Einræðistaktar Erdogan

2016 hefur verið viðburðaríkt ár í Tyrklandi. Aukin tíðni hryðjuverkaárása, misheppnuð valdaránstilraun, auknir einræðistaktar hjá forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan, og átökin í Sýrlandi hafa sett djúp stjórnarfarsleg spor í landinu.

Erdogan
Auglýsing

Þann 10. des­em­ber setti for­sæt­is­ráð­herra Tyrk­lands, Binali Yildirim, fram til­lögur að víð­tækum stjórn­ar­skrár­breyt­ingum sem hafa það að mark­miði að safna öllu fram­kvæmd­ar­valdi stjórn­sýsl­unnar í hendur Erdogan. Ef breyt­ing­arnar verða sam­þykkt­ar, fyrst af þing­inu og síðar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, munu þær tákna stærstu umrót í stjórn­ar­fari lands­ins frá stofnun lýð­veld­is­ins af Mustafa Kemal Ata­türk árið 1923 eftir sex hund­ruð ára keis­ara­dæmi Ottómana.

Til­raun Erdogan er nýr kafli í lang­vinnri bar­áttu hans til að auka völd sín og hafa ýmsir afdrifa­ríkir atburðir bæði inn­an­lands og utan stuðlað að auknu rými fyrir ein­ræðistakta í landi sem fyrir rúmum ára­tug síðan stóð í umfangs­miklum lýð­ræð­is­legum umbótum til að upp­fylla skil­yrði ESB-að­ildar. Aðdrag­andi þess­arar þró­unar er langur en atburðir á þessu ári hafa hraðað henni svo um mun­ar.

"Lýð­ræði er eins og lest; þú ferð úr henni þegar þú ert komin á áfanga­stað"

Auglýsing

Erdogan, sem var vin­sæll borg­ar­stjóri í Ist­an­búl á tíunda ára­tugn­um, stofn­aði árið 2001 AK-­flokk­inn (Rétt­læt­is- og þró­un­ar­flokk­ur­inn) sem vann stór­sigur í þing­kosn­ing­unum 2002 en Erdogan sjálfur gat ekki tekið við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra strax vegna fang­els­is­dóms sem hann hlaut árið 1999 fyrir hat­urs­orð­ræðu eftir að hann þuldi ljóð eftir þjóð­ern­is­sinn­ann Ziya Gökalp í ræðu til stuðn­ings­manna sinna. Laga­breyt­ingar ári seinna gerðu það að verkum að hann fékk að taka við emb­ætt­inu árið 2003 en ljóst var að hin íslamska þjóð­ern­is­stefna sem ein­kenndi hug­mynda­fræði Erdogan ætti litla sam­leið með hinu ver­ald­lega lýð­veldi sem Ata­türk stofn­aði og sem tyrk­neski her­inn hefur sögu­lega álitið sem sitt hlut­verk að vernda.

Erdogan sat á for­sæt­is­ráð­herra­stóli í ell­efu ár áður en hann varð for­seti árið 2014 en lífs­kjör í Tyrk­landi hafa stór­batnað á þessu tíma­bili. Frá stofnun AK-­flokks­ins hefur hann haft meiri­hluta á þingi í alls 13 ár, nú síð­ast í kjöl­far þing­kosn­inga í nóv­em­ber 2015, og virð­ist vera að Erdogan, sem lét hin ó­hugn­an­leg­u ­tit­il­orð hér að ofan falla í upp­haf valda­tíð sinn­ar, telji að tími sé kom­inn til að stíga úr lýð­ræð­is­lest­inni.

Djöf­ull­inn er í kring­um­stæð­unum

Að lýsa kring­um­stæðum sem það sér­stökum að þær krefj­ist sér­stakra úrræða er vin­sælt mælsku­bragð til að ná í gegn vafasömum umbót­um. Þeir dramat­ísku atburðir sem hafa átt sér stað í Tyrk­landi und­an­farin tvö ár eru án efa sér­stakir í þess­ari skil­grein­ingu.

Hryðju­verka­tíðnin í Tyrk­landi hefur auk­ist til muna síð­ustu tvö ár; talið er að sjálf­stæð­is­hreyf­ing Kúr­da, PKK, hafi staðið fyrir til­ræði þar sem 400-kílogramma sprengja sprakk í nálægð við leik­vang Besikta­s-­fót­boltaliðs­ins í Ist­an­búl og drap 44 manns þann 10. des­em­ber, og bíl­sprengju sem sprakk fyrir utan Erci­yes-há­skóla í Kayser­i-­fylki þann 17. des­em­ber sem drap 13 manns, en einnig hefur Íslamska ríkið staðið fyr­ir hryðju­verka­ára­sum á borð við sprengju­til­ræðin á Ata­türk-flug­vell­inum í Ist­an­búl í júní þar sem 41 manns misstu líf­ið. 

