Siðareglur ráðherra gilda áfram fyrir nýja ríkisstjórn

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar fékk kynn­ingu á siða­reglum ráð­herra á sínum fyrsta fundi í morg­un. Siða­regl­urnar voru einnig ræddar af ráð­herrum á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um, en þær gilda áfram fyrir nýja rík­is­stjórn nema hún taki ákvörðun um að breyta þeim. 

Siða­regl­urnar sem nú eru í gildi voru settar af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, skömmu eftir að hann tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Þær byggja á siða­regl­unum sem settar voru í tíð Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur árið 2011, en þær reglur giltu aðeins út starfs­tíma rík­is­stjórnar Jóhönnu. Í for­sæt­is­ráð­herra­tíð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar voru siða­reglur ráð­herra aldrei stað­festar vegna þess að Sig­mundur Davíð und­ir­rit­aði þær ekki og birti. Á meðan svo var höfðu siða­regl­urnar sem Jóhönnu­stjórnin setti ekki stjórn­sýslu­legt gildi. Þetta var mat umboðs­manns Alþing­is, en þetta var ástæða þess að hann gat ekki látið í ljós álit sitt á því hvort Sig­mundur Davíð hefði brotið gegn siða­reglum ráð­herra í Wintris-­mál­in­u. 

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, hafði einnig bent á það í leka­mál­inu að siða­regl­urnar væru ekki í gildi. Lesa má ítar­lega um sam­skipti umboðs­manns Alþingis og ráða­manna á síð­asta kjör­tíma­bili hér.

Auglýsing

Þegar rík­is­stjórn Sig­urðar Inga hafði tekið við setti hann nýjar siða­reglur sem, eins og fyrr seg­ir, byggðu að lang­mestu leyti á fyrri regl­um. Breyt­ing var þó gerð með því að ekki var lengur kveðið á um að regl­urnar giltu aðeins á meðan hans rík­is­stjórn var við völd. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None