Benedikt selur eignir og segir sig úr stjórn Nýherja

7DM_4881_raw_1971.JPG
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, hefur sagt sig úr stjórn Nýherja og slitið á tengsl við Talna­könn­un, sem hann stofn­aði sjálfur árið 1984. Útgáfu­fé­lagið Heimur er dótt­ur­fé­lag Talna­könn­un­ar. Hann gerir þetta til að forð­ast hags­muná­rekstra, „raun­veru­lega eða hugs­an­lega“,  í starfi sínu sem þing­mað­ur.

Börn Bene­dikts og konu hans hafa keypt rekstur Talna­könn­un­ar. Stein­unn Bene­dikts­dóttir  hefur tekið við sem fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­unar og Jóhannes Bene­dikts­son verður fram­kvæma­stjóri Heims nú um ára­mót­in. 

Í færslu á Face­book síðu sinni segir Bene­dikt að það hafi verið ánægju­legt að taka þátt í starfi Nýherja til ára­tuga, og rekstur þess sé nú á góðri brauti. „Fyrir viku sagði ég mig úr stjórn Nýherja. Ég var fyrst kos­inn í þá stjórn árið 1995 og hafði engan áhuga á því, en lét til­leið­ast því að ég vildi ekki neita Árna Vil­hjálms­syni pró­fess­or, sem ég ég leit mikið upp til. Svo fór að eftir eitt ár var ég orð­inn for­maður stjórn­ar, en naut þeirra for­rétt­inda að vinna með Árna meðan hann lifði. Hann var ein­stakur mað­ur, hafði mikla þekk­ingu og sterkar skoð­anir á rekstri. Mik­ill prinsipp­mað­ur. Við töl­uðum saman nærri viku­lega allan þennan tíma meðan hann lifði, en hann dó vorið 2013.

Auglýsing

Í Nýherja hef ég kynnst mörgu góðu fólki, for­stjórum, stjórn­ar­mönnum og starfs­mönnum og kveð fyr­ir­tækið með hlýjum huga. Á 22 árum tæpum hefur fyr­ir­tækið ger­breyst, stundum staðið tæpt en nú er góður gangur og fram­tíðin virð­ist björt,“ segir Bene­dikt í færslu sinn­i. 

Þá segir hann enn­fremur að útgáfu­fé­lagið Heim­ur, sem sinnir meðal ann­ars útgáfu tíma­rit­anna Frjáls versl­un, Iceland Review og Ský, hafi verið far­vegur fyrir áhuga hans á blaða­út­gáfu. „Í dag sagði ég svo upp starfi mínu sem fram­kvæmda­stjóri í Talna­könnun sem ég stofn­aði árið 1984 og hefur verið hluti af mér meiri­hluta ævinn­ar. Þaðan á ég margar ljúfar minn­ing­ar, allt frá því að ég var einn að stússa á gömlu Apple II E vél­ina í litla her­berg­inu heima í Skafta­hlíð. Í þessu starfi hef ég kynnst fólki í við­skipta­líf­inu, stjórn­málum og félags­starfi af ýmsu tag­i. Það eru for­rétt­indi að hafa fengið að vinna jafn­mörg og skemmti­leg verk­efni og raun ber vitni á nærri ald­ar­þriðj­ungi. Sam­starfs­menn og við­skipta­vinir hafa lífgað upp hjá mér til­ver­una. Útgáfu­fé­lagið Heimur er dótt­ur­fé­lag Talna­könn­unar og það hefur verið útrás fyrir áhuga minn á blaða­út­gáfu, sem kvikn­aði þegar ég gaf fyrst út Íþrótta­mann­inn með æsku­vinum mínum árið 1966.

Við hjónin höfum ákveðið að selja börnum okkar fyr­ir­tækið og Stein­unn Bene­dikts­dóttir tekur við sem fram­kvæmda­stjóri Talna­könn­unar og Jóhannes Bene­dikts­son sem fram­kvæmda­stjóri Heims nú um ára­mót­in. Ég óska þeim og starfs­mönnum alls hins besta og þakka fyrir far­sæla veg­ferð,“ segir Bene­dikt að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None