Benedikt selur eignir og segir sig úr stjórn Nýherja

7DM_4881_raw_1971.JPG
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, hefur sagt sig úr stjórn Nýherja og slitið á tengsl við Talna­könn­un, sem hann stofn­aði sjálfur árið 1984. Útgáfu­fé­lagið Heimur er dótt­ur­fé­lag Talna­könn­un­ar. Hann gerir þetta til að forð­ast hags­muná­rekstra, „raun­veru­lega eða hugs­an­lega“,  í starfi sínu sem þing­mað­ur.

Börn Bene­dikts og konu hans hafa keypt rekstur Talna­könn­un­ar. Stein­unn Bene­dikts­dóttir  hefur tekið við sem fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­unar og Jóhannes Bene­dikts­son verður fram­kvæma­stjóri Heims nú um ára­mót­in. 

Í færslu á Face­book síðu sinni segir Bene­dikt að það hafi verið ánægju­legt að taka þátt í starfi Nýherja til ára­tuga, og rekstur þess sé nú á góðri brauti. „Fyrir viku sagði ég mig úr stjórn Nýherja. Ég var fyrst kos­inn í þá stjórn árið 1995 og hafði engan áhuga á því, en lét til­leið­ast því að ég vildi ekki neita Árna Vil­hjálms­syni pró­fess­or, sem ég ég leit mikið upp til. Svo fór að eftir eitt ár var ég orð­inn for­maður stjórn­ar, en naut þeirra for­rétt­inda að vinna með Árna meðan hann lifði. Hann var ein­stakur mað­ur, hafði mikla þekk­ingu og sterkar skoð­anir á rekstri. Mik­ill prinsipp­mað­ur. Við töl­uðum saman nærri viku­lega allan þennan tíma meðan hann lifði, en hann dó vorið 2013.

Auglýsing

Í Nýherja hef ég kynnst mörgu góðu fólki, for­stjórum, stjórn­ar­mönnum og starfs­mönnum og kveð fyr­ir­tækið með hlýjum huga. Á 22 árum tæpum hefur fyr­ir­tækið ger­breyst, stundum staðið tæpt en nú er góður gangur og fram­tíðin virð­ist björt,“ segir Bene­dikt í færslu sinn­i. 

Þá segir hann enn­fremur að útgáfu­fé­lagið Heim­ur, sem sinnir meðal ann­ars útgáfu tíma­rit­anna Frjáls versl­un, Iceland Review og Ský, hafi verið far­vegur fyrir áhuga hans á blaða­út­gáfu. „Í dag sagði ég svo upp starfi mínu sem fram­kvæmda­stjóri í Talna­könnun sem ég stofn­aði árið 1984 og hefur verið hluti af mér meiri­hluta ævinn­ar. Þaðan á ég margar ljúfar minn­ing­ar, allt frá því að ég var einn að stússa á gömlu Apple II E vél­ina í litla her­berg­inu heima í Skafta­hlíð. Í þessu starfi hef ég kynnst fólki í við­skipta­líf­inu, stjórn­málum og félags­starfi af ýmsu tag­i. Það eru for­rétt­indi að hafa fengið að vinna jafn­mörg og skemmti­leg verk­efni og raun ber vitni á nærri ald­ar­þriðj­ungi. Sam­starfs­menn og við­skipta­vinir hafa lífgað upp hjá mér til­ver­una. Útgáfu­fé­lagið Heimur er dótt­ur­fé­lag Talna­könn­unar og það hefur verið útrás fyrir áhuga minn á blaða­út­gáfu, sem kvikn­aði þegar ég gaf fyrst út Íþrótta­mann­inn með æsku­vinum mínum árið 1966.

Við hjónin höfum ákveðið að selja börnum okkar fyr­ir­tækið og Stein­unn Bene­dikts­dóttir tekur við sem fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­unar og Jóhannes Bene­dikts­son sem fram­kvæmda­stjóri Heims nú um ára­mót­in. Ég óska þeim og starfs­mönnum alls hins besta og þakka fyrir far­sæla veg­ferð,“ segir Bene­dikt að lok­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None