Aserta-menn kæra – Vilja láta rannsaka Má og fleiri toppa í Seðlabankanum

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tilgreindir í kærum sem lagðar hafa verið fram gegn stjórnendum Seðlabanka Íslands.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tilgreindir í kærum sem lagðar hafa verið fram gegn stjórnendum Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Tveir þeirra manna sem ákærðir voru fyrir brot gegn gjald­eyr­is­lögum í Aserta-­mál­inu svo­kall­aða, Gísli Reyn­is­son og Markús Máni Mika­els­son Maute, hafa lagt fram kæru á hendur æðstu stjórn­endum Seðla­banka Íslands fyrir að bera tví­menn­ing­ana röngum sök­um. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir sagn­fræð­ing­inn Björn Jón Braga­son, Gjald­eyr­is­eft­ir­litið - Vald án eft­ir­lits?. Greint er frá mál­inu í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir að í kærunni sé einkum kallað eftir rann­sókn á fram­göngu Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra, Sig­ríðar Loga­dótt­ur, aðal­lög­fræð­ings bank­ans, og Ingi­bjargar Guð­bjarts­dótt­ur, for­stöðu­manns gjald­eyr­is­eft­ir­lits stofn­un­ar­inn­ar. Í blað­inu segir að fleiri ein­stak­lingar sem hafi sætt rann­sókn og kærum af hálfu Seðla­bank­ans séu að kanna hvort að þeir ætli að kæra bank­ann. Gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur skráð 471 rann­sókn­ar­mál vegna brota á gjald­eyr­is­lögum frá því að það var sett á fót. Eng­inn hefur verið sak­felldur á grund­velli lag­anna en á þriðja tug mála hefur lokið með sátt eða álagn­ingu stjórn­valds­sekt­ar.

Aserta-­­málið vakti athygli á sínum tíma og boðað var til sér­­staks blaða­­manna­fundar í höf­uð­­stöðvum Rík­­is­lög­­reglu­­stjóra í jan­úar 2010 þar sem málið var kynnt. Menn­irnir höfðu þá verið kærðir og eignir þeirra fryst­­ar.

Auglýsing

Ing­i­­björg Guð­­bjarts­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­­banka Íslands, Gunnar And­er­­sen, þáver­andi for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins, og Helgi Magnús Gunn­­ar­s­­son, þáver­andi sak­­sókn­­ari efna­hags­brota og nú aðstoð­­ar­­rík­­is­sak­­sókn­­ari, voru á fund­inum og var málið sagt for­­dæma­­laust að umfang­i. 

Voru meint ólög­­leg við­­skipti þeirra sögð hafa numið um þrettán millj­­örðum króna, og átt þátt í því að grafa undan gengi krón­unn­­ar.

Þegar fjór­­menn­ing­­arnir voru upp­­haf­­lega ákærðir af sér­­­stökum sak­­sókn­­ara í mars 2013 var ákært fyrir stór­­fellt brot á gjald­eyr­is­­reglum Seðla­­banka Íslands en síðar var fallið frá stórum hluta máls­ins. 

Eftir stóð þá ákæra vegna meintra brota á 8. grein laga um gjald­eyr­is­­mál þar sem segir að leyfi Seðla­­bank­ans þurfi til að eiga milli­­­göngu um gjald­eyr­is­við­­skipti hér á landi. Í des­em­ber 2014 voru þeir sýkn­aðir af þeim hluta máls­ins sem eftir stóð og 18. febr­úar síð­ast­lið­inn, rúmu ári síð­ar, var mönn­unum til­kynnt að rík­is­sak­sókn­ari ætl­aði sér ekki að áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Þor­steinn Már hefur einnig kært

Þetta eru ekki einu kær­urnar vegna fram­ferðis gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, kærði þau Arnór Sig­hvats­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra og Ingi­björgu Guð­bjarts­dóttur fyrir rangar sak­ar­giftir í síð­ustu viku.

Í kærunni segir að þau hafi ekki aðeins komið „rang­­færsl­um, vill­andi mála­til­­bún­­aði og ófull­nægj­andi upp­­lýs­ing­um“ til leiðar heldur einnig kom­ist undan því að koma „full­nægj­andi upp­­lýs­ingum til emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara við rann­­sókn í saka­­máli emb­ætt­is­ins“.

Málið snýst um kæru Seðla­­bank­ans á hendur Þor­­steini Má til sér­­staks sak­­sókn­­ara 9. sept­­em­ber 2009 þar sem honum var gefið að sök að hafa brotið gegn gjald­eyr­is­lögum með því að van­rækja skil á erlendum gjald­eyri sem Sam­herji eign­að­ist á tíma­bil­inu 28. nóv­­em­ber 2008 til 27. mars 2012. Arnór og Ing­i­­björg und­ir­­rit­uðu kæruna fyrir hönd Seðla­­banka Íslands.

Málið á hendur Þor­­steini Má og þremur öðrum starfs­­mönnum Sam­herja var fellt niður í sept­­em­ber í fyrra. Þá hafði Þor­­steinn Már marg­ít­rekað sak­­leysi sitt og Sam­herja í mál­inu og sagt gögnin sem hann hefði séð frá Seðla­­bank­­anum vera á mis­­skiln­ingi og van­kunn­áttu byggð.

Þor­­­steinn sagði í fyrra í sam­tali við Vísi að mál­ið hefði haft gríð­­­ar­­­legt tjón í ­för með­ ­sér fyrir fyr­ir­tæk­ið en rann­­­sóknin stóð ­yf­­­ir­ í á fjórða ár, eða frá því mars 2012.

Málið hófst með hús­­­leitum sem starfs­­­menn Seðla­­­bank­ans fram­­­kvæmdu í höf­uð­­­stöðvum Sam­herja bæð­i á Ak­­­ur­eyri og í Reykja­vík. Hús­­­leit­irnir voru fram­­­kvæmdar á grund­velli grun­­­semda um brot á lögum um gjald­eyr­is­­­mál.

Í kærunni er bent á að meint brot starfs­­manna bank­ans varði allt að tíu ára fang­elsi og refsi­auka um að minnsta kosti tvö ár ef sannað er að þeir hafi ætlað vel­­ferð­­ar­missi fyrir þol­anda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None