Sakborningar í Al Thani upplýsa MDE um fjármálaumsvif dómara

Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem hlaut dóm í Al Thani-málinu.
Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem hlaut dóm í Al Thani-málinu.
Auglýsing

Sak­born­ingar í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða sendu á föstu­dag upp­lýs­ingar um fjár­málaum­svif dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands á árunum fyrir fall íslenska banka­kerf­is­ins árið 2008 til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE).  Upp­lýs­ing­arnar eru hluti af máls­skjölum sem Ólafur Ólafs­son og þrír fyrr­ver­andi stjórn­endur Kaup­þings banka, þeir Sig­urður Ein­ars­son, Hreiðar Már Sig­urðs­son og Magnús Guð­munds­son, sendu MDE vegna umfjöll­unar dóm­stóls­ins um Al Thani málið svo­kall­aða. Telja þeir að brotið hafi verið á rétt­indum þeirra, bæði við rann­sókn máls­ins og með­ferð þess fyrir dóm­stól­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM hefur sent út fyrir þeirra hönd. 

Þann 12. febr­­úar 2015 féll dómur í Al Than­i-­­mál­inu í Hæsta­rétti. Þar voru Sig­­urður Ein­­ar­s­­son, ­fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­maður Kaup­­þings, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­stjóri Kaup­­þings, Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings í Lúx­em­­borg, og Ólafur Ólafs­­son, sem átti tæp­­lega tíu pró­­sent hlut í Kaup­­þing­i ­fyrir fall hans, sak­­felldir fyrir umboðs­­svik og mark­aðs­mis­­­not­k­un. Hreiðar Már ­fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­­urður fjögur ár, Ólafur og ­Magn­ús ­­fjögur og hálft ár.

Menn­irnir fjórir kærðu nið­ur­stöð­una til MDE  m.a. vegna meints van­hæfis þeirra dóm­ara sem dæmdu í mál­inu. Sú kæra var send í byrjun ágúst 2015.

Auglýsing

 Í bréf­inu sem sent var á föstu­dag er m.a. bent á nýjar upp­lýs­ingar um hags­muna­tengsl dóm­ara sem komu fram í umfjöllun íslenskra fjöl­miðla í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Í kærunni segir að „Hæsti­réttur Íslands hafi sýnt dóm­greind­ar­leysi við að meta hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra í dóms­málum á hendur fyrr­ver­andi stjórn­endum þriggja stærstu við­skipta­bank­anna; Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans. Í öllum málum hefði verið tek­ist á um meinta mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik sak­born­inga og þau því tengd inn­byrð­is.“

Frétta­flutn­ingur í byrjun des­em­ber um dóm­ara

Greint var frá því í frétt­um Stöðvar 2 og í Kast­­­ljósi 5. des­em­ber að Markús Sig­­ur­­björns­­son, for­­seti Hæsta­rétt­­ar, hefði átt hluta­bréf í Glitni fyrir hrun og síðar fjár­­­­­fest um 60 millj­­­ónum króna í verð­bréfa­­­sjóði í rekstri Glitn­­­is. Í Kast­­­ljósi var enn fremur greint frá því að Ólafur Börkur Þor­­­­valds­­­­son, sem gegnt hefur emb­ætti hæsta­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara frá árinu 2003, hafi einnig átt hluta­bréf í Glitni um tíma á árinu 2007. Hann seldi bréf sín í lok þess árs og fjár­­­­­­­festi í verð­bréfa­­­­sjóði innan Glitn­­­­is. Í Frétta­­­blað­inu í morgun var svo sagt frá því að hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ar­­­arnir Eiríkur Tóm­a­s­­­son, Ing­veldur Ein­­­ar­s­dóttir og Árni Kol­beins­­­son, sem nú er hættur störf­um, hafi einnig öll átt hluta­bréf í Glitni á árunum 2007 og 2008. Allir dóm­­­ar­­­arnir fimm hafa dæmt í málum sem tengj­­­ast Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Þar á meðal eru saka­­­­mál gegn starfs­­­­mönnum eigna­­­­stýr­ingar Glitn­­­­is. Dóm­­­­ar­­­­arnir lýstu ekki yfir van­hæfi í neinu þeirra mála. 

Gögnin sem birt voru sýndu sam­­­skipti Mark­úsar við eigna­­­stýr­ingu Glitn­­­is. Á meðal þeirra voru tölvu­­­póstar og skjöl sem hann und­ir­­­rit­aði til að veita heim­ild til fjár­­­­­fest­ing­­­ar. Gögnin eru bundin banka­­­leynd og alls ekki aðgeng­i­­­leg mörg­­­um. Starfs­­­menn slita­­­stjórnar Glitnis eftir hrun hafa þó mög­u­­­lega getað flett þeim upp í kerfum bank­ans auk þess sem starfs­­­menn eigna­­­stýr­ingar Glitnis fyrir hrun gátu nálg­­­ast þau. 

Markús sendi frá sér yfir­­­lýs­ingu dag­inn eft­ir þar sem hann seg­ist hafa til­­­­kynnt nefnd um dóm­­­­ara­­­­störf um sölu á hluta­bréfum í sinni eigu þegar við­­­­skiptin áttu sér stað, og hann hafi fengið leyfi nefnd­­­­ar­innar þegar honum áskotn­uð­ust þau. Hann hafi hins vegar ekki þurft að til­­­­kynna um hvernig hann ráð­staf­aði pen­ing­unum eftir söl­una. 

Skömmu síðar til­­kynnti Hæst­i­­réttur að frá byrjun árs 2017 verði upp­­­lýs­ingar um hags­muna­­­tengsl hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara aðgeng­i­­­legar á heima­­­síðu rétt­­­ar­ins. Þær upp­lýs­ingar hafa nú verið birt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None