Sakborningar í Al Thani upplýsa MDE um fjármálaumsvif dómara

Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem hlaut dóm í Al Thani-málinu.
Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem hlaut dóm í Al Thani-málinu.
Auglýsing

Sak­born­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða sendu á föstu­dag upp­lýs­ingar um fjár­málaum­svif dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands á árunum fyrir fall íslenska banka­kerf­is­ins árið 2008 til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE).  Upp­lýs­ing­arnar eru hluti af máls­skjölum sem Ólafur Ólafs­son og þrír fyrr­ver­andi stjórn­endur Kaup­þings banka, þeir Sig­urður Ein­ars­son, Hreiðar Már Sig­urðs­son og Magnús Guð­munds­son, sendu MDE vegna umfjöll­unar dóm­stóls­ins um Al Thani málið svo­kall­aða. Telja þeir að brotið hafi verið á rétt­indum þeirra, bæði við rann­sókn máls­ins og með­ferð þess fyrir dóm­stól­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM hefur sent út fyrir þeirra hönd. 

Þann 12. febr­­úar 2015 féll dómur í Al Than­i-­­mál­inu í Hæsta­rétti. Þar voru Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, ­fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­stjóri Kaup­­þings, Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg, og Ólafur Ólafs­­son, sem átti tæp­­lega tíu pró­­sent hlut í Kaup­­þing­i ­fyrir fall hans, sak­­felldir fyrir umboðs­­svik og mark­aðs­mis­­­not­k­un. Hreiðar Már ­fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­­urður fjögur ár, Ólafur og ­Magn­ús ­­fjögur og hálft ár.

Menn­irnir fjórir kærðu nið­ur­stöð­una til MDE  m.a. vegna meints van­hæfis þeirra dóm­ara sem dæmdu í mál­inu. Sú kæra var send í byrjun ágúst 2015.

Auglýsing

 Í bréf­inu sem sent var á föstu­dag er m.a. bent á nýjar upp­lýs­ingar um hags­muna­tengsl dóm­ara sem komu fram í umfjöllun íslenskra fjöl­miðla í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Í kærunni segir að „Hæsti­réttur Íslands hafi sýnt dóm­greind­ar­leysi við að meta hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra í dóms­málum á hendur fyrr­ver­andi stjórn­endum þriggja stærstu við­skipta­bank­anna; Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans. Í öllum málum hefði verið tek­ist á um meinta mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik sak­born­inga og þau því tengd inn­byrð­is.“

Frétta­flutn­ingur í byrjun des­em­ber um dóm­ara

Greint var frá því í frétt­um Stöðvar 2 og í Kast­­­ljósi 5. des­em­ber að Markús Sig­­ur­­björns­­son, for­­seti Hæsta­rétt­­ar, hefði átt hluta­bréf í Glitni fyrir hrun og síðar fjár­­­­­fest um 60 millj­­­ónum króna í verð­bréfa­­­sjóði í rekstri Glitn­­­is. Í Kast­­­ljósi var enn fremur greint frá því að Ólafur Börkur Þor­­­­valds­­­­son, sem gegnt hefur emb­ætti hæsta­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara frá árinu 2003, hafi einnig átt hluta­bréf í Glitni um tíma á árinu 2007. Hann seldi bréf sín í lok þess árs og fjár­­­­­­­festi í verð­bréfa­­­­sjóði innan Glitn­­­­is. Í Frétta­­­blað­inu í morgun var svo sagt frá því að hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ar­­­arnir Eiríkur Tóm­a­s­­­son, Ing­veldur Ein­­­ar­s­dóttir og Árni Kol­beins­­­son, sem nú er hættur störf­um, hafi einnig öll átt hluta­bréf í Glitni á árunum 2007 og 2008. Allir dóm­­­ar­­­arnir fimm hafa dæmt í málum sem tengj­­­ast Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Þar á meðal eru saka­­­­mál gegn starfs­­­­mönnum eigna­­­­stýr­ingar Glitn­­­­is. Dóm­­­­ar­­­­arnir lýstu ekki yfir van­hæfi í neinu þeirra mála. 

Gögnin sem birt voru sýndu sam­­­skipti Mark­úsar við eigna­­­stýr­ingu Glitn­­­is. Á meðal þeirra voru tölvu­­­póstar og skjöl sem hann und­ir­­­rit­aði til að veita heim­ild til fjár­­­­­fest­ing­­­ar. Gögnin eru bundin banka­­­leynd og alls ekki aðgeng­i­­­leg mörg­­­um. Starfs­­­menn slita­­­stjórnar Glitnis eftir hrun hafa þó mög­u­­­lega getað flett þeim upp í kerfum bank­ans auk þess sem starfs­­­menn eigna­­­stýr­ingar Glitnis fyrir hrun gátu nálg­­­ast þau. 

Markús sendi frá sér yfir­­­lýs­ingu dag­inn eft­ir þar sem hann seg­ist hafa til­­­­kynnt nefnd um dóm­­­­ara­­­­störf um sölu á hluta­bréfum í sinni eigu þegar við­­­­skiptin áttu sér stað, og hann hafi fengið leyfi nefnd­­­­ar­innar þegar honum áskotn­uð­ust þau. Hann hafi hins vegar ekki þurft að til­­­­kynna um hvernig hann ráð­staf­aði pen­ing­unum eftir söl­una. 

Skömmu síðar til­­kynnti Hæst­i­­réttur að frá byrjun árs 2017 verði upp­­­lýs­ingar um hags­muna­­­tengsl hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara aðgeng­i­­­legar á heima­­­síðu rétt­­­ar­ins. Þær upp­lýs­ingar hafa nú verið birt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None