Boris Johnson ögrar forsætisráðuneyti Theresu May

Boris Johnson er umdeildur stjórnmálamaður og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi.
Boris Johnson er umdeildur stjórnmálamaður og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi.
Auglýsing

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra í Bret­landi, lét hafa eftir sér í sjón­varps­við­tali að Bret­land haldi hugs­an­lega áfram Evr­ópu­sam­vinnu eftir að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu. John­son var í við­tali á BBC í gær.

Bretar greiddu atkvæði um það síð­asta sumar að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í Brex­it-­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni svoköll­uðu. Það hefur í kjöl­farið verið nokkuð á reiki hvað það mun þýða og þegar óskað hefur verið eftir áætl­unum og útskýr­ingum á stefnu stjórn­valda í ein­stökum mála­flokkum eru svörin alla­vega.

Brex­it-ráð­herr­ann David Davis hefur sagt að það komi til greina að borga ESB fyrir aðgang að sam­eig­in­lega mark­að­inum og kom­ast undan öðrum skyldum Evr­ópu­sam­vinn­un­ar. John­son segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta. „Þetta er eitt­hvað sem David Davis er að íhuga. Það þýðir ekki að það hafi verið tekin ákvörð­un.“

Auglýsing

„Ég hef alltaf haldið að það væru ákveðnir þættir Evr­ópu­sam­vinn­unar sem væri góð hug­mynd að taka þátt í í fram­tíð­inni sér­stak­lega ef það þýðir að við getum borgað með okkur í því,“ sagði John­son og átti þar við Erasmus-­náms­styrki ESB og vís­inda­rann­sókna­styrki sam­bands­ins.

John­son var í við­tölum víðar í gær en á BBC. Á ITV stofn­aði hann til hugs­an­legs ágrein­ings milli utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þegar hann lýsti skoðun sinni um að und­an­skilja ætti náms­menn í inn­flytj­enda­tölum stjórn­valda. „Bret­land á að vera þekk­ing­ar­höf­uð­borg heims­ins og náms­menn eiga ekki að vera teknir saman í þessar töl­ur,“ sagði hann.

„Leyfðu mér að nefna eina stað­reynd: Af öllum kóngum og drottn­ing­um, for­setum og for­sæt­is­ráð­herrum í heim­inum í dag hefur einn af hverjum sjö menntað sig í Bret­land­i,“ sagði John­son. For­sæt­is­ráðu­neytið hefur ítrekað hafnað því að und­an­skilja náms­menn úr opin­berum inn­flytj­enda­töl­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None