Beyoncé
Auglýsing

Stjórnmálaleiðtogar, Ólympíufarar, vísindamenn og listafólk er í úrslitum í valinu á manneskju ársins hjá TIME tímaritinu í Bandaríkjunum. Tímaritið velur manneskju ársins á hverju ári og vekur valið jafnan athygli. Tilkynnt verður um valið á miðvikudaginn, en þangað til hefur úrslitalistinn verið gerður opinber. 

Manneskjan sem verður fyrir valinu er talin hafa haft mest áhrif á fréttaflutning, til hins betra eða verra, á árinu sem er að líða. 

Það kemur því kannski fáum á óvart að báðir forsetaframbjóðendur stóru flokkanna í Bandaríkjunum séu á lokalistanum. Hillary Clinton, sem fyrsta konan til að verða frambjóðandi annars stóru flokkanna, og jafnvel þótt hún tapað þá fékk hún meira en tveimur milljónum fleiri atkvæði en mótframbjóðandinn og verðandi forsetinn, Donald Trump. 

Auglýsing

Trump og Clinton.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, eru líka á listanum, sem og Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti og Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins UKIP. 

Uppljóstrararnir í Flint í Michigan eru á meðal efstu ellefu, en þeir komu upp um blýeitranir í vatninu þar. Vísindamenn hjá CRISPR, sem hafa þróað byltingarkennda tækni við erfðarannsóknir, eru þar líka. 

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemst á listann. Á þessu ári fékk Facebook á sig mikla gagnrýni í tengslum við falskar fréttir og meira en einn milljarður manna notar nú miðilinn í símanum á hverjum einasta degi. 

Að lokum eru Simone Biles og Beyoncé Knowles á listanum. Tónlistarkonan Beyoncé er ekki síst þar vegna plötunnar Lemonade og tónleikaferðalags um heiminn. TIME segir hana hafa haldið áfram að koma á óvart og ögra, auk þess sem hún hafi notað áhrif sín til að tala um kynþáttamisrétti, ofbeldi lögreglu og femínisma. 

Simone Biles skráði sig svo á spjöld sögunnar á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar, þar sem þessi nítján ára gamla fimleikastjarna vann til ferna gullverðlauna og einna bronsverðlauna, og styrkti stöðu sína sem sú besta í heiminum. 

Merkel fyrir valinu í fyrra

Í fyrra var það Angela Merkel Þýskalandskanslari sem var valin manneskja ársins. Tímaritið sagði að á árinu 2015 hafi ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum stigið upp þegar spurningar vöknuðu um það hvort Evrópa og Evrópusambandið lifðu af. Hún var þá þegar komin í ómissandi hlutverk í því að stjórna skuldakrísunum í Evrópu og hafi leitt Vesturlöndin í viðbrögðum sínum við innlimun Rússa á Krímskaganum og annað sem tengdist Úkraínudeilunni. 

En árið 2015 hafi mögu­legt gjald­þrot Grikk­lands ógnað til­veru evru­svæð­is­ins, inn­flytj­enda- og flótta­manna­krísa hafi storkað hug­myndum um opin landa­mæri, og að lokum hafi hryðju­verkin í París end­ur­vakið þau við­brögð að vilja skella í lás, byggja landamæra­veggi og treysta eng­um. „Í hvert skipti steig Merkel upp,“ sagði tíma­rit­ið í umfjöllun sinni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None