Benedikt selur eignir og segir sig úr stjórn Nýherja

7DM_4881_raw_1971.JPG
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur sagt sig úr stjórn Nýherja og slitið á tengsl við Talnakönnun, sem hann stofnaði sjálfur árið 1984. Útgáfufélagið Heimur er dótturfélag Talnakönnunar. Hann gerir þetta til að forðast hagsmunárekstra, „raunverulega eða hugsanlega“,  í starfi sínu sem þingmaður.

Börn Benedikts og konu hans hafa keypt rekstur Talnakönnunar. Steinunn Benediktsdóttir  hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Talnakönnunar og Jóhannes Benediktsson verður framkvæmastjóri Heims nú um áramótin. 

Í færslu á Facebook síðu sinni segir Benedikt að það hafi verið ánægjulegt að taka þátt í starfi Nýherja til áratuga, og rekstur þess sé nú á góðri brauti. „Fyrir viku sagði ég mig úr stjórn Nýherja. Ég var fyrst kosinn í þá stjórn árið 1995 og hafði engan áhuga á því, en lét tilleiðast því að ég vildi ekki neita Árna Vilhjálmssyni prófessor, sem ég ég leit mikið upp til. Svo fór að eftir eitt ár var ég orðinn formaður stjórnar, en naut þeirra forréttinda að vinna með Árna meðan hann lifði. Hann var einstakur maður, hafði mikla þekkingu og sterkar skoðanir á rekstri. Mikill prinsippmaður. Við töluðum saman nærri vikulega allan þennan tíma meðan hann lifði, en hann dó vorið 2013.

Auglýsing

Í Nýherja hef ég kynnst mörgu góðu fólki, forstjórum, stjórnarmönnum og starfsmönnum og kveð fyrirtækið með hlýjum huga. Á 22 árum tæpum hefur fyrirtækið gerbreyst, stundum staðið tæpt en nú er góður gangur og framtíðin virðist björt,“ segir Benedikt í færslu sinni. 

Þá segir hann ennfremur að útgáfufélagið Heimur, sem sinnir meðal annars útgáfu tímaritanna Frjáls verslun, Iceland Review og Ský, hafi verið farvegur fyrir áhuga hans á blaðaútgáfu. „Í dag sagði ég svo upp starfi mínu sem framkvæmdastjóri í Talnakönnun sem ég stofnaði árið 1984 og hefur verið hluti af mér meirihluta ævinnar. Þaðan á ég margar ljúfar minningar, allt frá því að ég var einn að stússa á gömlu Apple II E vélina í litla herberginu heima í Skaftahlíð. Í þessu starfi hef ég kynnst fólki í viðskiptalífinu, stjórnmálum og félagsstarfi af ýmsu tagi. Það eru forréttindi að hafa fengið að vinna jafnmörg og skemmtileg verkefni og raun ber vitni á nærri aldarþriðjungi. Samstarfsmenn og viðskiptavinir hafa lífgað upp hjá mér tilveruna. Útgáfufélagið Heimur er dótturfélag Talnakönnunar og það hefur verið útrás fyrir áhuga minn á blaðaútgáfu, sem kviknaði þegar ég gaf fyrst út Íþróttamanninn með æskuvinum mínum árið 1966.

Við hjónin höfum ákveðið að selja börnum okkar fyrirtækið og Steinunn Benediktsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Talnakönnunar og Jóhannes Benediktsson sem framkvæmdastjóri Heims nú um áramótin. Ég óska þeim og starfsmönnum alls hins besta og þakka fyrir farsæla vegferð,“ segir Benedikt að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None