Að ein­hverju leyti má rekja aukna hryðju­verka­tíðni til ítaka Tyrk­lands í borg­ara­stríð­inu í Sýr­landi þar sem stefna Tyrkja var upp­haf­lega að styðja ýmsar upp­reisn­ar­hreyf­ingar í bar­átt­unni gegn bæði Íslamska rík­inu ann­ars vegar og herj­um Bashar al-Assad, for­seta lands­ins, hins vegar en afstaða þeirra gagn­vart þeim síð­ar­nefndu hefur breyst í kjöl­far viða­mik­ils stuðn­ings Rúss­lands við Assad. Styrkur hinna auknu sam­vinnu Tyrkja og Rússa í Sýr­landi kom skýrt til greina í tempruðum við­brögðum leið­toga land­anna tveggja við til­ræð­inu gegn sendi­herra Rúss­lands í Tyrk­land­i, And­rei Karlov, sem var skot­inn til bana á lista­gall­eríi í Ankara, höf­uð­borg Tyrk­lands, í síð­ustu viku. Þá hafa tengsl Erdogan við PKK versnað mikið eftir að frið­ar­við­ræður runnu í sand­inn sum­arið 2015. Afskipti PKK í borg­ara­stríð­inu í Sýr­landi flæktu við­ræð­urnar tals­vert og and­stæð­ingar AK-­flokks­ins halda því einnig fram að Erdogan hafi vilj­andi bundið enda á þær til þess að koma til móts við harð­línu­væng hers­ins og þjóð­ern­is­sinna fyrir kosn­ing­arnar 2015. 

Norna­veiðar nýja sold­áns­ins

Þann 15. júlí reyndi hópur her­for­ingja að ræna völd í land­inu en mistókst eftir að hafa reynt að ná stjórn á sam­skipta­æðum lands­ins og þingi ásamt því að reyna að hand­sama Erdogan sjálf­an. Talið er að fleiri hópar innan hers­ins hafi komið sér saman um valda­ránstil­raun­ina en Erdogan hef­ur lagt alla sök á Cema­at-hóp­inn, íslamska hreyf­ingu undir stjórn klerks­ins Fet­hullah Gülen sem hefur verið í útlegð í Penn­syl­vani­a-­fylki í Banda­ríkj­unum frá árinu 1999. Hreyf­ing Gülen er ýmist kennd við trú eða ákveðna túlkun á hlut­verki og upp­bygg­ingu Tyrk­lands, og rekur tyrk­neska skóla út um allan heim. Gülenistar eru fjöl­mennir og mátti finna víðs veg­ar í valda­miklum emb­ættum hjá hinu opin­bera og í við­skipta­lífi Tyrk­lands. Skiptar skoð­anir eru á því hversu sam­held­inn hóp­ur­inn sé og hvort hann vinni í raun að til­teknum stjórn­mála­leg­um ­mark­mið­um, en Erdogan sá tæki­færi í kjöl­far valda­ránstil­raun­ar­inn­ar.



Neyð­ar­á­standi, sem reyndar er enn í gangi í Tyrk­landi, var lýst yfir í kjöl­far valda­ránstil­raun­ar­innar og á skömmum tíma hafði Erdogan látið hand­taka um 40 ­þús­und ein­stak­linga sem taldir voru tengj­ast atburð­unum á einn eða annan hátt. Þá hafa um eitt hund­rað þús­und opin­berum starfs­mönnum verið sagt upp ásamt þús­unda blaða­manna og fræði­manna. Jafn­vel áður en valda­ránstil­raunin átti sér stað voru flestir fjöl­miðlar í land­inu hlið­hollir eða jafn­vel bein­línis stjórnað af stuðn­ings­mönnum AK-­flokks­ins en í kjöl­far hennar hefur ver­ið sótt enn harð­ara að óháðum fjöl­miðlum.



Erdogan hefur á margan hátt lagt grunn­inn til að greiða fyrir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­unum sem kosið verður um á næsta ári en það má segja að neyð­ar­á­standið sem ríkir í land­inu í dag sé ákveð­inn for­smekkur á því hvernig stjórn Erdog­ans muni líta út eftir breyt­ing­arn­ar. Til að koma breyt­ing­unum í gegn þarf hann að minnsta kosti fjórtán þing­menn frá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum til að kjósa með breyt­ing­unum til við­bótar við sinn eig­inn þing­flokk, og mögu­lega munu vin­sældir hans meðal almenn­ings lækka á næstu mán­uðum í kjöl­far efna­hags­legrar stöðn­unar á þessu ári. Því er langt í frá gefið að honum tak­ist til en hann hefur sterkan með­byr vegna atburða árs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None