Boris Johnson ögrar forsætisráðuneyti Theresu May

Boris Johnson er umdeildur stjórnmálamaður og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi.
Boris Johnson er umdeildur stjórnmálamaður og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Theresu May í Bretlandi.
Auglýsing

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra í Bret­landi, lét hafa eftir sér í sjón­varps­við­tali að Bret­land haldi hugs­an­lega áfram Evr­ópu­sam­vinnu eftir að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu. John­son var í við­tali á BBC í gær.

Bretar greiddu atkvæði um það síð­asta sumar að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í Brex­it-­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni svoköll­uðu. Það hefur í kjöl­farið verið nokkuð á reiki hvað það mun þýða og þegar óskað hefur verið eftir áætl­unum og útskýr­ingum á stefnu stjórn­valda í ein­stökum mála­flokkum eru svörin alla­vega.

Brex­it-ráð­herr­ann David Davis hefur sagt að það komi til greina að borga ESB fyrir aðgang að sam­eig­in­lega mark­að­inum og kom­ast undan öðrum skyldum Evr­ópu­sam­vinn­un­ar. John­son segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta. „Þetta er eitt­hvað sem David Davis er að íhuga. Það þýðir ekki að það hafi verið tekin ákvörð­un.“

Auglýsing

„Ég hef alltaf haldið að það væru ákveðnir þættir Evr­ópu­sam­vinn­unar sem væri góð hug­mynd að taka þátt í í fram­tíð­inni sér­stak­lega ef það þýðir að við getum borgað með okkur í því,“ sagði John­son og átti þar við Erasmus-­náms­styrki ESB og vís­inda­rann­sókna­styrki sam­bands­ins.

John­son var í við­tölum víðar í gær en á BBC. Á ITV stofn­aði hann til hugs­an­legs ágrein­ings milli utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þegar hann lýsti skoðun sinni um að und­an­skilja ætti náms­menn í inn­flytj­enda­tölum stjórn­valda. „Bret­land á að vera þekk­ing­ar­höf­uð­borg heims­ins og náms­menn eiga ekki að vera teknir saman í þessar töl­ur,“ sagði hann.

„Leyfðu mér að nefna eina stað­reynd: Af öllum kóngum og drottn­ing­um, for­setum og for­sæt­is­ráð­herrum í heim­inum í dag hefur einn af hverjum sjö menntað sig í Bret­land­i,“ sagði John­son. For­sæt­is­ráðu­neytið hefur ítrekað hafnað því að und­an­skilja náms­menn úr opin­berum inn­flytj­enda­töl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None