Aserta-menn kæra – Vilja láta rannsaka Má og fleiri toppa í Seðlabankanum

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tilgreindir í kærum sem lagðar hafa verið fram gegn stjórnendum Seðlabanka Íslands.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tilgreindir í kærum sem lagðar hafa verið fram gegn stjórnendum Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Tveir þeirra manna sem ákærðir voru fyrir brot gegn gjald­eyr­is­lögum í Aserta-­mál­inu svo­kall­aða, Gísli Reyn­is­son og Markús Máni Mika­els­son Maute, hafa lagt fram kæru á hendur æðstu stjórn­endum Seðla­banka Íslands fyrir að bera tví­menn­ing­ana röngum sök­um. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir sagn­fræð­ing­inn Björn Jón Braga­son, Gjald­eyr­is­eft­ir­litið - Vald án eft­ir­lits?. Greint er frá mál­inu í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir að í kærunni sé einkum kallað eftir rann­sókn á fram­göngu Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra, Sig­ríðar Loga­dótt­ur, aðal­lög­fræð­ings bank­ans, og Ingi­bjargar Guð­bjarts­dótt­ur, for­stöðu­manns gjald­eyr­is­eft­ir­lits stofn­un­ar­inn­ar. Í blað­inu segir að fleiri ein­stak­lingar sem hafi sætt rann­sókn og kærum af hálfu Seðla­bank­ans séu að kanna hvort að þeir ætli að kæra bank­ann. Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur skráð 471 rann­sókn­ar­mál vegna brota á gjald­eyr­is­lögum frá því að það var sett á fót. Eng­inn hefur verið sak­felldur á grund­velli lag­anna en á þriðja tug mála hefur lokið með sátt eða álagn­ingu stjórn­valds­sekt­ar.

Aserta-­­málið vakti athygli á sínum tíma og boðað var til sér­­staks blaða­­manna­fundar í höf­uð­­stöðvum Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í jan­úar 2010 þar sem málið var kynnt. Menn­irnir höfðu þá verið kærðir og eignir þeirra fryst­­ar.

Auglýsing

Ing­i­­björg Guð­­bjarts­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­­banka Íslands, Gunnar And­er­­sen, þáver­andi for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins, og Helgi Magnús Gunn­­ar­s­­son, þáver­andi sak­­sókn­­ari efna­hags­brota og nú aðstoð­­ar­­rík­­is­sak­­sókn­­ari, voru á fund­inum og var málið sagt for­­dæma­­laust að umfang­i. 

Voru meint ólög­­leg við­­skipti þeirra sögð hafa numið um þrettán millj­­örðum króna, og átt þátt í því að grafa undan gengi krón­unn­­ar.

Þegar fjór­­menn­ing­­arnir voru upp­­haf­­lega ákærðir af sér­­­stökum sak­­sókn­­ara í mars 2013 var ákært fyrir stór­­fellt brot á gjald­eyr­is­­reglum Seðla­­banka Íslands en síðar var fallið frá stórum hluta máls­ins. 

Eftir stóð þá ákæra vegna meintra brota á 8. grein laga um gjald­eyr­is­­mál þar sem segir að leyfi Seðla­­bank­ans þurfi til að eiga milli­­­göngu um gjald­eyr­is­við­­skipti hér á landi. Í des­em­ber 2014 voru þeir sýkn­aðir af þeim hluta máls­ins sem eftir stóð og 18. febr­úar síð­ast­lið­inn, rúmu ári síð­ar, var mönn­unum til­kynnt að rík­is­sak­sókn­ari ætl­aði sér ekki að áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Þor­steinn Már hefur einnig kært

Þetta eru ekki einu kær­urnar vegna fram­ferðis gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, kærði þau Arnór Sig­hvats­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og Ingi­björgu Guð­bjarts­dóttur fyrir rangar sak­ar­giftir í síð­ustu viku.

Í kærunni segir að þau hafi ekki aðeins komið „rang­­færsl­um, vill­andi mála­til­­bún­­aði og ófull­nægj­andi upp­­lýs­ing­um“ til leiðar heldur einnig kom­ist undan því að koma „full­nægj­andi upp­­lýs­ingum til emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara við rann­­sókn í saka­­máli emb­ætt­is­ins“.

Málið snýst um kæru Seðla­­bank­ans á hendur Þor­­steini Má til sér­­staks sak­­sókn­­ara 9. sept­­em­ber 2009 þar sem honum var gefið að sök að hafa brotið gegn gjald­eyr­is­lögum með því að van­rækja skil á erlendum gjald­eyri sem Sam­herji eign­að­ist á tíma­bil­inu 28. nóv­­em­ber 2008 til 27. mars 2012. Arnór og Ing­i­­björg und­ir­­rit­uðu kæruna fyrir hönd Seðla­­banka Íslands.

Málið á hendur Þor­­steini Má og þremur öðrum starfs­­mönnum Sam­herja var fellt niður í sept­­em­ber í fyrra. Þá hafði Þor­­steinn Már marg­ít­rekað sak­­leysi sitt og Sam­herja í mál­inu og sagt gögnin sem hann hefði séð frá Seðla­­bank­­anum vera á mis­­skiln­ingi og van­kunn­áttu byggð.

Þor­­­steinn sagði í fyrra í sam­tali við Vísi að mál­ið hefði haft gríð­­­ar­­­legt tjón í ­för með­ ­sér fyrir fyr­ir­tæk­ið en rann­­­sóknin stóð ­yf­­­ir­ í á fjórða ár, eða frá því mars 2012.

Málið hófst með hús­­­leitum sem starfs­­­menn Seðla­­­bank­ans fram­­­kvæmdu í höf­uð­­­stöðvum Sam­herja bæð­i á Ak­­­ur­eyri og í Reykja­vík. Hús­­­leit­irnir voru fram­­­kvæmdar á grund­velli grun­­­semda um brot á lögum um gjald­eyr­is­­­mál.

Í kærunni er bent á að meint brot starfs­­manna bank­ans varði allt að tíu ára fang­elsi og refsi­auka um að minnsta kosti tvö ár ef sannað er að þeir hafi ætlað vel­­ferð­­ar­missi fyrir þol­anda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None