Hjördís fellst ekki á að skráningu dómaranefndar sé ábótavant

Hæstiréttur
Auglýsing

Nefnd um dómarastörf vinnur að því að skrá erindi sem bárust fyrir árið 2010 og frá þeim tíma hafa öll erindi til nefndarinnar verið skráð. Þetta segir Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, í fréttatilkynningu. Hún segist senda fréttatilkynninguna til að leiðrétta þann misskilning sem virðist ríkja. 

„Frá árinu 2010 hafa öll erindi til nefndarinnar, hvort sem um er að ræða kvartanir frá þeim sem telja að dómari hafi brotið á þeim í starfi sínu, erindi frá dómurum vegna tilkynninga um aukastörf og eignarhluti í félögum og atvinnufyrirtækjum, sem og bréf nefndarinnar til dómara þar sem kallað hefur verið eftir upplýsingum frá þeim verið skráð hjá nefndinni. Þar eru jafnframt skráð svör nefndarinnar við erindum og úrskurðir hennar í einstökum málum. Þá eru álit nefndarinnar birt á vef dómstólaráðs domstolar.is.“ 

Þetta segir í tilkynningunni frá Hjördísi. Jafnframt segir hún að nefndin hafi unnið að skráningu eldri erinda sem bárust fyrir árið 2010 „og er þeirri skráningu að mestu lokið. Það er því ekki unnt að fallast á það að skráningu mála sé nú ábótavant hjá nefndinni.“ 

Auglýsing

Þá bendir Hjördís á að með nýjum lögum um dómstóla, sem eigi að taka gildi í byrjun ársins 2018, muni nefndin hafa aðstöðu hjá dómstólasýslunni sem tekur við af dómstólaráði. „Er því hafinn undirbúningur að aðlögun málaskrár nefndarinnar að málaskrá dómstólasýslunnar.“ 

Nefndin hefur verið gagnrýnd eftir fréttaflutning af því að dómarar við Hæstarétt hafi átt hlutabréf í Glitni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None