Beyoncé
Auglýsing

Stjórn­mála­leið­tog­ar, Ólymp­íu­far­ar, vís­inda­menn og lista­fólk er í úrslitum í val­inu á mann­eskju árs­ins hjá TIME tíma­rit­inu í Banda­ríkj­un­um. Tíma­ritið velur mann­eskju árs­ins á hverju ári og vekur valið jafnan athygli. Til­kynnt verður um valið á mið­viku­dag­inn, en þangað til hefur úrslita­list­inn verið gerður opin­ber. 

Mann­eskjan sem verður fyrir val­inu er talin hafa haft mest áhrif á frétta­flutn­ing, til hins betra eða verra, á árinu sem er að líða. 

Það kemur því kannski fáum á óvart að báðir for­seta­fram­bjóð­endur stóru flokk­anna í Banda­ríkj­unum séu á loka­list­an­um. Hill­ary Clint­on, sem fyrsta konan til að verða fram­bjóð­andi ann­ars stóru flokk­anna, og jafn­vel þótt hún tapað þá fékk hún meira en tveimur millj­ónum fleiri atkvæði en mót­fram­bjóð­and­inn og verð­andi for­set­inn, Don­ald Trump. 

Auglýsing

Trump og Clinton.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, eru líka á list­an­um, sem og Recep Tayyip Erdoğan Tyrk­lands­for­seti og Nigel Fara­ge, leið­togi breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP. 

Upp­ljóstr­ar­arnir í Flint í Michigan eru á meðal efstu ell­efu, en þeir komu upp um blý­eitr­anir í vatn­inu þar. Vís­inda­menn hjá CRISPR, sem hafa þróað bylt­ing­ar­kennda tækni við erfða­rann­sókn­ir, eru þar lík­a. 

Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Face­book, kemst á list­ann. Á þessu ári fékk Face­book á sig mikla gagn­rýni í tengslum við falskar fréttir og meira en einn millj­arður manna notar nú mið­il­inn í sím­anum á hverjum ein­asta deg­i. 

Að lokum eru Simone Biles og Beyoncé Know­les á list­an­um. Tón­list­ar­konan Beyoncé er ekki síst þar vegna plöt­unnar Lemonade og tón­leika­ferða­lags um heim­inn. TIME segir hana hafa haldið áfram að koma á óvart og ögra, auk þess sem hún hafi notað áhrif sín til að tala um kyn­þátta­mis­rétti, ofbeldi lög­reglu og femín­isma. 

Simone Biles skráði sig svo á spjöld sög­unnar á sínum fyrstu Ólymp­íu­leikum í sum­ar, þar sem þessi nítján ára gamla fim­leika­stjarna vann til ferna gull­verð­launa og einna brons­verð­launa, og styrkti stöðu sína sem sú besta í heim­in­um. 

Merkel fyrir val­inu í fyrra

Í fyrra var það Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari sem var valin mann­eskja árs­ins. Tíma­ritið sagði að á árinu 2015 hafi ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum stigið upp þegar spurn­ingar vökn­uðu um það hvort Evr­ópa og Evr­ópu­sam­bandið lifðu af. Hún var þá þegar komin í ómissandi hlut­verk í því að stjórna skulda­krís­unum í Evr­ópu og hafi leitt Vest­ur­löndin í við­brögðum sínum við inn­limun Rússa á Krím­skag­anum og annað sem tengd­ist Úkra­ínu­deil­unn­i. 

En árið 2015 hafi mög­u­­legt gjald­­þrot Grikk­lands ógnað til­­veru evr­u­­svæð­is­ins, inn­­flytj­enda- og flótta­­manna­krísa hafi storkað hug­­myndum um opin landa­­mæri, og að lokum hafi hryðju­verkin í París end­­ur­vakið þau við­brögð að vilja skella í lás, byggja landamæra­­veggi og treysta eng­­um. „Í hvert skipti steig Merkel upp,“ sagði tíma­­rit­ið í umfjöllun sinn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None