„Keep dominating“...Úps!

Margt skemmtilegt gerðist á EM í sumar, þar sem Íslandsævintýrið var í kastljósinu á heimsvísu. Fátt gladdi fólk meira á Twitter en þegar Steve McLaren sýndi fáséð tilþrif við að greina snilld enska liðsins.

ísland em fótbolti fagnað england
Auglýsing

Þegar maður horfir á kapp­leiki nú orðið þá er ómissandi að hafa Twitter umræð­una í gangi með­fram henni. Þá sér maður hvernig fólk upp­lifir kapp­leik­ina og hvað það er sem vekur for­vitni þess.

Í einum sögu­leg­asta íþrótta­við­burði íslenskrar íþrótta­sögu, þegar Ísland og Eng­land mætt­ust í sextán liða úrslitum EM í fót­bolta í Frakk­landi í sum­ar, 27. júní, þá voru Eng­lend­ingar sig­ur­viss­ir, svo ekki sé meira sagt.

Í byrj­un­ar­liði þeirra voru margir leik­menn sem Eng­lend­ingar hafa metið mik­ils frá því að þeir byrj­uðu að spila með liðum sínum í ensku úrvals­deild­inni. Flestir voru þeir ekki búnir að spila sér­stak­lega vel á EM þegar kom að leiknum gegn Íslandi en samt litu flestir álits­gjafar enskra fjöl­miðla þannig á að leik­ur­inn við Ísland yrði auð­veld­ur. 

Auglýsing

Ekki byrj­aði það vel fyrir Ísland. Eftir nokk­urra mín­útna leik braut Hannes Þór Hall­dórs­son mark­vörður á hinum rán­dýra og eldsnögga Raheem Sterl­ing og víta­spyrna var rétti­lega dæmd. Helsta stjarna Eng­lands og fyr­ir­lið­inn sjálf­ur, Wayne Roo­ney, tók spyrn­una og skor­aði af örygg­i. 

Strax í næstu sókn fékk Ísland inn­kast. Hand­bolta­leik­stjórn­and­inn gamli Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­lið­inn frá­bæri, grýtti bolt­anum inn á teig­inn þar sem Kári Árna­son skall­aði bolt­ann fyrir fætur Ragn­ars Sig­urðs­sonar sem skor­aði af öryggi. 1-1.  Ragnar spil­aði betur á EM en Paul McGrath gerði með Írum á HM 1994 og er þá mikið sagt.

Hér voru send skýr skila­boð. Þið eruð ekki að fara valta yfir okk­ur, mátti lesa út úr lík­ams­tján­ingu leik­manna. Við Íslend­ingar höfðum auð­vitað trú á sigri okkar manna, ólíkt Eng­lend­ing­um. 

Eftir jöfn­un­ar­markið fór fljót­lega í gang skemmti­leg­asta lýs­ing fót­bolta­grein­anda í sög­unni, í það minnsta í huga okkar Íslend­inga. Steve McL­aren - af öllum mönnum - var í stúd­íó­inu hjá Sky Sports í að lýsa því sem fyrir augu bara. Sjálfur hefur hann mikla reynslu af því að standa sig illa sem lands­liðs­þjálf­ari Eng­lands. 





Hann var fullur sjálfs­traust eftir jöfn­un­ar­markið og sagð­ist áhyggju­laus. Nú þyrfti Eng­land að „halda áfram að sýna yfir­burði“ (keep dom­inat­ing) og yfir­spila Ísland. Skemmst er frá því að segja, að meðan hann var að fara í gegnum þetta þá byggði Ísland upp frá­bæra sókn. Títt­nefndur Aron Einar skipti bolt­anum frá vinstri til hægri, Birkir Már Sæv­ars­son kom honum á Jóhann Berg Guð­munds­son sem renndi honum á Gylfa Þór Sig­urðs­son, sem er betri en allir í enska lands­lið­inu í fót­bolta. Hann stýrði honum í fyrstu snert­ingu á Jón Daða Böðv­ars­son sem kom honum á Kol­bein Sig­þórs­son, inn í teig Eng­lands. Enska lands­liðið var ráð­þrota, í heild sinni.





Á þeim tíma­punkti var McL­aren ennþá í ham, að greina leik enska liðs­ins og ekki síst hvar mögu­lega gætu falist hættur hjá íslenska lið­inu. „Það er ein­ungis stóri strák­ur­inn frammi, Sig­urðs­son...­Sig­þórs­son…. Ohhhh…“ Þá dundi ógæfan yfir McL­aren, á sama tíma og kraftar alsælu voru leystir úr læð­ingi hjá Íslend­ingum nær og fjær. Kol­beinn skor­aði og kom Íslandi yfir 2-1. McL­aren hvítn­aði um leið og hann sleppti orð­inu „Sig­þórs­son“ og trúði vart sínum eigin aug­um. Hann var sér­stak­lega beð­inn um að halda áfram með grein­ingu sína til að full­komna nið­ur­læg­ing­una.

Þetta augna­blik fór eins og eldur í sinu um Twitter og Youtu­be. Nið­ur­læg­ing McL­aren og Eng­lands var algjör, og gleði okkar Íslend­inga auð­vitað ósvik­in. 

Svona getur nú fót­bolt­inn nú verið skemmti­leg­ur. Ísland vann og Harry Kane gat ekk­ert. Einn af hápunktum ævin­týr­is­ins í Frakk­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None