Sam­tals voru ríf­lega 100 millj­arðar í hluta­bréfum í lok sept­em­ber á þessu ár, en 596 millj­arðar í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóð­um. Frá því um ára­mót hafa eignir í erlendri mynt dreg­ist saman um tíu millj­arða króna, og má gera ráð fyrir að geng­is­styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu erlendu við­skipta­myntum spila þar inn í.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None